

Ole Anton Bieltvedt
Greinar eftir Ole Anton Bieltvedt, formann ÍslandiAllt, félagasamtaka um samfélagsmál og betra jarðlíf.

Spurningar vakna um heimildarmann og hæfni og ábyrgð fréttamanna
Ég skrifaði hér grein á Vísi sl. föstudag með fyrirsögninni „Þegar illfyglin fá að grassera – með góðum stuðningi fjölmiðla“. Er greinin hér enn, aðgengileg til lesturs, ef áhugi er á, og skýrir sig sjálf.
Fréttir í tímaröð

Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla
Öfund og illgirni, ásamt með sjálfselsku, græðgi og grimmd, mega sennilega teljast meðal verstu eiginda mannskepnunnar. Ónáttúra.

Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu?
Þann 16. júlí 2009 samþykkti Alþingi, að Ísland skyldi sækja um aðild að ESB. Formlegir samningar drógust þó, ekki veit ég af hverju, og hófust ekki fyrr en ári seinna, í júlí 2010. Eftir tvö og hálft ár, um áramótin 2012/2013, var svo hlé gert á viðræðunum.

Rétt tímasetning skiptir öllu máli
Flesir hafa upplifað það, að, ef fara á í einhver mál, sem þýðingarmikil eru, skiptir það oft höfuðmáli, að tímasetning sé rétt. Röng tímasetning getur spillt máli og komið í veg fyrir, að aðstefndur árangur náist, á sama hátt og rétt tímasetning getur tryggt árangurinn. Gamalt og gott máltæki, „Hamra skal járnið meðan það er heitt“, vísar nokkuð til þessarar staðreyndar.

Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB?
Yfirleitt er vandaður bragur á efni Morgunblaðsins, enda blaðamenn og starfsmenn flestir hæfir og góðir fagmenn. Undantekning eru þó á öllu, og hefur ritstjórn Mogga, „öðrum ritstjóranum“, gengið erfiðlega að gefa góða og rétta mynd af ESB og Evru í sínum fréttum og skrifum.

Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur?
Í þessu gengur dómari fyrir mér of langt. Mildi og fyrirgefning á við og er af hinu góða í almennum við- og samskiptum manna. Í refsi og dómsmálum verða hins vegar lög og reglur og tilgangur þeirra að gilda.

2027 væri hálfkák
Ríkisstjórn þriggja valkyrja er gleðiefni. Samhentar, frjálsar konur, heilsteyptar og fullar gagnkvæms trausts, með góðar hugmyndir og vilja til breytinga og framfara, taka við stjórnvelinum. Gömlu afturhaldsseggirnir, D og B/M, sem hafa drottnað yfir landsmönnum í 100 ár, og skilja eftir vont samfélag klíkuskapar og spillingar, kvaddir. „Thank God“.

Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn
Ég hélt lengi vel, að formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgeinasambandsins, Vilhjálmur Birgisson, væri „góður maður og gegn“, vænn og velviljaður gagnvart „Guði og mönnum“ - dýr, umhverfi, náttúra og lífríki jarðar meðtalin -, ekki maður peningahyggju og græðgi, hvorki fyrir hönd sjálfs sín né annarra.

Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru
Þann 7. september í fyrra veiddi Hvalur 8 fyrstu langreyðina á þeirri vertíð. Mikið var fjallað um þessar veiðar, en MAST setti tímabundið bann á veiðar skipsins, eftir þær, vegna ótrúlegra glapa, mistaka, alvarlegra brota á lögum og reglum og hryllilegs dýraníðs.

Vanhæfi, valdníðsla og dýraníð - ekkert mál fyrir Bjarna Ben!
Eftir að hafa búið erlendis í 27 ár, hef ég nú í 8 ár verið mikið hér og fylgzt með. Á þessum tíma hef ég fengið þá tilfinningu, að formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktson, væri spilltasti og siðlausasti - ósvífnasti - stjórnmálamaður landsins.

Heimssýn úr músarholu – Gengur það?
Ég hef kynnst ýmsum ágætum mönnum, vel menntuðum og skynsömum í sumu, sem svo hafa verið alveg úti að aka í öðru. Vantar þar oft í þá heila brú. Þetta gæti t.a.m. átt við um veðurfræðinginn Harald Ólafssson, formann Heimssýnar.

Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1?
Kristrún Frostadóttir hefur í sinni valdatíð umturnað stefnumálum Samfylkingarinnar.

Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg?
Sigmundur Davíð boðar það, að Miðflokkurinn muni standa fyrir pólitík skynseminnar.

Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við!
Bjarni Benediktsson, nú ekki minna en þrefalldur ráðherra, líka forsætisráðherra - þó að hann hafi fyrir nokkru talizt vanhæfur í ráðherradóm af Umboðsmanni Alþingis - skrifar grein hér á Vísi 15. nóvember undir fyrirsögninni: „Krónur, evrur og fullveldi“.

ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf
Undirritaður ólst upp á Sauðárkróki og metur Sauðkrækinga og Skagfirðinga almennt mikils. Gott fólk og gegnt. Undantekning er þó á flestu, líka því.

Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera
Fyrr í dag birti Hjörtur J. grein hér á Vísi undir fyrirsögninni „Verðbólga í boði Viðreisnar“. Hjörtur hefur ýmislegt frá sér sent, sem illa stenzt það, sem satt er og rétt, og heggur hann hér í sama knérunn. Illþyrmilega. Í raun er með ólíkindum, hvað drengurinn leyfir sér að bera á borð fyrir ágæta lesendur Vísis og nú kjósendur. Hvar er virðingin við lesendur, svo að ekki sé talað um sjálfsvirðinguna?

Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra
Stundum eru menn að tala um bananalýðveldi. Svona í háði og með lítilsvirðingu. Þau eiga víst að vera helzt í Afríku og á öðrum framandi slóðum. En, þurfum við að leita svo langt til að finna eitt?

Rangfærsluvaðall Hjartar J.
Hjörtur J. Guðmundsson, sem hefur skrifað hér tugi pistla gegn ESB, Evru og Evrópu, og virðist nánast vera á mála einhverra hægri-hægri afla í því, má auðvitað hafa sínar skoðanir, eða vera boðberi skoðana annarra, gegn greiðslu eða án, þar hefur hann auðvitað sama rétt og ég og við hin, til að boða þessar skoðanir, eftir föngum, og reyna að koma þeim á framfæri.

Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun
Á netinu er vefsíða um forystufé. Þar segir m.a. þetta: „Forystufé hefur verið til hér um aldaraðir og alltaf verið í miklum metum. Það hefur það í eðli sínu að fara á undan fjárhópi í rekstri og aðrar kindur fylgja forystufénu.“

Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn
Kristrún Frostadóttir hefur í sinni valdatíð umturnað stefnumálum Samfylkingarinnar, sem þar með verður Nýja Samfylkingin, eða, eins nánast mætti segja, Framsókn Nr. 2, B2.

Skynsemi Sigmundar Davíðs rýnd – Er ESB aðild/Evra tóm tjara?
Sigmundur Davíð og hans sívaxandi lið kenna sig og sína pólitík við skynsemi; reka pólitík skynseminnar og fá út á það mikið fylgi. Auðvitað mjög skynsamlegt það! En, spurningin var og er sú, hvers og hver skynsemin er.

Grípur Bjarni tækifærið?
Ef menn, kjörnir fulltrúar, móðgast, mega þeir þá bara henda öllu frá sér?

Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir!
Hér á Íslandi eru einstaklingar, félagasamtök og stjórnmálaflokkar, sem berjast fyrir því með oddi og egg, að viðhalda krónu, sem gjaldmiðli, og krónuhagkerfinu.

Sannleikurinn um Evrópusambandið V: 26 þjóðir hafa hafnað eigin gjaldmiðli, líka Þýzkaland með sitt ofursterka Mark
Fyrir nokkrum árum, á tíma fyrri ríkisstjórnar, tjáði þáverandi fjármálaráðherra, Benedikt Jóhannesson, sig um þörf þess, að við tækjum upp stöðugan gjaldmiðil, helzt Evruna, til að tryggja trausta afkomu og stöðugleika – svo menn gætu gert áætlanir og byggt sín áform og plön á traustum grunni, hefðu fyrirsjáanleika – og, ekki sízt, til að tryggja lága vexti, réttlátara þjóðfélag og meiri velferð.