Ole Anton Bieltvedt

Ole Anton Bieltvedt

Greinar eftir Ole Anton Bieltvedt, formann ÍslandiAllt, félagasamtaka um samfélagsmál og betra jarðlíf.

Fréttamynd

Dans verkalýðs­leið­toga í kringum gull­kálfinn

Ég hélt lengi vel, að formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgeinasambandsins, Vilhjálmur Birgisson, væri „góður maður og gegn“, vænn og velviljaður gagnvart „Guði og mönnum“ - dýr, umhverfi, náttúra og lífríki jarðar meðtalin -, ekki maður peningahyggju og græðgi, hvorki fyrir hönd sjálfs sín né annarra.

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Rang­færslu­vaðall Hjartar J.

Hjörtur J. Guðmundsson, sem hefur skrifað hér tugi pistla gegn ESB, Evru og Evrópu, og virðist nánast vera á mála einhverra hægri-hægri afla í því, má auðvitað hafa sínar skoðanir, eða vera boðberi skoðana annarra, gegn greiðslu eða án, þar hefur hann auðvitað sama rétt og ég og við hin, til að boða þessar skoðanir, eftir föngum, og reyna að koma þeim á framfæri.

Skoðun
Fréttamynd

Sann­leikurinn um Evrópu­sam­bandið V: 26 þjóðir hafa hafnað eigin gjald­miðli, líka Þýzkaland með sitt ofursterka Mark

Fyrir nokkrum árum, á tíma fyrri ríkisstjórnar, tjáði þáverandi fjármálaráðherra, Benedikt Jóhannesson, sig um þörf þess, að við tækjum upp stöðugan gjaldmiðil, helzt Evruna, til að tryggja trausta afkomu og stöðugleika – svo menn gætu gert áætlanir og byggt sín áform og plön á traustum grunni, hefðu fyrirsjáanleika – og, ekki sízt, til að tryggja lága vexti, réttlátara þjóðfélag og meiri velferð.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar ó­sannindi og ó­svinna keyra um þver­bak

Undirritaður bjó í Þýzkalandi frá 1989 til 2016, í hjarta ESB, í 27 ár, og fylgdist gjörla með þróun ríkjasambandsins, en það blasti og blasir við, að Evrópa verði að standa samhent og sameinuð, ef hún á að geta staðið af sér áskoranir framtíðarinnar og varið og tryggt sitt frelsi, sitt sjálfstæði, sína menningu og sína velferð.

Skoðun