Ole Anton Bieltvedt

Ole Anton Bieltvedt

Greinar eftir Ole Anton Bieltvedt, formann ÍslandiAllt, félagasamtaka um samfélagsmál og betra jarðlíf.

Fréttamynd

Rétt tíma­setning skiptir öllu máli

Flesir hafa upplifað það, að, ef fara á í einhver mál, sem þýðingarmikil eru, skiptir það oft höfuðmáli, að tímasetning sé rétt. Röng tímasetning getur spillt máli og komið í veg fyrir, að aðstefndur árangur náist, á sama hátt og rétt tímasetning getur tryggt árangurinn. Gamalt og gott máltæki, „Hamra skal járnið meðan það er heitt“, vísar nokkuð til þessarar staðreyndar.

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hvað segir Morgun­blaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB?

Yfirleitt er vandaður bragur á efni Morgunblaðsins, enda blaðamenn og starfsmenn flestir hæfir og góðir fagmenn. Undantekning eru þó á öllu, og hefur ritstjórn Mogga, „öðrum ritstjóranum“, gengið erfiðlega að gefa góða og rétta mynd af ESB og Evru í sínum fréttum og skrifum.

Skoðun
Fréttamynd

Mikill má máttur Við­reisnar og á­hrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera

Fyrr í dag birti Hjörtur J. grein hér á Vísi undir fyrirsögninni „Verðbólga í boði Viðreisnar“. Hjörtur hefur ýmislegt frá sér sent, sem illa stenzt það, sem satt er og rétt, og heggur hann hér í sama knérunn. Illþyrmilega. Í raun er með ólíkindum, hvað drengurinn leyfir sér að bera á borð fyrir ágæta lesendur Vísis og nú kjósendur. Hvar er virðingin við lesendur, svo að ekki sé talað um sjálfsvirðinguna?

Skoðun
Fréttamynd

Rang­færslu­vaðall Hjartar J.

Hjörtur J. Guðmundsson, sem hefur skrifað hér tugi pistla gegn ESB, Evru og Evrópu, og virðist nánast vera á mála einhverra hægri-hægri afla í því, má auðvitað hafa sínar skoðanir, eða vera boðberi skoðana annarra, gegn greiðslu eða án, þar hefur hann auðvitað sama rétt og ég og við hin, til að boða þessar skoðanir, eftir föngum, og reyna að koma þeim á framfæri.

Skoðun
Fréttamynd

Sann­leikurinn um Evrópu­sam­bandið V: 26 þjóðir hafa hafnað eigin gjald­miðli, líka Þýzkaland með sitt ofursterka Mark

Fyrir nokkrum árum, á tíma fyrri ríkisstjórnar, tjáði þáverandi fjármálaráðherra, Benedikt Jóhannesson, sig um þörf þess, að við tækjum upp stöðugan gjaldmiðil, helzt Evruna, til að tryggja trausta afkomu og stöðugleika – svo menn gætu gert áætlanir og byggt sín áform og plön á traustum grunni, hefðu fyrirsjáanleika – og, ekki sízt, til að tryggja lága vexti, réttlátara þjóðfélag og meiri velferð.

Skoðun