Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar 4. maí 2025 06:02 Fyrir 90 árum voru jarðarbúar 2 milljarðar, og voru Evrópubúar þá 500 milljónir eða 25% jarðarbúa. Í dag eru þessar tölur 7,5 milljarðar jarðarbúa, en Evrópubúum hefur ekki fjölgað, og eru þeir enn 500 milljónir. Er hlutfallið þannig komið niður í 7%. Um næstu aldamót er reiknað með, að jarðarbúar verði komnir í 11 milljarða, en ekki er búizt við fjölgun Evrópubúa. Verður hlutfall Evrópubúa því um næstu aldamót aðeins um 4,5%. Á sama tíma er Evrópa miðstöð menningar, framfara og - umfram allt - velferðar heimsins. Er ljóst, að margur maðurinn í Suður Ameríku, Afríku eða Asíu muni renna hýru auga til Evrópu og þeirrar velferðar, sem hér ríkir. Er þessi staða auðvitað nú þegar komin upp í formi flóttamanna frá Asíu og Afríku. En, enn eru þetta bara einstaklingar, sem eru að flýja stríðshörmungar, atvinnuleysi, fátækt og vonleysi, ekki öflug lið eða fylkingar trúarhópa eða þjóða. Mannkynssagan einkennist af baráttu um auðæfi, land og kosti þess, völd og trúarbrögð. Þrátt fyrir viðleitni til samskipta og samstarfs á grundvelli skilnings og samhjálpar, er hætt við, að mannkynssagan muni endurtaka sig. Eitt er sjálfsbjargarhvöt manna og endalaus leit að betra lífi, annað er valda- og yfirráðaleit valdagráðugra manna og ofstækisfullra trúarbragðaleiðtoga. Það væri mikill og hörmulegur barnaskapur, í raun forheimska, ef við Evrópubúar héldum, að við gætum setið að velsæld okkar og allsnægtum, í ró og friði, meðan að aðrir hlutar mannkyns svelta og þjást, og, að hinir líðandi muni einfaldlega nema staðar við línu á landakortinu. Það er illt til þess að vita, að ýmsir - jafnvel leiðandi menn - í Evrópu skuli ekki sjá og skilja þessar staðreyndir og þá ógn fyrir Evrópu og börn okkar og afkomendur, sem þessi augljósa en óstöðvanlega þróun er. Þessir menn virðast halda, að Evrópa sé bezt komin í uppskiptingu og ágreiningi, og er það hryggilegt, að jafnvel íslenzkir forystumenn skuli vegna þjóðerniskenndar sinnar og þröngsýni aðhyllast og beinlínis styðja þessi sjónarmið og tilraunir til niðurrifs og uppskiptingar Evrópu. Því miður eru Brexit menn víða, líka hér, og finnast þeir fljótt í forystuliði Sjálfstæðismanna. Ótrúlegir blindingjar það. Það er ekki nema ein leið til að tryggja hagsmuni og öryggi Evrópu. Í fyrsta lagi, skilningur á þessari stöðu og þeirri hættu, sem fram undan er. Í öðru lagi, fullkomin samstaða og bezta möguleg samvinna allra þjóða og afla innan Evrópu. Vettvangur fyrir þetta lífsnauðsynlega samstarf er vitaskuld Evrópusambandið, ESB, sem, Guði sé lof, er komið vel á veg með að friða, sameina og styrkja Evrópu viðskiptalega og efnahagslega, og nú sér þörfina á hernaðarlegri styrkingu og sjálfstæði. Í þriðja lagi, þarf Evrópa að fara að stað með öfluga áætlun og aðgerðaplan til að styrkja og byggja upp fátækar þjóðir heims, einkum í Afríku og Asíu, og hjálpa þeim þannig til sjálfsbjargar. Menn hafa í sambandi við öryggi Evrópu talið, að NATO myndi tryggja hagsmuni þess og sjálfstæði, en, því miður hafa Evrópubúar treyst um of á hernaðarmátt Bandríkjanna og þar með vanrækt sjálfstæðar varnir sínar og hernaðarmátt Evrópu sjálfar. Sagan sýnir, að Bandaríkin hafa engan raunverulegan bardagamátt, þegar á hólminn er komið: Illa vopnaður bændaher rak þá út úr Víetnam, nánast eins og halaklippta hunda, með öll sín gjöreyðingarvopn, eftir að þeir höfðu nánast eytt yfirborði jarðar í Norður Víetnam. Ekki gekk vel í Kóreu, og ráða þeir vart við stöðu mála þar. Ekki er árangurinn miklu skárri í Afganistan, Írak eða Miðausturlöndum nær. Þetta er allt ein hörmungarsaga, og bætist nú við, að erfitt verður yfir höfuð að treysta mikið á Bandaríkjamenn í framtíðinni, eftir að þjóðin kaus sér Donald Trump sem forseta, en hann er óútreiknanlegur sýndarmennskupési og hrokagikkur, og einskis trausts verður, eins og dæmin sanna.“ Eftirmáli: Ofangreind grein var skrifuð og birt hér á Vísi 9. nóvember 2017, fyrir hartnær 8 árum. Ekki er annað að sjá, en að sá málflutningur, sem þá var talinn sannur og réttur hafi staðizt tímans tönn og standist enn. Getur hún því talizt „góð vísa“, en eins og máltækið segir, verða þær aldrei of oft kveðnar. Höfundur er stofnandi Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfsvernd Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt NATO Evrópusambandið Mest lesið Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir 90 árum voru jarðarbúar 2 milljarðar, og voru Evrópubúar þá 500 milljónir eða 25% jarðarbúa. Í dag eru þessar tölur 7,5 milljarðar jarðarbúa, en Evrópubúum hefur ekki fjölgað, og eru þeir enn 500 milljónir. Er hlutfallið þannig komið niður í 7%. Um næstu aldamót er reiknað með, að jarðarbúar verði komnir í 11 milljarða, en ekki er búizt við fjölgun Evrópubúa. Verður hlutfall Evrópubúa því um næstu aldamót aðeins um 4,5%. Á sama tíma er Evrópa miðstöð menningar, framfara og - umfram allt - velferðar heimsins. Er ljóst, að margur maðurinn í Suður Ameríku, Afríku eða Asíu muni renna hýru auga til Evrópu og þeirrar velferðar, sem hér ríkir. Er þessi staða auðvitað nú þegar komin upp í formi flóttamanna frá Asíu og Afríku. En, enn eru þetta bara einstaklingar, sem eru að flýja stríðshörmungar, atvinnuleysi, fátækt og vonleysi, ekki öflug lið eða fylkingar trúarhópa eða þjóða. Mannkynssagan einkennist af baráttu um auðæfi, land og kosti þess, völd og trúarbrögð. Þrátt fyrir viðleitni til samskipta og samstarfs á grundvelli skilnings og samhjálpar, er hætt við, að mannkynssagan muni endurtaka sig. Eitt er sjálfsbjargarhvöt manna og endalaus leit að betra lífi, annað er valda- og yfirráðaleit valdagráðugra manna og ofstækisfullra trúarbragðaleiðtoga. Það væri mikill og hörmulegur barnaskapur, í raun forheimska, ef við Evrópubúar héldum, að við gætum setið að velsæld okkar og allsnægtum, í ró og friði, meðan að aðrir hlutar mannkyns svelta og þjást, og, að hinir líðandi muni einfaldlega nema staðar við línu á landakortinu. Það er illt til þess að vita, að ýmsir - jafnvel leiðandi menn - í Evrópu skuli ekki sjá og skilja þessar staðreyndir og þá ógn fyrir Evrópu og börn okkar og afkomendur, sem þessi augljósa en óstöðvanlega þróun er. Þessir menn virðast halda, að Evrópa sé bezt komin í uppskiptingu og ágreiningi, og er það hryggilegt, að jafnvel íslenzkir forystumenn skuli vegna þjóðerniskenndar sinnar og þröngsýni aðhyllast og beinlínis styðja þessi sjónarmið og tilraunir til niðurrifs og uppskiptingar Evrópu. Því miður eru Brexit menn víða, líka hér, og finnast þeir fljótt í forystuliði Sjálfstæðismanna. Ótrúlegir blindingjar það. Það er ekki nema ein leið til að tryggja hagsmuni og öryggi Evrópu. Í fyrsta lagi, skilningur á þessari stöðu og þeirri hættu, sem fram undan er. Í öðru lagi, fullkomin samstaða og bezta möguleg samvinna allra þjóða og afla innan Evrópu. Vettvangur fyrir þetta lífsnauðsynlega samstarf er vitaskuld Evrópusambandið, ESB, sem, Guði sé lof, er komið vel á veg með að friða, sameina og styrkja Evrópu viðskiptalega og efnahagslega, og nú sér þörfina á hernaðarlegri styrkingu og sjálfstæði. Í þriðja lagi, þarf Evrópa að fara að stað með öfluga áætlun og aðgerðaplan til að styrkja og byggja upp fátækar þjóðir heims, einkum í Afríku og Asíu, og hjálpa þeim þannig til sjálfsbjargar. Menn hafa í sambandi við öryggi Evrópu talið, að NATO myndi tryggja hagsmuni þess og sjálfstæði, en, því miður hafa Evrópubúar treyst um of á hernaðarmátt Bandríkjanna og þar með vanrækt sjálfstæðar varnir sínar og hernaðarmátt Evrópu sjálfar. Sagan sýnir, að Bandaríkin hafa engan raunverulegan bardagamátt, þegar á hólminn er komið: Illa vopnaður bændaher rak þá út úr Víetnam, nánast eins og halaklippta hunda, með öll sín gjöreyðingarvopn, eftir að þeir höfðu nánast eytt yfirborði jarðar í Norður Víetnam. Ekki gekk vel í Kóreu, og ráða þeir vart við stöðu mála þar. Ekki er árangurinn miklu skárri í Afganistan, Írak eða Miðausturlöndum nær. Þetta er allt ein hörmungarsaga, og bætist nú við, að erfitt verður yfir höfuð að treysta mikið á Bandaríkjamenn í framtíðinni, eftir að þjóðin kaus sér Donald Trump sem forseta, en hann er óútreiknanlegur sýndarmennskupési og hrokagikkur, og einskis trausts verður, eins og dæmin sanna.“ Eftirmáli: Ofangreind grein var skrifuð og birt hér á Vísi 9. nóvember 2017, fyrir hartnær 8 árum. Ekki er annað að sjá, en að sá málflutningur, sem þá var talinn sannur og réttur hafi staðizt tímans tönn og standist enn. Getur hún því talizt „góð vísa“, en eins og máltækið segir, verða þær aldrei of oft kveðnar. Höfundur er stofnandi Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfsvernd
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun