Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar 20. desember 2024 06:01 Þann 7. september í fyrra veiddi Hvalur 8 fyrstu langreyðina á þeirri vertíð. Mikið var fjallað um þessar veiðar, en MAST setti tímabundið bann á veiðar skipsins, eftir þær, vegna ótrúlegra glapa, mistaka, alvarlegra brota á lögum og reglum og hryllilegs dýraníðs. MAST taldi megin brotið það, að allt of langur tími hefði liðið milli 1. skots - sem bara særði, þó illilega væri, boraðist inn í höfuð, þar sem bannað er að skjóta, og sprakk þar, án þessa að drepa - og skots nr. 2, sem ekki var framkvæmt fyrr en 28 mínútum eftir skot nr. 1. Dýrið kvaldist auðvitað heiftarlega allan þennan tíma, í hálfa klukkustund, og voru lög um skjóta og sársaukalausa aflífun dýra heiftarlega brotin með þessum hætti. Reyndar drapst dýrið heldur ekki strax, eftir skot nr. 2, og þurfti blessað dýrið að berjast um, í sínu heiftarlega dauðastríði, enn í minnst 6 mínútur, án þessa að skytta hefði nokkra tilburði til að stytta því kvölina með 3. skotinu. Skammar- og hörmungarsaga. Í framhaldi af þessari ljótu atburðarás fullyrti Kristján Loftsson í Kastljósi, að þetta hefði ekki verið neitt mál, spilið hefði bara bilað, sem alltaf gæti gerzt og væri bara eðilegur hlutur - eins og hann bæri enga ábyrgð á tæknibúnaði skipsins eða því, að hann væri í traustu og örugglega nothæfu lagi - og snéri Kristján dæminu upp í það, að starfsmaður Fiskistofu, sem myndaði veiðarnar, hefði blekkt - væntanlega MAST og aðra - með því að beita súmi á upptökuna, þannig, að dýrið hefði virzt nær, en það var, og í góðu skotfæri, sem Kristján fullyrti, að ekki hefði verið. Gaf Kristján til kynna, að dýrið hefði verið allt of langt í burtu, í 100-150m fjarlægð, allan þann tíma, sem skytta beið eftir því að skjóta skoti nr. 2. Ekki hefði verið hægt að hífa dýrið inn vegna bilunarinnar í spili. Það hefði verið megin ástæðan fyrir þessari löngu töf, milli skots 1 og skots 2, og þess hörmulega dauðastríðs, sem dýrið var að ganga í gegnum. Þessar lýsingar og tal Kristjáns fóru allt annað en vel í undirritaðan. Falaðist hann því eftir frumgögnum málsins frá MAST, á grundvelli upplýsingalaga, og varð MAST góðfúslegast við þeirri beiðni. Eitt þeirra gagna, sem MAST lagði okkur í Jarðarvinum til, er svokölluð „Tímalína, myndband af veiðum Hval 8, langreyður 1“. Innihald þessarar upptöku er svona, og hér kemur því rétt mynd og sönn af því, sem gerðist: Atburðarás eftir að dýrið hafði verið skotið 1. skotinu, sem boraðist inn í höfuðið, sem bannað er að skjóta í, særði dýrið illilega, án þess að drepa, í mínútum: 3:30 Dýr er komið aftur með skipi bakborðsmegin 4:27 Púðurhylki komið úr skutulbyssu 5:50 Sést greinilega að lína byrjar að lyftast upp, sem bendir til að dýr sé að kafa/synda út frá bát 6:25 Hvalur sést í nokkurri fjarlægð frá skipi blása, synda og kafa endurtekið í eðlilegri líkamsstöðu. Fjarlægist 7:03 Kallað „byrjið að hífa“ endurtekið 3x til 7:40 7:51 Spurt „hvað er að?“ 8:13 Sést að þrír eða fjórir menn eru að vinna við að endurhlaða skutulbyssu 8:33 Hamar sóttur. Kallað til þeirra „Er þetta helvítis batterí bilað?“. Svar „Nei, nei“. „Það er ekkert batterí“ 9:00 „Strákar við höfum ekki þennan tíma, hvað er í gangi?“ 9:15 Nýtt púðurhylki sett í skutulbyssu? Skotmaður kallar aftur í skip „Byrjið að hífa“. Svarað „Bara rólegir við erum að vinna í þessu“. Skotmaður slær hnefa í handriðið 11:17 Teipað utan um kveikjuþráð 11:37 Skutulbyssa aftur hlaðin og tilbúin, beint fram að sjó (8 mín og 7 sek eftir fyrsta skot) 13:06 Hvalur syndir, kafar og blæs reglulega nær skipi stjórnborðsmegin. Sést hvar 1. skutull situr í haus, utan leyfðs marksvæðis, rétt neðan við blástursop 15:00 Sést að búið er að draga dýrið nálægt skipi. Sést velta sér í kafi 15:51 Búið að draga dýrið alveg að skipi framan við stjórnborðs-meginn (spil enn í lagi, margfaldur tími hefði verið til staðar tilað endurskjóta). Dýrið veltir sér og berst kröftuglega um. Skipverji grípur um höfuð sér 16:06 Dýrið slær sporði kröftuglega í skipið. Línur fljúga upp í loft 16:35 Litlar spiktægjur úr dýrinu sjást fljóta í sjónum. Dýrið kafar undir skip 16:40 Kallað „Stopp“. Spil hægra megin á þili virðist bilað (þá fyrst). Rýkur úr því. Járn slæst til 16:59 Skotmaður horfir aftur á þilfar 17:18 „Slakaðu, slakaðu, bakkaðu út“ 17:36 Skotmaður horfir stöðugt aftur á þilfar, ekki að sjá að hann fylgist með dýri 17:57 Skotmaður fer frá skutulbyssu og kíkir fyrir borð stjórnborðs-megin og horfir svo aftur á þilfar og á í samskiptum við skipverja, kíkir fyrir borð til skiptis sitt hvoru megin og kallar „Hart í bak“ 18:10 „Spilið er örugglega farið“ 18:30 Dýr birtist bakborðsmegin, heldur réttri stöðu, syndir og blæs. Ekki langt frá skipi 18:56 Kallað „X við verðum að binda þau, annars ferð spilið“ 19:01 Dýrið syndir og blæs bakborðsmegin framarlega í átt að stefni 19:12 „Hlífin farin“ 19:15 „Það verður að binda hinu megin líka“ 19:24 Dýrið rétt framan við skip bakborðsmegin, syndir, kafar, blæs. „Náið þið að hífa?“. „Nei“ 19:43 Dýrið ætti endurtekið að hafa verið í góðu skotfæri. Var rétt hjá eða við skip. Syndir svo lengra út 20:05 Skotmaður horfir aftur á þilfar, en ekki á dýrið 20:19 Einhver kallar „Línan verður ónýt, ef við gerum þetta“ 21:28 Dýrið driftar fyrir framan skotmann í stuttu skotfæri. Kafar, syndir, blæs. Skotmaður horfir aftur á þilfar og horfir hvork á né miðar á dýrið 22:15 Einhverjar viðgerðir í gangi (vél). Dýrið í nálægð framan við skip, syndir, kafar, blæs. Skotmaður horfir stöðugt aftur á þilfar, en lítur öðru hvoru á dýrið. Þó ekki til að miða á það 25:33 Skotmaður fórnar höndum 26:52 Dýrið kemur ítrekað upp og blæs þvert fyrir framan skipið, að því er virðist í mjög góðu skotfæri. Skotmaður horfir að mestu aftur á þilfar 30:03 Dýrið nálgast skipið stjórnborðamegin framan til, syndir, kafar, blæs. Skotmaður horfir á dýrið, en tekur ekkert mið 30:27 Dýrið komið fáum metrum frá skipi, syndir fram og til baka fyrir framan skip og til hliðar. Skotmaður byrjar loks að fylgja dýrinu með skutulbyssu. Virðist endurtekið í góðu færi 32:09 Skot 2, 28 mín og 39 sek eftir 1. skot. Dýr kafar/sekkur 32:27 Dýrið kemur upp aftur, heldur stöðu og virðist synda áfram. Heyrist blása 32:51 Púðurhylki tekið úr skutulbyssu 33:19 Dýrið kemur upp aftur, sést ekki skýrt blása, en loft virðist koma úr blástursopi, þegar það fer undir yfrirborð. Slær til sporði 33:49 Nýtt púðurhylki sett í skutulbyssu 33:55 Dýrið enn að synda í réttri stöðu, slær til sporði 35:02 Ekki búið að hlaða skutulbyssu aftur. Dýrið sést enn synda í réttri stöðu, blástur ekki eins greinilegur, virðist draga af dýri 35:10 Slær til sporði, blóð flæðir í sjó 35:20 Skutulbyssa enn ekki hlaðin aftur 35:25 Dýrið heldur enn stöðu og beitir sundhreyfingum, en er orðið hægara, loft virðist streyma upp frá skotstað 2, slær til sporði, er mjög nálægt skipi 36:41 Ekki að sjá að skutull sé gerður klár fyrir nýtt skot, skotmaður að gramsa í dóti. Stendur ekki við byssu 36:57 Dýrið slæt til sporði 37:11 Tveir aðstoðarmenn koma með hluti fyrir skutulbyssu 37:34 Skutulbyssa enn ekki tilbúin, dýrið syndir enn 37:42 Sundhreyfingar breytast í nokkur stutt „lyft“ að framan. Enn þrír menn við að hlaða skutulbyssu 37:52 Trjóna dýrsins kemur nú upp úr sjónum og dýrið fer meira í lóðrétta stöðu og sekkur 38:12 Skutulbyssa virðist enn ekki tilbúin fyrir endurskot, rúmum 6 mín eftir 2. skot 38:36 Trjóna kemur upp og dýrið virðist líflítið/líflaust, hálflóðrétt í sjó, meira á baki. Hreyfingar sjást ekki. TTD 35 mín 38:58 Dýrið tekur að sökkva. Önnur eins vinnubrögð, aðrar eins aðfarir, annað eins dauðastríð, segi ég bara. Hefði ég ráðið hvalveiðimálum hér, hefði ég aldrei leyft Hval 8, skipi með þessum búnaði og áhöfn, nokkurn tíma að veiða hval aftur. Hvað hefðu menn hér sagt, ef Afríkumenn hefðu murkað líftóruna úr fíl með svipuðum hörmungar hætti!? Kvalið hann til dauða á 40 mínutum. Fílar og langreyðar eru sambærileg dýr, spendýr með háþróað vit, skyn og tilfinningar, dýr, sem kenna hvert öðru og læra af hverju öðru, dýr sem lifa saman í þróuðu og skipulegu fjölskyldu- og félagssamfélagi, þar sem væntumþykja og elska ráða, dýr, sem gleðjast, sakna og hryggjast, eins og við, menn, dýr, sem finna fyrir áverka og sársauka, eins og við. Eini munurinn er sá, að annað dýrið er landdýr, hitt sjávardýr. Þessi tímalína eftirlitsmanns, hér að ofan, sýnir líka, að Kristján Loftsson beitti rangfærslum og blekkingum, grófum ósannindum, þegar hann reyndi að útskýra og réttlæta þessar hörmungarveiðar í Kastljósi. Ótrúlegt, að slíkur óheilindamaður skuli vaða hér uppi. Það var margsinnis hægt að skjóta dýrið skoti nr. 2, löngu áður en 32 mínútum eftir fyrsta skot. Við bætist, að algjör óreiða virðist hafa ríkt á skipinu, bæði hvað varðar búnað og vinnubrögð skyttu og áhafnar. Skv. formlegum upplýsingum, skuldbindingu, Hvals hf til MAST, fullyrða þeir, að þeir geti hlaðið skutulbyssu á rúmum 2 mínútum. Þetta tryggi skjóta aflífun skotins og særðs dýrs. Þetta hefur hins vegar aldrei staðizt í reynd, og er hrein blekking. Um hvað á orðið „skrælingjaháttur“ við, ef ekki þetta? Nú í boði Bjarna Benediktssonar og D. Varaformaðurinn dregur heldur ekki af sér í stuðningi. Geta menn, sem leyfa og styðja við hrikalegt dýraníð, heifarlegar misþyrmingar á háþróuðum lifandi verum, þar sem líftóra dýrsins er murkuð úr því á löngum tíma og með heiftarlegu kvalræði, þó að í peningaskyni sé, talizt „góðir menn“, „gott fólk“. Fyrir mér ekki. Ekki öfunda ég það, að þeirra Karma. Höfundur er stofandi og formaður Jarðarvina, félags um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 7. september í fyrra veiddi Hvalur 8 fyrstu langreyðina á þeirri vertíð. Mikið var fjallað um þessar veiðar, en MAST setti tímabundið bann á veiðar skipsins, eftir þær, vegna ótrúlegra glapa, mistaka, alvarlegra brota á lögum og reglum og hryllilegs dýraníðs. MAST taldi megin brotið það, að allt of langur tími hefði liðið milli 1. skots - sem bara særði, þó illilega væri, boraðist inn í höfuð, þar sem bannað er að skjóta, og sprakk þar, án þessa að drepa - og skots nr. 2, sem ekki var framkvæmt fyrr en 28 mínútum eftir skot nr. 1. Dýrið kvaldist auðvitað heiftarlega allan þennan tíma, í hálfa klukkustund, og voru lög um skjóta og sársaukalausa aflífun dýra heiftarlega brotin með þessum hætti. Reyndar drapst dýrið heldur ekki strax, eftir skot nr. 2, og þurfti blessað dýrið að berjast um, í sínu heiftarlega dauðastríði, enn í minnst 6 mínútur, án þessa að skytta hefði nokkra tilburði til að stytta því kvölina með 3. skotinu. Skammar- og hörmungarsaga. Í framhaldi af þessari ljótu atburðarás fullyrti Kristján Loftsson í Kastljósi, að þetta hefði ekki verið neitt mál, spilið hefði bara bilað, sem alltaf gæti gerzt og væri bara eðilegur hlutur - eins og hann bæri enga ábyrgð á tæknibúnaði skipsins eða því, að hann væri í traustu og örugglega nothæfu lagi - og snéri Kristján dæminu upp í það, að starfsmaður Fiskistofu, sem myndaði veiðarnar, hefði blekkt - væntanlega MAST og aðra - með því að beita súmi á upptökuna, þannig, að dýrið hefði virzt nær, en það var, og í góðu skotfæri, sem Kristján fullyrti, að ekki hefði verið. Gaf Kristján til kynna, að dýrið hefði verið allt of langt í burtu, í 100-150m fjarlægð, allan þann tíma, sem skytta beið eftir því að skjóta skoti nr. 2. Ekki hefði verið hægt að hífa dýrið inn vegna bilunarinnar í spili. Það hefði verið megin ástæðan fyrir þessari löngu töf, milli skots 1 og skots 2, og þess hörmulega dauðastríðs, sem dýrið var að ganga í gegnum. Þessar lýsingar og tal Kristjáns fóru allt annað en vel í undirritaðan. Falaðist hann því eftir frumgögnum málsins frá MAST, á grundvelli upplýsingalaga, og varð MAST góðfúslegast við þeirri beiðni. Eitt þeirra gagna, sem MAST lagði okkur í Jarðarvinum til, er svokölluð „Tímalína, myndband af veiðum Hval 8, langreyður 1“. Innihald þessarar upptöku er svona, og hér kemur því rétt mynd og sönn af því, sem gerðist: Atburðarás eftir að dýrið hafði verið skotið 1. skotinu, sem boraðist inn í höfuðið, sem bannað er að skjóta í, særði dýrið illilega, án þess að drepa, í mínútum: 3:30 Dýr er komið aftur með skipi bakborðsmegin 4:27 Púðurhylki komið úr skutulbyssu 5:50 Sést greinilega að lína byrjar að lyftast upp, sem bendir til að dýr sé að kafa/synda út frá bát 6:25 Hvalur sést í nokkurri fjarlægð frá skipi blása, synda og kafa endurtekið í eðlilegri líkamsstöðu. Fjarlægist 7:03 Kallað „byrjið að hífa“ endurtekið 3x til 7:40 7:51 Spurt „hvað er að?“ 8:13 Sést að þrír eða fjórir menn eru að vinna við að endurhlaða skutulbyssu 8:33 Hamar sóttur. Kallað til þeirra „Er þetta helvítis batterí bilað?“. Svar „Nei, nei“. „Það er ekkert batterí“ 9:00 „Strákar við höfum ekki þennan tíma, hvað er í gangi?“ 9:15 Nýtt púðurhylki sett í skutulbyssu? Skotmaður kallar aftur í skip „Byrjið að hífa“. Svarað „Bara rólegir við erum að vinna í þessu“. Skotmaður slær hnefa í handriðið 11:17 Teipað utan um kveikjuþráð 11:37 Skutulbyssa aftur hlaðin og tilbúin, beint fram að sjó (8 mín og 7 sek eftir fyrsta skot) 13:06 Hvalur syndir, kafar og blæs reglulega nær skipi stjórnborðsmegin. Sést hvar 1. skutull situr í haus, utan leyfðs marksvæðis, rétt neðan við blástursop 15:00 Sést að búið er að draga dýrið nálægt skipi. Sést velta sér í kafi 15:51 Búið að draga dýrið alveg að skipi framan við stjórnborðs-meginn (spil enn í lagi, margfaldur tími hefði verið til staðar tilað endurskjóta). Dýrið veltir sér og berst kröftuglega um. Skipverji grípur um höfuð sér 16:06 Dýrið slær sporði kröftuglega í skipið. Línur fljúga upp í loft 16:35 Litlar spiktægjur úr dýrinu sjást fljóta í sjónum. Dýrið kafar undir skip 16:40 Kallað „Stopp“. Spil hægra megin á þili virðist bilað (þá fyrst). Rýkur úr því. Járn slæst til 16:59 Skotmaður horfir aftur á þilfar 17:18 „Slakaðu, slakaðu, bakkaðu út“ 17:36 Skotmaður horfir stöðugt aftur á þilfar, ekki að sjá að hann fylgist með dýri 17:57 Skotmaður fer frá skutulbyssu og kíkir fyrir borð stjórnborðs-megin og horfir svo aftur á þilfar og á í samskiptum við skipverja, kíkir fyrir borð til skiptis sitt hvoru megin og kallar „Hart í bak“ 18:10 „Spilið er örugglega farið“ 18:30 Dýr birtist bakborðsmegin, heldur réttri stöðu, syndir og blæs. Ekki langt frá skipi 18:56 Kallað „X við verðum að binda þau, annars ferð spilið“ 19:01 Dýrið syndir og blæs bakborðsmegin framarlega í átt að stefni 19:12 „Hlífin farin“ 19:15 „Það verður að binda hinu megin líka“ 19:24 Dýrið rétt framan við skip bakborðsmegin, syndir, kafar, blæs. „Náið þið að hífa?“. „Nei“ 19:43 Dýrið ætti endurtekið að hafa verið í góðu skotfæri. Var rétt hjá eða við skip. Syndir svo lengra út 20:05 Skotmaður horfir aftur á þilfar, en ekki á dýrið 20:19 Einhver kallar „Línan verður ónýt, ef við gerum þetta“ 21:28 Dýrið driftar fyrir framan skotmann í stuttu skotfæri. Kafar, syndir, blæs. Skotmaður horfir aftur á þilfar og horfir hvork á né miðar á dýrið 22:15 Einhverjar viðgerðir í gangi (vél). Dýrið í nálægð framan við skip, syndir, kafar, blæs. Skotmaður horfir stöðugt aftur á þilfar, en lítur öðru hvoru á dýrið. Þó ekki til að miða á það 25:33 Skotmaður fórnar höndum 26:52 Dýrið kemur ítrekað upp og blæs þvert fyrir framan skipið, að því er virðist í mjög góðu skotfæri. Skotmaður horfir að mestu aftur á þilfar 30:03 Dýrið nálgast skipið stjórnborðamegin framan til, syndir, kafar, blæs. Skotmaður horfir á dýrið, en tekur ekkert mið 30:27 Dýrið komið fáum metrum frá skipi, syndir fram og til baka fyrir framan skip og til hliðar. Skotmaður byrjar loks að fylgja dýrinu með skutulbyssu. Virðist endurtekið í góðu færi 32:09 Skot 2, 28 mín og 39 sek eftir 1. skot. Dýr kafar/sekkur 32:27 Dýrið kemur upp aftur, heldur stöðu og virðist synda áfram. Heyrist blása 32:51 Púðurhylki tekið úr skutulbyssu 33:19 Dýrið kemur upp aftur, sést ekki skýrt blása, en loft virðist koma úr blástursopi, þegar það fer undir yfrirborð. Slær til sporði 33:49 Nýtt púðurhylki sett í skutulbyssu 33:55 Dýrið enn að synda í réttri stöðu, slær til sporði 35:02 Ekki búið að hlaða skutulbyssu aftur. Dýrið sést enn synda í réttri stöðu, blástur ekki eins greinilegur, virðist draga af dýri 35:10 Slær til sporði, blóð flæðir í sjó 35:20 Skutulbyssa enn ekki hlaðin aftur 35:25 Dýrið heldur enn stöðu og beitir sundhreyfingum, en er orðið hægara, loft virðist streyma upp frá skotstað 2, slær til sporði, er mjög nálægt skipi 36:41 Ekki að sjá að skutull sé gerður klár fyrir nýtt skot, skotmaður að gramsa í dóti. Stendur ekki við byssu 36:57 Dýrið slæt til sporði 37:11 Tveir aðstoðarmenn koma með hluti fyrir skutulbyssu 37:34 Skutulbyssa enn ekki tilbúin, dýrið syndir enn 37:42 Sundhreyfingar breytast í nokkur stutt „lyft“ að framan. Enn þrír menn við að hlaða skutulbyssu 37:52 Trjóna dýrsins kemur nú upp úr sjónum og dýrið fer meira í lóðrétta stöðu og sekkur 38:12 Skutulbyssa virðist enn ekki tilbúin fyrir endurskot, rúmum 6 mín eftir 2. skot 38:36 Trjóna kemur upp og dýrið virðist líflítið/líflaust, hálflóðrétt í sjó, meira á baki. Hreyfingar sjást ekki. TTD 35 mín 38:58 Dýrið tekur að sökkva. Önnur eins vinnubrögð, aðrar eins aðfarir, annað eins dauðastríð, segi ég bara. Hefði ég ráðið hvalveiðimálum hér, hefði ég aldrei leyft Hval 8, skipi með þessum búnaði og áhöfn, nokkurn tíma að veiða hval aftur. Hvað hefðu menn hér sagt, ef Afríkumenn hefðu murkað líftóruna úr fíl með svipuðum hörmungar hætti!? Kvalið hann til dauða á 40 mínutum. Fílar og langreyðar eru sambærileg dýr, spendýr með háþróað vit, skyn og tilfinningar, dýr, sem kenna hvert öðru og læra af hverju öðru, dýr sem lifa saman í þróuðu og skipulegu fjölskyldu- og félagssamfélagi, þar sem væntumþykja og elska ráða, dýr, sem gleðjast, sakna og hryggjast, eins og við, menn, dýr, sem finna fyrir áverka og sársauka, eins og við. Eini munurinn er sá, að annað dýrið er landdýr, hitt sjávardýr. Þessi tímalína eftirlitsmanns, hér að ofan, sýnir líka, að Kristján Loftsson beitti rangfærslum og blekkingum, grófum ósannindum, þegar hann reyndi að útskýra og réttlæta þessar hörmungarveiðar í Kastljósi. Ótrúlegt, að slíkur óheilindamaður skuli vaða hér uppi. Það var margsinnis hægt að skjóta dýrið skoti nr. 2, löngu áður en 32 mínútum eftir fyrsta skot. Við bætist, að algjör óreiða virðist hafa ríkt á skipinu, bæði hvað varðar búnað og vinnubrögð skyttu og áhafnar. Skv. formlegum upplýsingum, skuldbindingu, Hvals hf til MAST, fullyrða þeir, að þeir geti hlaðið skutulbyssu á rúmum 2 mínútum. Þetta tryggi skjóta aflífun skotins og særðs dýrs. Þetta hefur hins vegar aldrei staðizt í reynd, og er hrein blekking. Um hvað á orðið „skrælingjaháttur“ við, ef ekki þetta? Nú í boði Bjarna Benediktssonar og D. Varaformaðurinn dregur heldur ekki af sér í stuðningi. Geta menn, sem leyfa og styðja við hrikalegt dýraníð, heifarlegar misþyrmingar á háþróuðum lifandi verum, þar sem líftóra dýrsins er murkuð úr því á löngum tíma og með heiftarlegu kvalræði, þó að í peningaskyni sé, talizt „góðir menn“, „gott fólk“. Fyrir mér ekki. Ekki öfunda ég það, að þeirra Karma. Höfundur er stofandi og formaður Jarðarvina, félags um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun