Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla Ole Anton Bieltvedt skrifar 21. mars 2025 11:00 Öfund og illgirni, ásamt með sjálfselsku, græðgi og grimmd, mega sennilega teljast meðal verstu eiginda mannskepnunnar. Ónáttúra. En, af henni er nóg, og stundum grasserar hún meir en ella. Kúlmínerar. Oft með fullum stuðningi fjölmiðla. Líka þeirra, sem reknir eru af og á kostnað fólksins í landinu. Líka miðils, sem ætti að gæta sérstakrar varkárni, nærgætni og hlutleysis, jafnvel umfram aðra miðla. Kynna sér sérstaklega viðkvæm persónuleg mál feikivel, áður en vaðið er með þau í fréttir og mannorði, lífshamingju og velferð manneskju stefnt í voða eða lagt í rúst. Líka með neikvæðar bylgjur og áhrif langt út fyrir það. Skyldu fréttamenn RÚV, sem eru á launum hjá almenningi og bera skyldur til hans skv. því, allir hafa tandurhreinan skjöld í sínum einkamálum, frá blautu barnsbeini, eða leynist þar eitthvað, sem betur má hvíla í skugga, eða bak við tjöld? Skyldi nokkur meðal okkar vera allur tandurhreinn með öll sín mál? Ég þekki engan, held ég, sem gæti státað sig af því. Það er með ólíkindum, að RÚV skuli leyfa sér að velta upp og vaða fram með 35 ára einkamál, milli tveggja unglinga, sem enga þýðingu hefur fyrir neinn, nú í dag, nema fyrir þau sjálf og þeirra fjölskyldur, og ekki á því í raun neitt erindi til almennings, þó að ekki væri nema vegna aldurs málsins. Fyrir 35 árum, og þó að skemur væri farið aftur í tímann, lifðum við í öðrum heim. Við, sem þá vorum til, vorum líka öll allt aðrar manneskjur, en við erum nú í dag. Við breytumst eiginlega eitthvað á hverjum einasta degi, þegar við vöknum upp að morgni, er ekki aðeins heimurinn orðinn nýr og annar, heldur við sjálf líka. Ekki veit ég, hvað þeim kvennmanni gekk til, sem sendi uplýsingarnar um Ásthildi Lóu og hennar ástarævintýni fyrir 35 árum til forsætisráðherra á dögunum, en ekki var það neitt gott, og hvað átti forsætisráðherra að varða um það. Ég segi bara svei! Og enn meira og sterkara svei verð ég að segja um og til þeirra fréttamanna RÚV, sem í þetta mál óðu, eins og um stórfrétt væri að ræða, sem varðaði alla landsmenn. Fyrir mér varðaði alls engan, nema þá, sem áttu hlut að máli, um þetta. Hvorki fyrr né síðar. Ef ég man rétt, var Ásthildur Lóa kjörinn þingmaður Suðurkjördæmis með flestum atkvæðum allra þar 30. nóvember sl. Ég hygg, að sú góða kosning hafi byggst á verðleikum Ásthildar og því góða orðspori, sem hún hafi byggt upp með stöfum sínum og framferði síðustu áratugi. Ég hygg, að sú glæsilega kosning og hennar skipan í ráðherramebætti hafi verið makleg. Jafn ómakleg er framkoma þeirrar konu, sem sendi þetta eldgamla einkamál á forsætisráðaherra, og, þá um leið, ómannúðleg og ljót aðkoma RÚV að málinu. Ég var að vona, að ljót meðferð á Þórði Snæ, nú nýlega, hefði dugað öfundar- og illgirnisöflunum í bili, en leitina að ljótu og leiðinlegu, því sem veldur fólki þjáningu og óhamingju, eyðileggur líf, virðist grassera meir og betur en nokkru sinni og aldrei ætla að enda. Hödundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Barnamálaráðherra segir af sér Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Öfund og illgirni, ásamt með sjálfselsku, græðgi og grimmd, mega sennilega teljast meðal verstu eiginda mannskepnunnar. Ónáttúra. En, af henni er nóg, og stundum grasserar hún meir en ella. Kúlmínerar. Oft með fullum stuðningi fjölmiðla. Líka þeirra, sem reknir eru af og á kostnað fólksins í landinu. Líka miðils, sem ætti að gæta sérstakrar varkárni, nærgætni og hlutleysis, jafnvel umfram aðra miðla. Kynna sér sérstaklega viðkvæm persónuleg mál feikivel, áður en vaðið er með þau í fréttir og mannorði, lífshamingju og velferð manneskju stefnt í voða eða lagt í rúst. Líka með neikvæðar bylgjur og áhrif langt út fyrir það. Skyldu fréttamenn RÚV, sem eru á launum hjá almenningi og bera skyldur til hans skv. því, allir hafa tandurhreinan skjöld í sínum einkamálum, frá blautu barnsbeini, eða leynist þar eitthvað, sem betur má hvíla í skugga, eða bak við tjöld? Skyldi nokkur meðal okkar vera allur tandurhreinn með öll sín mál? Ég þekki engan, held ég, sem gæti státað sig af því. Það er með ólíkindum, að RÚV skuli leyfa sér að velta upp og vaða fram með 35 ára einkamál, milli tveggja unglinga, sem enga þýðingu hefur fyrir neinn, nú í dag, nema fyrir þau sjálf og þeirra fjölskyldur, og ekki á því í raun neitt erindi til almennings, þó að ekki væri nema vegna aldurs málsins. Fyrir 35 árum, og þó að skemur væri farið aftur í tímann, lifðum við í öðrum heim. Við, sem þá vorum til, vorum líka öll allt aðrar manneskjur, en við erum nú í dag. Við breytumst eiginlega eitthvað á hverjum einasta degi, þegar við vöknum upp að morgni, er ekki aðeins heimurinn orðinn nýr og annar, heldur við sjálf líka. Ekki veit ég, hvað þeim kvennmanni gekk til, sem sendi uplýsingarnar um Ásthildi Lóu og hennar ástarævintýni fyrir 35 árum til forsætisráðherra á dögunum, en ekki var það neitt gott, og hvað átti forsætisráðherra að varða um það. Ég segi bara svei! Og enn meira og sterkara svei verð ég að segja um og til þeirra fréttamanna RÚV, sem í þetta mál óðu, eins og um stórfrétt væri að ræða, sem varðaði alla landsmenn. Fyrir mér varðaði alls engan, nema þá, sem áttu hlut að máli, um þetta. Hvorki fyrr né síðar. Ef ég man rétt, var Ásthildur Lóa kjörinn þingmaður Suðurkjördæmis með flestum atkvæðum allra þar 30. nóvember sl. Ég hygg, að sú góða kosning hafi byggst á verðleikum Ásthildar og því góða orðspori, sem hún hafi byggt upp með stöfum sínum og framferði síðustu áratugi. Ég hygg, að sú glæsilega kosning og hennar skipan í ráðherramebætti hafi verið makleg. Jafn ómakleg er framkoma þeirrar konu, sem sendi þetta eldgamla einkamál á forsætisráðaherra, og, þá um leið, ómannúðleg og ljót aðkoma RÚV að málinu. Ég var að vona, að ljót meðferð á Þórði Snæ, nú nýlega, hefði dugað öfundar- og illgirnisöflunum í bili, en leitina að ljótu og leiðinlegu, því sem veldur fólki þjáningu og óhamingju, eyðileggur líf, virðist grassera meir og betur en nokkru sinni og aldrei ætla að enda. Hödundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar