Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar 20. janúar 2025 06:00 Flesir hafa upplifað það, að, ef fara á í einhver mál, sem þýðingarmikil eru, skiptir það oft höfuðmáli, að tímasetning sé rétt. Röng tímasetning getur spillt máli og komið í veg fyrir, að aðstefndur árangur náist, á sama hátt og rétt tímasetning getur tryggt árangurinn. Gamalt og gott máltæki, „Hamra skal járnið meðan það er heitt“, vísar nokkuð til þessarar staðreyndar. Afstaða okkar til samningaumleitana við ESB Á dögunum var frétt hér á Vísi með fyrirsögninni „Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarvirðræður“. Var þar verið að fjalla um skoðanakönnun, sem Prósent framkvæmdi í seinni hluta desember/um áramót um afstöðu manna til framhaldsviðræðna við ESB um mögulega aðild Íslands. Af þeim, sem spurðir voru, voru 58% hlynntir atkvæðagreiðslu um framhaldsviðræður - enda hér litlu eða engu að tapa, óskuldbindandi samningaumleitanir auðvitað áhættulausar - 27% voru andvíg atkvæðagreiðslu um framhaldssamninga, hver svo sem skýringin kann að vera á því, hverju væri þar að tapa – og 15% höfðu ekki tekið afstöðu til málsins. Þetta þýðir, að af þeim sem höfðu skoðun á málinu, töldu 68% sjálfsagt að fara í framhaldsviðræður, leita endanlegra samninga við ESB um aðild, án fyrirfram skuldbindingar, og fá þannig endanlega mynd á, hver aðildarkjör og aðildarskilmálar okkur byðust, þá ekki sízt í sjávarúrvegs- og landbúnaðarmálum. Vilji mikils meirihluta þjóðarinnar til að fá skýrleika í þetta mikilvæga mál liggur því fyrir, og er ekki minnsta ástæða til að draga það í tíma að láta á atkvæðagreiðslu reyna! En hver er afstaða ESB-ríkjanna 27? Þetta er staða mál hér á Íslandi, en hin spurningin er, hver er staða gagnaðila okkar, ESB-ríkjanna 27, til framhaldsviðræðna. Í þessu samningamáli þarf auðvitað tvo til. Nýr utanríkisráðherra, Þorgerður Katrín, fékk það staðfest í Brussel á dögunum, að ESB lítur á þær aðildarviðræður, sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hóf sumarið 2010, sem virkar og gildar, þrátt fyrir bréf Gunnars Braga, þá utanríkisráðherra í stjórn Simundar Davíðs, frá 12. marz 2015, um að sú ríkisstjórn vildi slíta viðræðum. Svo loðið og óljóst var þetta bréf. Formlaust og löglaust. Að þessu leytinu til, eru mögulegar framhaldsviðræður milli Íslands og ESB því opið mál, en, hvað með aðrar hliðar málsins hjá ESB? Engin ný ESB-aðildarríki í 12 ár - Hversu traust er umsóknin - Öll aðildarríkin 27 þurfa að samþykkja ESB hefur ekki tekið inn neitt nýtt aðildarríki frá því 2013, þá var Króatía tekin inn, þrátt fyrir að 9-10 aðildarumsóknir liggi fyrir, sú elzta, umsókn Tyrklands, frá 1987, þar sem ýms aðildarríki vilja tryggja betri samstöðu og samvinnu þeirra ríkja, sem fyrir eru, um ýms grundvallarmál, eins og flóttamannamálin, skiptingu flóttamanna og allt það flókna regluverk, svo og um fyrirkomulag varna ytri landamæra ESB og margt fleira, áður en lengra er haldið með stækkun ríkjasambandsins, upptöku nýrra aðildarríkja. 9-10 umsóknarríki þýðir líka, að mikið álag er á stækkunardeild sambandsins og ekki hægt að vinna þar að öllum málum í einu. Þar verður því að forgangsraða. Hvaða nýtt aðildarríki félli vel að ríkjasambandinu, við hvaða aðildarríki mætti semja með uppbyggilegum, traustum og árangursríkum hætti? Hér vaknar auðvitað sú spurning, hversu traust, heil og viðvarandi hver og ein umsókn er, hér möguleg framhaldsumsókn Íslands. Inn í þessar spurningar spilar svo sú staðreynd, að, eins og í öllum stærri málefnum ESB, verða öll aðildarríkin 27 að samþykkja, ef framgangur á að verða í málinu. Myndi ESB geta treyst því, að framhaldsumsókn Íslands væri traust og varanleg? Þetta hlýtur að vera grunnspurning af hálfu ESB-ríkjanna 27. Ef ekki, til hvers þá að vera að fara í framhaldssamninga, sem þá mögulega myndu enda eins og síðast; fokkast upp af nýrri ríkisstjórn. Það er því augljóslega grundvallaratriði fyrir ESB, hrein forsenda mögulegra framhaldssamninga, að þeir geti farið fram, og, að unnt verði að ljúka þeim, við þessa nýju ríkisstjórn, sem nú situr. Sá tímarammi er auðvitað í lengstu lög 2025-2028 árslok. 4 ár. Ætla má, að framhaldssamningar taki 2-3 ár, og, svo mögulegt þjóðaratkvæði um þá og formlegir aðildarsamningar 1 ár. Alls 3-4 ár til að tryggja mögulega aðild. Þetta þýðir auðvitað, að engan tíma má missa. Getur ríkisstjórnin staðið saman í málinu - Er á Flokk Fólksins að treysta? Fyrsta stigið er samstaða um atkvæðagreiðslu um framhaldssamninga. Skv. skoðanakönnun Prósents styðja 84% kjósenda Samfylkingarinnar (6% á móti), 79% kjósenda Viðreisnar (7% á móti) og 51% Flokks fólksins (26% á móti) það, að farið verði í þjóðaratkvæði um framhaldssamninga. Slík kosning og slíkt skref ætti því að vera vel tryggt. Varðandi afstöðu til mögulegs þjóðaratkvæðis um aðild, að loknum samningaviðræðum, þegar samningsdrög lægju fyrir, þá veit enginn nú, hverjar samningsniðurstöður endanlega verða, og er því ekki hægt mikið að tala um endanlega afstöðu til aðildar nú. ESB ætti þó að vera ljóst, á grundvelli ofangreindrar afstöðu til framhaldsviðræðan, að það gæri verið ómaksins vert, að framhalda og ljúka viðræðum við Ísland, svo fremi sem tímaramminn fyrir það væri innan valdatíma þessarar ríkistjórnar. – Ef framhaldsviðræður hæfust hins vegar fyrst 2027, væru þær tilgangslaus tímasóun, því ljóst væri, að ekki yrði hægt að ljúka þeim 2028, þannig, að algjör óvissa væri um, hver færi með samningana, fyrir Íslands hönd, frá janúar 2029. Gætu það allt eins verið svipuð öfl og þau, sem fokkuðu upp samningunum 2015. Um hvað er að semja? Hægri öfgaöflin hér, þjóðernis- og þröngsýnisöflin, Heimssýnarmenn, Davíð Oddsson, Hjörtur J. Guðmundsson og aðrir slíkir, líka Björn Bjarnason f.v. ráðherra, halda því stöðugt fram, að engan veginn sé hægt að semja við ESB um sérkjör eða sérlausnir. Á þessum grundvelli eru þeir að reyna að koma í veg fyrir framhaldssamninga og þjóðaratkvæði um þá. En þetta er alrangt. Hér er um rangfærslur og ósannindi að ræða. Flestir, sem eitthvað um málið vita, líka flestir úrtölumanna, vita það. Vantar því heilindi í málflutning þessara manna. Undanþágur og sérlausnir hafa meira að segja sína eigin nafngift. Þær eru kallaðar „Opting outs“. Bezta dæmið um undanþágur og sérlausnir eru frændur okkar, Danir. Þegar Europa-Magazin birtu frétt af því, að Danir hefðu gengið í ESB skrifuðu þeir um samninginn: „ESB aðild Dana er eins og svissneskur ostur. Allur í götum“. Danir fengu nánast hverju því framgengt, sem þeir vildu. Þeir vildu ekki Evruna beint, heldur dulbúna, þeir vildu ekki taka þátt í varnar- eða hernaðarstarfssemi ESB, þó að það hafi svo breytzt, þeir vildu ekki taka þátt í dómsmálasamvinnunni og innri öryggismálum ESB, þeir fengu því líka framgengt, að Færeyjar og Grænland væri ekki með í aðildinni o.s.frv. Finnar og Svíar sömdu um sérlausnir fyrir þeirra landbúnað, en hann hefur síðan verið kallaður „norðurslóðalandbúnaður“ til aðgreiningar frá öðrum ESB-landbúnaði. Malta, lítið eyríki eins og við, er þó allra bezta og sambærilegasta dæmið: Hún fékk fjölmargar sérlausnir við inngöngu í ESB. Héldu einir yfirráðum yfir sinni fiskveiðilögsögu (25 mílur í stað 12), takmörkun á kaupum annarra ESB-íbúa á fasteignum á Malta, fóstureyðingar fengust áfram bannaðar á Möltu, Malta var skilgreind sem harðbýlt land, sem tryggði ákveðin sérréttindi, og eyjunni Gozo voru áfram tryggð þau sérstöku réttindi, að hún væri „fríríki“, þar sem vöru mætti selja án virðisaukaskatts. Hér má líka nefna, að Pólland fékk undanþágu frá að taka upp regluverk ESB um grunn mannréttindi (EU Charter of Fundamental Rights), Svíþjóð tók sér undanþágu frá upptöku Evru og Írland fékk mikið sömu sérlausnir og Danir. Í september 2008 fór héðan svokölluð 12 manna Evrópunefnd forsætisráðuneytisins til Brussel til fundar við Olli Rehn, þá kommissar stækkunarmála, o.fl. ráðamenn. Í skýrslunni, sem gerð var um þessa för og fundahöld, segir m.a. „Viðmælendur nefndarinnar töldu líkur á, að Ísland gæti náð fram sérlausnum í fiskveiðistjórnun. Íslendingar hafi sérþekkingu á sviðinu og geti sýnt fram á árangur við verndun fiskistofna, stjórnun veiða og sjálfbæra þróun“. Á 38. landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2009, var ítarlega fjallað um mögulega aðild Íslands að ESB og upptöku Evru. Var um þetta gerð ítarleg skýrsla. Á bls. 14-15 er fjallað um „Samningsmarkmið varðandi aðildarviðræður við ESB“. Eru þar listuð upp þau 7 helztu mál, sem Ísland stefndi á sérlausnir fyrir: Aðlögunartíma fyrir úrvinnsluiðnað landbúnaðarins, nýtingu vatns- og jarðhitaauðlinda, loftslagsmál, vörn íslenzks velferðarkerfis, viðurkenningu á byggðavanda, Norðurslóða-landbúnaður gildi, trygging sögulegra réttinda Íslendinga til veiða innan 200 mílna. Skyldi Sjálfstæðisflokkurinn ekki hafa vitað, hvað hann var að fjalla um og stefna á!? Voru samningamarkið Sjálfstæðisflokksins bara loftbóla? Niðurstaða Ríkisstjórnin verður að fara í það strax, að undirbúa þjóðaratkvæði um framhaldsviðræður, þannig, að þær geti farið fram í 3. ársfjórðungi í ár, og, ef vilji til þeirra verður staðfestur, geti framhaldið byrjað í 4. ársfjórðungi í ár. Hér er engum tíma að tapa. Höfundur er samfélagsrýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Evrópusambandið Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Flesir hafa upplifað það, að, ef fara á í einhver mál, sem þýðingarmikil eru, skiptir það oft höfuðmáli, að tímasetning sé rétt. Röng tímasetning getur spillt máli og komið í veg fyrir, að aðstefndur árangur náist, á sama hátt og rétt tímasetning getur tryggt árangurinn. Gamalt og gott máltæki, „Hamra skal járnið meðan það er heitt“, vísar nokkuð til þessarar staðreyndar. Afstaða okkar til samningaumleitana við ESB Á dögunum var frétt hér á Vísi með fyrirsögninni „Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarvirðræður“. Var þar verið að fjalla um skoðanakönnun, sem Prósent framkvæmdi í seinni hluta desember/um áramót um afstöðu manna til framhaldsviðræðna við ESB um mögulega aðild Íslands. Af þeim, sem spurðir voru, voru 58% hlynntir atkvæðagreiðslu um framhaldsviðræður - enda hér litlu eða engu að tapa, óskuldbindandi samningaumleitanir auðvitað áhættulausar - 27% voru andvíg atkvæðagreiðslu um framhaldssamninga, hver svo sem skýringin kann að vera á því, hverju væri þar að tapa – og 15% höfðu ekki tekið afstöðu til málsins. Þetta þýðir, að af þeim sem höfðu skoðun á málinu, töldu 68% sjálfsagt að fara í framhaldsviðræður, leita endanlegra samninga við ESB um aðild, án fyrirfram skuldbindingar, og fá þannig endanlega mynd á, hver aðildarkjör og aðildarskilmálar okkur byðust, þá ekki sízt í sjávarúrvegs- og landbúnaðarmálum. Vilji mikils meirihluta þjóðarinnar til að fá skýrleika í þetta mikilvæga mál liggur því fyrir, og er ekki minnsta ástæða til að draga það í tíma að láta á atkvæðagreiðslu reyna! En hver er afstaða ESB-ríkjanna 27? Þetta er staða mál hér á Íslandi, en hin spurningin er, hver er staða gagnaðila okkar, ESB-ríkjanna 27, til framhaldsviðræðna. Í þessu samningamáli þarf auðvitað tvo til. Nýr utanríkisráðherra, Þorgerður Katrín, fékk það staðfest í Brussel á dögunum, að ESB lítur á þær aðildarviðræður, sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hóf sumarið 2010, sem virkar og gildar, þrátt fyrir bréf Gunnars Braga, þá utanríkisráðherra í stjórn Simundar Davíðs, frá 12. marz 2015, um að sú ríkisstjórn vildi slíta viðræðum. Svo loðið og óljóst var þetta bréf. Formlaust og löglaust. Að þessu leytinu til, eru mögulegar framhaldsviðræður milli Íslands og ESB því opið mál, en, hvað með aðrar hliðar málsins hjá ESB? Engin ný ESB-aðildarríki í 12 ár - Hversu traust er umsóknin - Öll aðildarríkin 27 þurfa að samþykkja ESB hefur ekki tekið inn neitt nýtt aðildarríki frá því 2013, þá var Króatía tekin inn, þrátt fyrir að 9-10 aðildarumsóknir liggi fyrir, sú elzta, umsókn Tyrklands, frá 1987, þar sem ýms aðildarríki vilja tryggja betri samstöðu og samvinnu þeirra ríkja, sem fyrir eru, um ýms grundvallarmál, eins og flóttamannamálin, skiptingu flóttamanna og allt það flókna regluverk, svo og um fyrirkomulag varna ytri landamæra ESB og margt fleira, áður en lengra er haldið með stækkun ríkjasambandsins, upptöku nýrra aðildarríkja. 9-10 umsóknarríki þýðir líka, að mikið álag er á stækkunardeild sambandsins og ekki hægt að vinna þar að öllum málum í einu. Þar verður því að forgangsraða. Hvaða nýtt aðildarríki félli vel að ríkjasambandinu, við hvaða aðildarríki mætti semja með uppbyggilegum, traustum og árangursríkum hætti? Hér vaknar auðvitað sú spurning, hversu traust, heil og viðvarandi hver og ein umsókn er, hér möguleg framhaldsumsókn Íslands. Inn í þessar spurningar spilar svo sú staðreynd, að, eins og í öllum stærri málefnum ESB, verða öll aðildarríkin 27 að samþykkja, ef framgangur á að verða í málinu. Myndi ESB geta treyst því, að framhaldsumsókn Íslands væri traust og varanleg? Þetta hlýtur að vera grunnspurning af hálfu ESB-ríkjanna 27. Ef ekki, til hvers þá að vera að fara í framhaldssamninga, sem þá mögulega myndu enda eins og síðast; fokkast upp af nýrri ríkisstjórn. Það er því augljóslega grundvallaratriði fyrir ESB, hrein forsenda mögulegra framhaldssamninga, að þeir geti farið fram, og, að unnt verði að ljúka þeim, við þessa nýju ríkisstjórn, sem nú situr. Sá tímarammi er auðvitað í lengstu lög 2025-2028 árslok. 4 ár. Ætla má, að framhaldssamningar taki 2-3 ár, og, svo mögulegt þjóðaratkvæði um þá og formlegir aðildarsamningar 1 ár. Alls 3-4 ár til að tryggja mögulega aðild. Þetta þýðir auðvitað, að engan tíma má missa. Getur ríkisstjórnin staðið saman í málinu - Er á Flokk Fólksins að treysta? Fyrsta stigið er samstaða um atkvæðagreiðslu um framhaldssamninga. Skv. skoðanakönnun Prósents styðja 84% kjósenda Samfylkingarinnar (6% á móti), 79% kjósenda Viðreisnar (7% á móti) og 51% Flokks fólksins (26% á móti) það, að farið verði í þjóðaratkvæði um framhaldssamninga. Slík kosning og slíkt skref ætti því að vera vel tryggt. Varðandi afstöðu til mögulegs þjóðaratkvæðis um aðild, að loknum samningaviðræðum, þegar samningsdrög lægju fyrir, þá veit enginn nú, hverjar samningsniðurstöður endanlega verða, og er því ekki hægt mikið að tala um endanlega afstöðu til aðildar nú. ESB ætti þó að vera ljóst, á grundvelli ofangreindrar afstöðu til framhaldsviðræðan, að það gæri verið ómaksins vert, að framhalda og ljúka viðræðum við Ísland, svo fremi sem tímaramminn fyrir það væri innan valdatíma þessarar ríkistjórnar. – Ef framhaldsviðræður hæfust hins vegar fyrst 2027, væru þær tilgangslaus tímasóun, því ljóst væri, að ekki yrði hægt að ljúka þeim 2028, þannig, að algjör óvissa væri um, hver færi með samningana, fyrir Íslands hönd, frá janúar 2029. Gætu það allt eins verið svipuð öfl og þau, sem fokkuðu upp samningunum 2015. Um hvað er að semja? Hægri öfgaöflin hér, þjóðernis- og þröngsýnisöflin, Heimssýnarmenn, Davíð Oddsson, Hjörtur J. Guðmundsson og aðrir slíkir, líka Björn Bjarnason f.v. ráðherra, halda því stöðugt fram, að engan veginn sé hægt að semja við ESB um sérkjör eða sérlausnir. Á þessum grundvelli eru þeir að reyna að koma í veg fyrir framhaldssamninga og þjóðaratkvæði um þá. En þetta er alrangt. Hér er um rangfærslur og ósannindi að ræða. Flestir, sem eitthvað um málið vita, líka flestir úrtölumanna, vita það. Vantar því heilindi í málflutning þessara manna. Undanþágur og sérlausnir hafa meira að segja sína eigin nafngift. Þær eru kallaðar „Opting outs“. Bezta dæmið um undanþágur og sérlausnir eru frændur okkar, Danir. Þegar Europa-Magazin birtu frétt af því, að Danir hefðu gengið í ESB skrifuðu þeir um samninginn: „ESB aðild Dana er eins og svissneskur ostur. Allur í götum“. Danir fengu nánast hverju því framgengt, sem þeir vildu. Þeir vildu ekki Evruna beint, heldur dulbúna, þeir vildu ekki taka þátt í varnar- eða hernaðarstarfssemi ESB, þó að það hafi svo breytzt, þeir vildu ekki taka þátt í dómsmálasamvinnunni og innri öryggismálum ESB, þeir fengu því líka framgengt, að Færeyjar og Grænland væri ekki með í aðildinni o.s.frv. Finnar og Svíar sömdu um sérlausnir fyrir þeirra landbúnað, en hann hefur síðan verið kallaður „norðurslóðalandbúnaður“ til aðgreiningar frá öðrum ESB-landbúnaði. Malta, lítið eyríki eins og við, er þó allra bezta og sambærilegasta dæmið: Hún fékk fjölmargar sérlausnir við inngöngu í ESB. Héldu einir yfirráðum yfir sinni fiskveiðilögsögu (25 mílur í stað 12), takmörkun á kaupum annarra ESB-íbúa á fasteignum á Malta, fóstureyðingar fengust áfram bannaðar á Möltu, Malta var skilgreind sem harðbýlt land, sem tryggði ákveðin sérréttindi, og eyjunni Gozo voru áfram tryggð þau sérstöku réttindi, að hún væri „fríríki“, þar sem vöru mætti selja án virðisaukaskatts. Hér má líka nefna, að Pólland fékk undanþágu frá að taka upp regluverk ESB um grunn mannréttindi (EU Charter of Fundamental Rights), Svíþjóð tók sér undanþágu frá upptöku Evru og Írland fékk mikið sömu sérlausnir og Danir. Í september 2008 fór héðan svokölluð 12 manna Evrópunefnd forsætisráðuneytisins til Brussel til fundar við Olli Rehn, þá kommissar stækkunarmála, o.fl. ráðamenn. Í skýrslunni, sem gerð var um þessa för og fundahöld, segir m.a. „Viðmælendur nefndarinnar töldu líkur á, að Ísland gæti náð fram sérlausnum í fiskveiðistjórnun. Íslendingar hafi sérþekkingu á sviðinu og geti sýnt fram á árangur við verndun fiskistofna, stjórnun veiða og sjálfbæra þróun“. Á 38. landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2009, var ítarlega fjallað um mögulega aðild Íslands að ESB og upptöku Evru. Var um þetta gerð ítarleg skýrsla. Á bls. 14-15 er fjallað um „Samningsmarkmið varðandi aðildarviðræður við ESB“. Eru þar listuð upp þau 7 helztu mál, sem Ísland stefndi á sérlausnir fyrir: Aðlögunartíma fyrir úrvinnsluiðnað landbúnaðarins, nýtingu vatns- og jarðhitaauðlinda, loftslagsmál, vörn íslenzks velferðarkerfis, viðurkenningu á byggðavanda, Norðurslóða-landbúnaður gildi, trygging sögulegra réttinda Íslendinga til veiða innan 200 mílna. Skyldi Sjálfstæðisflokkurinn ekki hafa vitað, hvað hann var að fjalla um og stefna á!? Voru samningamarkið Sjálfstæðisflokksins bara loftbóla? Niðurstaða Ríkisstjórnin verður að fara í það strax, að undirbúa þjóðaratkvæði um framhaldsviðræður, þannig, að þær geti farið fram í 3. ársfjórðungi í ár, og, ef vilji til þeirra verður staðfestur, geti framhaldið byrjað í 4. ársfjórðungi í ár. Hér er engum tíma að tapa. Höfundur er samfélagsrýnir.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun