Danski boltinn

Fréttamynd

Þjálfari FCK orðaður við Ajax

Jacob Neestrup, þjálfari FC Kaupmannahafnar, hefur verið orðaður við Ajax en lítið sem ekkert hefur gengið hjá hollenska stórveldinu það sem af er leiktíð. Nicolai Boilesen, leikmaður FCK, lék áður með Ajax og segir liðið í raun þurfa á þjálfara eins og Neestrup að halda.

Fótbolti
Fréttamynd

Til­finningarnar lagðar til hliðar er hann upp­lifði drauminn

Íslenski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Orri Óskarsson, hefur átt afar góðu gengi að fagna undanfarið með félagsliði sínu FC Kaupmannahöfn sem gerði sér meðal annars lítið fyrir og lagði Manchester United að velli í Meistaradeild Evrópu á dögunum. Orri er hluti af íslenska landsliðinu sem mætir Slóvakíu og Portúgal í tveimur mikilvægum leikjum á komandi dögum. Orri segir liðið þurfa að setja kassann út, leggja allt í sölurnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Jón Dagur lagði upp í grát­legu tapi

Jón Dagur Þorsteinsson kom inn af bekknum hjá OH Leuven og lagði upp það sem virtist jöfnunarmark liðsins gegn Genk á útivelli í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, lokatölur 3-1. Þá eru Sverrir Ingi Ingason og félagar í Midtjylland í harðri titilbaráttu í Danmörku.

Fótbolti
Fréttamynd

Daníel Leó á skotskónum þökk sé Kristali Mána

Fjöldi íslenskra knattspyrnumanna var á ferð og flugi í Evrópu í kvöld. Íslendingalið Sönderjyske stefnir á dönsku úrvalsdeildina. Þá virðist Rúnar Þór Sigurgeirsson vera í góðum málum hjá Willem II í Hollandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Orri Steinn full­komnaði frá­bæran leik FCK

Danmerkurmeistarar FC Kaupmannahafnar tóku á móti nýliðum og botniliði dönsku úrvalsdeildarinnar Hvidovre á Parken í dag. Það var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi en FCK vann sannfærandi 4-0 sigur þar sem Orri Steinn Óskarsson skoraði fjórða markið.

Fótbolti
Fréttamynd

Fær góð ráð frá pabba: „Maður er bara alltaf að reyna passa í sporin“

Einar Þor­steinn Ólafs­son er að feta sín fyrstu skref í at­vinnu­mennskunni í hand­bolta. Hann er á sínu öðru tíma­bili með danska úr­vals­deildar­fé­laginu Fredericia og spilar þar undir stjórn Guð­mundar Guð­munds­sonar. Þá nýtur hann leið­sagnar frá föður sínum, sem er öllum hnútum kunnugur í þessum efnum.

Handbolti
Fréttamynd

Einar þakk­látur Guð­mundi: „Hefur kennt mér svo mikið“

Einar Þor­steinn Ólafs­son er að upp­lifa draum sinn sem at­vinnu­maður í hand­bolta. Hann er leik­maður bronsliðs Fredericia í Dan­mörku og spilar þar undir stjórn Guð­mundar Guð­munds­sonar. Þá gæti hann í næsta mánuði spilað sína fyrstu A-lands­leiki fyrir Ís­lands hönd.

Handbolti