„Ég þarf bara að vinna mér inn sæti og það eru stór nöfn í þessu liði“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. júlí 2024 10:00 Guðmundur var leikmaður Hauka hér á landi og eitt tímabil á láni hjá Aftureldingu. vísir / vilhelm Guðmundur Bragi Ástþórsson hefur kvatt uppeldisfélag sitt, Hauka, og heldur nú í dönsku úrvalsdeildina í handbolta. Hann segir langþráðan draum að rætast og ætlar að berjast fyrir sæti í byrjunarliðinu innan gríðarsterks leikmannahóps. Guðmundur var einn besti leikmaður Olís-deildarinnar í liði Hauka á síðasta tímabili. Nú er langþráður draumur um atvinnumennsku að rætast og hann hefur samið við Bjerringbro/Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni. „Þetta var alltaf stefnan síðan ég var lítill. Komast í atvinnumennsku og taka næsta skrefið. Ég er bara ánægður að þetta er loksins komið í gegn og glaður að vera kominn. Ég var búinn að vera í viðræðum við önnur lið en svo leist mér best á þennan möguleika.“ Nýr þjálfari og liðið stefnir lengra Hjá danska félaginu bíður hans spennandi verkefni. Nýr þjálfari, Simon Sörensen, tók við í vor og mun stýra ógnarsterku liðinu á næsta tímabili. „Ég talaði við þjálfarann og strákana hérna, þeir voru mjög ósáttir að gera ekki betur á síðasta tímabili. Þeir duttu út á riðlastigi í Evrópukeppni og svo langar þeim að gera betur í deildinni, bæði að enda ofar og komast lengra í úrslitum, minnsta lagi undanúrslit töluðu þeir um.“ Hörð samkeppni Samkeppnin er mikil fyrir Guðmund hjá liði Bjerringbro-Silkeborg sem hefur að geyma leikmenn á borð við Rasmus Lauge, Morten Olsen, René Toft og Nikolaj Øris. „Ég veit það nú ekki. Kannski ekki [byrjunarliðsmaður] til að byrja með. Ég þarf bara að vinna mér inn sæti og það eru stór nöfn í þessu liði.“ Gat leitað góðra ráða Guðmundur var eins og áður segir í viðræðum við fleiri félög en Bjerringbro-Silkeborg varð fyrir valinu. Hann gat leitað góðra ráða og fengið allar helstu upplýsingar hjá Þráni Orra, liðsfélaga hans hjá Haukum sem spilaði með danska félaginu fyrir fjórum árum. „Við erum búnir að vera liðsfélagar síðan hann kom heim þaðan og góðir vinir. Ég talaði aðeins við hann um þetta og hann sagði að þetta væri bara flottur staður og gott lið. Svo ætlaði ég að tala betur við hann um hvar er best að finna íbúð og svona, ég á ennþá eftir að græja það, en Þráinn kom bara með góð meðmæli.“ Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Handbolti Danski boltinn Haukar Olís-deild karla Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira
Guðmundur var einn besti leikmaður Olís-deildarinnar í liði Hauka á síðasta tímabili. Nú er langþráður draumur um atvinnumennsku að rætast og hann hefur samið við Bjerringbro/Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni. „Þetta var alltaf stefnan síðan ég var lítill. Komast í atvinnumennsku og taka næsta skrefið. Ég er bara ánægður að þetta er loksins komið í gegn og glaður að vera kominn. Ég var búinn að vera í viðræðum við önnur lið en svo leist mér best á þennan möguleika.“ Nýr þjálfari og liðið stefnir lengra Hjá danska félaginu bíður hans spennandi verkefni. Nýr þjálfari, Simon Sörensen, tók við í vor og mun stýra ógnarsterku liðinu á næsta tímabili. „Ég talaði við þjálfarann og strákana hérna, þeir voru mjög ósáttir að gera ekki betur á síðasta tímabili. Þeir duttu út á riðlastigi í Evrópukeppni og svo langar þeim að gera betur í deildinni, bæði að enda ofar og komast lengra í úrslitum, minnsta lagi undanúrslit töluðu þeir um.“ Hörð samkeppni Samkeppnin er mikil fyrir Guðmund hjá liði Bjerringbro-Silkeborg sem hefur að geyma leikmenn á borð við Rasmus Lauge, Morten Olsen, René Toft og Nikolaj Øris. „Ég veit það nú ekki. Kannski ekki [byrjunarliðsmaður] til að byrja með. Ég þarf bara að vinna mér inn sæti og það eru stór nöfn í þessu liði.“ Gat leitað góðra ráða Guðmundur var eins og áður segir í viðræðum við fleiri félög en Bjerringbro-Silkeborg varð fyrir valinu. Hann gat leitað góðra ráða og fengið allar helstu upplýsingar hjá Þráni Orra, liðsfélaga hans hjá Haukum sem spilaði með danska félaginu fyrir fjórum árum. „Við erum búnir að vera liðsfélagar síðan hann kom heim þaðan og góðir vinir. Ég talaði aðeins við hann um þetta og hann sagði að þetta væri bara flottur staður og gott lið. Svo ætlaði ég að tala betur við hann um hvar er best að finna íbúð og svona, ég á ennþá eftir að græja það, en Þráinn kom bara með góð meðmæli.“ Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Handbolti Danski boltinn Haukar Olís-deild karla Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira