Fótbolti

Orri Steinn mögu­lega al­var­lega meiddur

Siggeir Ævarsson skrifar
Orri Steinn fagnar marki
Orri Steinn fagnar marki FCK

Orri Steinn Óskarsson var allt í öllu í dag þegar FCK vann 0-2 útisigur á Sønderjyske. Hann skoraði fyrra mark liðsins og lagði það seinna óbeint upp en fór svo meiddur af velli undir lok leiksins.

Seinna mark FCK kom eftir að Orri skaut í stöng en boltinn barst þaðan til Mohamed Elyounoussi sem skoraði. Þá voru tvö mörk dæmd af Orra í dag vegna rangstöðu. Alls voru þrjú rangstöðumörk dæmd af liðinu í dag.

Orri fór svo meiddur af velli undir lok leiks en hann hafði fyrr í leiknum lent í harkalegu samstuði við markmann Sønderjyske sem fór meiddur af velli skömmu síðar.

Undir lok leiksins var Orri að teygja sig eftir sendingu og lenti illa á hnénu. Atvikið leit ekki vel út við fyrstu sýn en Orri gat ekki gengið óstuddur af velli.

Orri Steinn var ekki eini Íslendingurinn í eldlínunni í þessum leik en þeir Atli Barkarson og Kristall Máni Ingason voru báðir í byrjunarliði Sønderjyske. Kristall Máni fór af velli fyrir hálfleik og virtist einnig hafa orðið fyrir einhverju hnjaski.

Uppfært 22:00 - Eftir leik kom í ljós að meiðsli Orra Steins eru að öllum líkindum ekki jafn alvarleg og útlit var fyrir í fyrstu:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×