Fjalla um níu milljarða króna Íslendinginn Sindri Sverrisson skrifar 14. ágúst 2024 22:31 Fram kemur í grein Daily Mail að Orri Steinn Óskarsson hafi verið hærra skrifaður en Rasmus Höjlund hjá danska félaginu FC Kaupmannahöfn, þegar báðir voru þar. Getty/Ulrik Pedersen Farið er fögrum orðum um íslenska landsliðsframherjann Orra Stein Óskarsson í grein Daily Mail í kvöld þar sem rýnt er í nokkrar af stærstu vonarstjörnum fótboltans í dag. Orri er í hópi tólf leikmanna sem að Tom Collomosse hjá Daily Mail fjallar sérstaklega um og segir að séu nú þegar í sigti ensku úrvalsdeildarfélaganna. Hann bendir á að FC Kaupmannahöfn hafi þegar hafnað tilboðum í Orra, upp á um 15 milljónir punda eða 2,7 milljarða króna, og vilji fá meira. Félagið hafi raunar metið Orra meira virði en Rasmus Höjlund, sem síðan var seldur frá félaginu og er núna leikmaður Manchester United. The ice-cold Icelandic guaranteed to be a £50m star, the generational Norwegian talent dreaming of Man United, and the Colombian Neymar already in Chelsea's sights... meet the next wave of Europe's top prospects https://t.co/YsfvzQQanK— Mail Sport (@MailSport) August 14, 2024 „Eftir tvö ár verður hann [Orri] 50 milljóna punda framherji,“ hefur Collomosse eftir sérfræðingi í evrópskum leikmannamálum, en sú upphæð jafngildir tæplega 8,9 milljörðum króna. Fjallað um fjölskylduna og Hákon Í greininni er einnig bent á að Orri sé úr mikilli íþróttafjölskyldu og hafi verið efnilegur handboltamaður en valið fótboltann. Þar hafi hann 13 ára verið kominn inn í meistaraflokk Gróttu, en Orri lék þar sumarið 2019 (þá 14 að verða 15) undir stjórn pabba síns, Óskars Hrafns Þorvaldssonar. Í greininni kemur fram að Óskar hafi einmitt einnig verið fótboltamaður, og það sé yngri systir Orra (Emelía, leikmaður Köge í Danmörku) einnig. Móðirin (Laufey Kristjánsdóttir) hafi hins vegar verið í handbolta. Collomosse bendir einnig á vinskap þeirra Hákons Arnars Haraldssonar og Orra, en þeir léku saman hjá FCK, og segir að Hákon hafi átt prýðisgott fyrsta tímabil með Lille í Frakklandi síðasta vetur. Segir hann að það kæmi ekkert á óvart þó að báðir yrðu orðnir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni innan tveggja ára. Næsti leikur Orra með FCK gæti orðið á morgun þegar liðið mætir Banik Ostrava í Sambandsdeild Evrópu. Aðrir leikmenn á listanum hjá Daily Mail eru: Yarek Gasiorowski, 19 ára miðvörður Valencia Mattia Liberali, 17 ára sóknarsinnaður miðjumaður AC Milan Sverre Nypan, 17 ára miðjumaður Rosenborg Oscar Perea, 18 ára kantmaður Strasbourg Jeremy Jacquet, 19 ára miðvörður Rennes Adam Daghim, 18 ára sóknarmaður RB Salzburg Franco Mastantuono, 16 ára miðjumaður River Plate Alessandro Longoni, 16 ára markvörður AC Milan Bilal El Khannouss, 20 ára miðjumaður Genk Mario Stroeykens, 19 ára miðjumaður Anderlecht Bazoumana Toure, 18 ára kantmaður Hammarby Danski boltinn Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Betur fór en á horfðist með meiðsli Orra Steins Landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson er ekki alvarlega meiddur. Þetta staðfesti Jacob Neestrup, þjálfari FCK, í viðtali eftir leik. 11. ágúst 2024 22:00 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Fleiri fréttir Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Sjá meira
Orri er í hópi tólf leikmanna sem að Tom Collomosse hjá Daily Mail fjallar sérstaklega um og segir að séu nú þegar í sigti ensku úrvalsdeildarfélaganna. Hann bendir á að FC Kaupmannahöfn hafi þegar hafnað tilboðum í Orra, upp á um 15 milljónir punda eða 2,7 milljarða króna, og vilji fá meira. Félagið hafi raunar metið Orra meira virði en Rasmus Höjlund, sem síðan var seldur frá félaginu og er núna leikmaður Manchester United. The ice-cold Icelandic guaranteed to be a £50m star, the generational Norwegian talent dreaming of Man United, and the Colombian Neymar already in Chelsea's sights... meet the next wave of Europe's top prospects https://t.co/YsfvzQQanK— Mail Sport (@MailSport) August 14, 2024 „Eftir tvö ár verður hann [Orri] 50 milljóna punda framherji,“ hefur Collomosse eftir sérfræðingi í evrópskum leikmannamálum, en sú upphæð jafngildir tæplega 8,9 milljörðum króna. Fjallað um fjölskylduna og Hákon Í greininni er einnig bent á að Orri sé úr mikilli íþróttafjölskyldu og hafi verið efnilegur handboltamaður en valið fótboltann. Þar hafi hann 13 ára verið kominn inn í meistaraflokk Gróttu, en Orri lék þar sumarið 2019 (þá 14 að verða 15) undir stjórn pabba síns, Óskars Hrafns Þorvaldssonar. Í greininni kemur fram að Óskar hafi einmitt einnig verið fótboltamaður, og það sé yngri systir Orra (Emelía, leikmaður Köge í Danmörku) einnig. Móðirin (Laufey Kristjánsdóttir) hafi hins vegar verið í handbolta. Collomosse bendir einnig á vinskap þeirra Hákons Arnars Haraldssonar og Orra, en þeir léku saman hjá FCK, og segir að Hákon hafi átt prýðisgott fyrsta tímabil með Lille í Frakklandi síðasta vetur. Segir hann að það kæmi ekkert á óvart þó að báðir yrðu orðnir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni innan tveggja ára. Næsti leikur Orra með FCK gæti orðið á morgun þegar liðið mætir Banik Ostrava í Sambandsdeild Evrópu. Aðrir leikmenn á listanum hjá Daily Mail eru: Yarek Gasiorowski, 19 ára miðvörður Valencia Mattia Liberali, 17 ára sóknarsinnaður miðjumaður AC Milan Sverre Nypan, 17 ára miðjumaður Rosenborg Oscar Perea, 18 ára kantmaður Strasbourg Jeremy Jacquet, 19 ára miðvörður Rennes Adam Daghim, 18 ára sóknarmaður RB Salzburg Franco Mastantuono, 16 ára miðjumaður River Plate Alessandro Longoni, 16 ára markvörður AC Milan Bilal El Khannouss, 20 ára miðjumaður Genk Mario Stroeykens, 19 ára miðjumaður Anderlecht Bazoumana Toure, 18 ára kantmaður Hammarby
Danski boltinn Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Betur fór en á horfðist með meiðsli Orra Steins Landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson er ekki alvarlega meiddur. Þetta staðfesti Jacob Neestrup, þjálfari FCK, í viðtali eftir leik. 11. ágúst 2024 22:00 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Fleiri fréttir Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Sjá meira
Betur fór en á horfðist með meiðsli Orra Steins Landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson er ekki alvarlega meiddur. Þetta staðfesti Jacob Neestrup, þjálfari FCK, í viðtali eftir leik. 11. ágúst 2024 22:00