Fótbolti

Elías Rafn varði víti og tryggði Mid­tjylland stig

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Elías Rafn byrjar tímabilið í Danmörku af krafti.
Elías Rafn byrjar tímabilið í Danmörku af krafti. Zac Goodwin/Getty Images

Fyrsti leikur tímabilsins 2024-25 í dönsku úrvalsdeildinni fór fram í kvöld þegar AGF tók á móti FC Midtjylland í Árósum í kvöld. Tveir Íslendingar komu við sögu í leiknum og létu svo sannarlega til sín taka.

Hinn 22 ára gamli Tobias Bech kom AGF yfir strax á 8. mínútu og meistararnir í Midtjylland í miklum vandræðum. Þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks nældi Mikael Andersson sér í gult spjald í liði heimamanna.

Ekki löngu síðar fengu heimamenn í AGF svo vítaspyrnu. Gamla brýnið – og markamaskínan – Patrick Mortensen stillti boltanum upp á vítapunktinum. Spyrja hans var á mitt markið og þó Elías Rafn Ólafsson hafi skutlað sér til hliðar tókst íslenska markverðinum að verja skotið með fótunum og staðan því enn aðeins 1-0.

Ekki löngu síðar átti Mikael þrumuskot sem Elías Rafn náði að blaka í þverslánna og staðan 1-0 er flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Hinn pólski Adam Buksa jafnaði metin fyrir Midtjylland í upphafi síðari hálfleiks og fleiri urðu mörkin ekki. Lokatölur í kvöld 1-1 og bæði lið fara því heim með eitt stig í farteskinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×