Danski boltinn

Fréttamynd

Mikil­vægir sigrar hjá AGF og Al Arabi

Jón Dagur Þorsteinsson lék allan leikinn er AGF vann 1-0 útisigur á meisturum Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni. Þá vann Íslendingalið Al Arabi mikilvægan 1-0 sigur á Qatar SC er liðin mættust í úrvalsdeildinni í Katar í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

„Verðirnir eru búnir að læra að halda kjafti“

Það fauk í Niels Frederiksen, þjálfara Brøndby, eftir leik gegn FC Nordsjælland í síðasta mánuði. Brøndby er meðal annars að berjast við FC Midtjylland á toppi deildarinnar og verðirnir á heimavelli FC Nordsjælland sögðu leikmönnum Brøndby að Midtjylland hefði tapað rétt fyrir leik Bröndby og Nordsjælland.

Fótbolti
Fréttamynd

Jón Dagur skoraði annan leikinn í röð

Jón Dagur Þorsteinsson var á skotskónum annan leikinn í röð er hann skoraði eitt marka AGF í 3-1 sigri á B93 í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Vildi sem minnst tjá sig um Kjartan

Jens Berthel Askou, þjálfari AC Horsens, hafði ekki mikinn áhuga á því að ræða ákvörðun Kjartans Henrys Finnbogasonar eftir leik Horsens gegn Randers í gær. Ákvörðun Kjartans hefur vakið mikið umtal í Danmörku.

Fótbolti
Fréttamynd

„Vand­ræða­gemsinn“ segist ekki hafa gert neitt rangt

Kjartan Henry Finnbogason segist ekki hafa gert neitt rangt er hann rifti samningi sínum við danska úrvaldsdeildarliðið Horsens um helgina af persónulegum ástæðum. Málið hefur vakið mikið umtal í Danmörku en þegar Kjartan virtist vera á heimleið, þá samdi hann við Esbjerg í dönsku B-deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Steinhissa og kveðst ekki vita hvort Kjartan laug

Danska knattspyrnufélagið Horsens samþykkti beiðni Kjartans Henry Finnbogasonar um riftun samnings svo að hann gæti farið heim til Íslands. Íþróttastjóri Horsens var því steinhissa þegar tilkynnt var í morgun að Kjartan yrði áfram í Danmörku enn um sinn.

Fótbolti