Fótbolti

Kristófer skoraði tvö í Íslendingaslag er SønderjyskE fór áfram í danska bikarnum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kristófer Ingi kom sínum mönnum á bragðið í dönsku bikarkeppninni í kvöld.
Kristófer Ingi kom sínum mönnum á bragðið í dönsku bikarkeppninni í kvöld. Vísir/getty

Kristófer Ingi Kristinsson skoraði bæði mörk SønderjyskE er liðið vann 2-0 sigur í framlengingu gegn Íslendingaliðinu AGF í 16-liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar í fótbolta.

Kristófer Ingi byrjaði leikinn á varamannabekk SønderjyskE, en Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði AGF. Mikael Anderson kom inn á sem varamaður fyrir AGF á 74. mínútu.

Hvorugu liðinu tókst að skora í venjulegum leiktíma, en Kristófer kom inn á sem varamaður að 90 mínútum loknum. Það reyndist góð skipting því hann hafði aðeins verið inni á vellinum í rúmar þrjár mínútur þegar hann koma gestunum í SønderjyskE í 1-0.

Hann bætti svo öðru marki við fyrir SønderjyskE eftir tæplega 110 mínútna leik og tryggði liðinu góðan 2-0 sigur, og áframhaldandi veru í dönsku bikarkeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×