Fótbolti

Mikael á skotskónum í stórsigri á gömlu félögunum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Mikael í leiknum í dag.
Mikael í leiknum í dag. vísir/Getty

Þrír Íslendingar voru í eldlínunni þegar AGF gerði sér lítið fyrir og skellti Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Mikael Neville Anderson og Jón Dagur Þorsteinsson voru í byrjunarliði AGF en sá fyrrnefndi var að leika gegn sínum gömlu félögum þar sem hann færði sig um set frá Midtjylland til AGF fyrir yfirstandandi leiktíð.

Mikael skoraði annað mark AGF í leiknum á 24.mínútu og áður en fyrri hálfleikurinn varð allur var staðan orðin 3-0 fyrir AGF.

Mikael og Jóni Degi var báðum skipt af velli á 71.mínútu en leiknum lauk með þriggja marka sigri AGF, 3-0. Elías Rafn Ólafsson stóð allan tímann á milli stanganna hjá Midtjylland.

Þrátt fyrir tapið hefur Midtjylland sex stiga forystu á toppi deildarinnar en AGF er í sjöunda sæti.

Á sama tíma lék Kristófer Ingi Kristinsson síðustu fimmtán mínúturnar fyrir SonderjyskE þegar liðið tapaði 3-1 fyrir Vejle.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×