Fótbolti

Markalaust í Íslendingaslag í Silkeborg

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Hákon Arnar komst ekki á markalistann í dag.
Hákon Arnar komst ekki á markalistann í dag. Twitter/@FCKobenhavn

Þrír íslenskir knattspyrnumenn komu við sögu í leik Silkeborgar og Kaupmannahafnar í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Allir eiga þeir sameiginlegt að hafa alist upp á Akranesi en Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði FCK sem heimsótti Silkeborg í lokaleik 15.umferðar.

Hákoni var skipt af velli á 71.mínútu en skömmu áður hafði sveitungi hans, Stefán Teitur Þórðarson, komið inná hjá Silkeborg.

Ísak Bergmann Jóhannesson kom svo inn af bekknum hjá FCK á 83.mínútu en ekkert mark var skorað í leiknum. Andri Fannar Baldursson sat allan tímann á varamannabekk FCK.

FCK missti þarna af góðu tækifæri til að saxa enn frekar á topplið Midtjylland se tapaði fyrir AGF fyrr í dag en FCK er fimm stigum á eftir Midtjylland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×