Fótbolti

Markalaust í Íslendingaslagnum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mikael Anderson nældi sér í gult spjald í kvöld.
Mikael Anderson nældi sér í gult spjald í kvöld. Lars Ronbog/Getty Images

Alls voru þrír Íslendingar í byrjunarliðum OB og AGF er liðin mættust í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Leikum lauk með markalausu jafntefli.

Aron Elís Þrándarson var á sínum stað á miðju OB en hann var valinn leikmaður mánaðarins hjá félaginu í október. Hjá AGF voru þeir Jón Dagur Þorsteinsson og Mikael Neville Anderson í byrjunarliðinu.

Því miður náði leikur kvöldsins aldrei neinu flugu og lauk eins og áður sagði með markalausu jafntefli. Aron Elís lék allan leikinn í liði OB á meðan Mikael – sem fékk gult spjald í leiknum – var tekinn af velli á 66. mínútu og Jón Dagur á 82. mínútu.

Eftir leik kvöldsins eru liðin enn jöfn með 16 stig í 7. og 8. sæti deildarinnar og stefnir allt í að þau verði í neðri helmingnum er deildinni verður skipt upp í tvennt. Er það sama fyrirkomulag og mun að öllum líkindum vera í Pepsi Max deild karla á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×