Fótbolti

Dramatískur sigur hjá Midtjylland í Íslendingaslag

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Elías Rafn Ólafsson.
Elías Rafn Ólafsson. Getty/Jose Manuel Alvarez

Það var boðið upp á Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þar sem dramatíkin réði ríkjum.

Elías Rafn Ólafsson stóð á milli stanganna hjá toppliði Midtjylland en Kristófer Ingi Kristinsson hóf leik á varamannabekk Sonderjyske.

Midtjylland virtist vera að sigla heim enn einum sigrinum þar sem liðið var 2-1 yfir þegar nokkrar mínútur lifðu leiks. Kristófer Inga var skipt inná á 83.mínútu og snemma í uppbótartíma jafnaði Emil Frederiksen metin fyrir Sonderjyske og útlit fyrir óvænt úrslit.

Topplið Midtjylland náði þó að kreista fram sigurinn með sigurmarki á fimmtu mínútu uppbótartímans. Lokatölur 3-2.

Noregur

Alfons Sampsted lék allan leikinn fyrir Bodo/Glimt sem gerði 1-1 jafntefli við Stromsgodset. Ari Leifsson lék allan leikinn í vörn Stromsgodset en Valdimar Ingimundarson kom inn af bekknum og lék síðasta stundarfjórðunginn.

Viðar Ari Jónsson lagði upp eina mark Sandefjord sem tapaði 4-1 fyrir Rosenborg. Hólmar Örn Eyjólfsson á bekknum hjá Rosenborg.

Viðar Örn Kjartansson var í byrjunarliði Valerenga og lék fyrri hálfleikinn í 2-1 sigri á Haugasund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×