Fjallabyggð

Fréttamynd

Kyrrðar­stund í Ólafs­fjarðar­kirkju vegna mann­drápsins

Kyrrðarstund er fyrirhuguð í Ólafsfjarðarkirkju klukkan 20 í kvöld. Tilefnið er sorglegur atburður í bænum í nótt þar sem karlmaður lést af stungusárum. Fjögur voru handtekin af lögreglu í nótt og er þess beðið hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir einhverjum þeirra.

Innlent
Fréttamynd

„Samfélagið harmi slegið“

Karlmaður var stunginn til bana í húsi á Ólafsfirði í nótt. Fjórir voru handteknir vegna málsins og njóta þeir allir réttarstöðu sakbornings á fyrstu stigum málsins. Bæjarstjóri Fjallabyggðar segir samfélagið harmi slegið.

Innlent
Fréttamynd

Stunginn til bana á Ólafsfirði í nótt

Karlmaður var stunginn til bana í húsi á Ólafsfirði í nótt. Fjórir voru handteknir vegna málsins og hafa þeir allir réttarstöðu sakbornings á fyrstu stigum málsins. Enginn er eftirlýstur vegna málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu er hinn látni íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri búsettur á Ólafsfirði.

Innlent
Fréttamynd

Í bann fyrir rasisma á Ólafsfirði

Ivan Jelic, markvörður Reynis Sandgerði, hefur verið úrskurðaður í fimm leikja bann eftir ljót ummæli sem hann lét falla í garð andstæðings í 8-3 tapinu gegn KF í 2. deildinni í fótbolta fyrr í þessum mánuði.

Fótbolti
Fréttamynd

Ritstýrir Húsfreyjunni samhliða starfi bæjarstjóra

Gengið hefur verið frá ráðningu nýs ritstjóra Húsfreyjunnar, tímariti Kvenfélagasambands Íslands. Sigríðar Ingvarsdóttur tekur við starfinu af Kristínu Lindu Jónsdóttur sem ritstýrt hefur tímaritinu í tæpa tvo áratugi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu.

Lífið
Fréttamynd

„Allt við þetta mál er fyrir neðan allar hellur“

Fyrrverandi formaður Dýraverndarsambands Íslands segir fyrir neðan allar hellur að hundur á Siglufirði hafi verið aflífaður innan við tveimur tímum eftir að hann var tekinn frá fjölskyldu sinni. Reglur sveitarfélaga um hvernig haga eigi gæludýramálum séu ekki samræmdar, sem sé miður.

Innlent
Fréttamynd

Í sárum eftir að hundurinn var aflífaður án nokkurs fyrirvara

Hundur fjölskyldu á Siglufirði var aflífaður á föstudaginn, einum og hálfum tíma eftir að hann var tekinn af þeim. Hundurinn var ekki settur í geðmat líkt og Heilbrigðiseftirlitið fer fram á. Fjölskyldan segist ekki hafa fengið að vita að það ætti að aflífa hann fyrr aðgerðin var þegar hafin í öðru bæjarfélagi. 

Innlent
Fréttamynd

Talar sex tungumál í Ólafsfirði

Kaffi Klara er eina kaffihúsið í Ólafsfirði, sem heimamenn og ferðamenn eru duglegir að sækja. Eigandinn, sem er kona frá Danmörku talar sex tungumál. Í frítíma sínum vinnur hún í því að skrásetja sögu og afrek kvenna á staðnum.

Innlent
Fréttamynd

Missti báða fót­­leggina eftir slys á Trölla­­skaga

Daniel Hund var að halda upp á tveggja ára brúðkaupsafmælið sitt hér á landi í mars á þessu ári ásamt eiginkonu sinni Sierra þegar hann lenti í alvarlegu slysi á fjallaskíðum á Tröllaskaga. Hann féll niður bratta brekku milli klettabelta og hryggbrotnaði. Á Landspítalanum þurfti að fjarlægja báða fótleggi hans þar sem hann fékk drep í þá báða.

Innlent
Fréttamynd

Ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð

Ný aðferð í jarðgangagerð sem felst í að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekur vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt er að með þessari tækni megi grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Olís hyggst loka þremur þjónustu­stöðvum

Þjónustustöðvum Olís á Skagaströnd, Ólafsfirði og í Fellabæ verður breytt í ÓB sjálfs­af­greiðslu­stöðvar. Bæjarráð Fjallabyggðar hefur lýst yfir vonbrigðum með lokun þjónustustöðvar í Ólafsfirði og hefur óskað eftir fundi með Olís. Fyrirtækið ætlar á næstu árum að fækka þjónustustöðvum sínum og stækka þær sem verða eftirstandandi.

Innlent
Fréttamynd

Hyggjast banna lausa­­göngu katta að nætur­lagi

Bæjarstjórn Fjallabyggðar hyggst banna lausagöngu katta að kvöld- og næturlagi eða á meðan varptími fugla stendur sem hæst. Formaður skipulags- og umhverfisnefndar segir ketti hafa verið að valda töluverðum usla í sveitarfélaginu.

Innlent