Ekki með tæki og tól til að takast á við eld í göngum á Tröllaskaga Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. október 2023 13:30 Frá æfingu slökkviliðsins í Strákagöngum í september. Slökkvilið Fjallabyggðar Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir slökkviliðið ekki eiga nein tæki og tól til að bregðast við komi upp eldur í jarðgöngum í umdæmi slökkviliðsins á Tröllaskaga. Hann segir að Vegagerðinni beri að bregðast við. „Hún sýnir bara stöðuna nákvæmlega eins og hún er,“ segir Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar um samantekt sína eftir æfingu slökkviliðsins sem haldin var í Strákagöngum í september. Þar kemur fram að æfingin hafi leitt í ljós að slökkvilið Fjallabyggðar sé ekki í stakk búið til þess að takast á við eld, mikinn reyk eða mengunar- og/eða eiturefnaslys í jarðgöngum fjarri gangnaendum. „Eins og fram kemur í samantektinni, að þá eru 24 prósent af jarðgangnakerfi Íslands að finna á Tröllaskaga. Við erum með rétt tæplega fjórðunginn. Við höfum engin tól og tæki til að komast inn í göng til þess að bregðast við ef eitthvað kemur upp.“ Slökkviliðsbílar úr sér gengnir Jóhann segir slökkvilið síðast hafa fengið fjármagn frá Vegagerðinni til kaupa á búnaði árin 2010 og 2011 þegar Héðinsfjarðargöng hafi verið opnuð. Vegagerðin hafi fram að því ekkert lagt til þegar fyrri göng voru byggð, Strákagöng árið 1967 og Múlagöng árið 1995. „En bílarnir sem keyptir voru þegar Héðinsfjarðargöng voru opnuð, voru gamall flugvallarslökkvibíll með tíu þúsund lítra af vatni og svo vörubíll sem var breytt í tankbíl Þessir bílar eru í dag bara orðnir 35 til 40 ára gamlir. Þeir eru góðir til síns brúks en þeir hafa ekkert erindi inn í jarðgöng ef eitthvað kemur upp.“ Jóhann K Jóhannsson, segist vonast til þess að umræðan nú fái Vegagerðina að borðinu.Vísir/Vilhelm Segir Vegagerðinni bera að útvega búnað Jóhann segir ljóst að slökkviliðið þurfi í hið minnsta tvo sérútbúna slökkviliðsbíla til að geta tekist á við aðstæður sem upp geti komið í jarðgöngum. „Það er alveg ljóst að það þarf að bregðast við með einhverjum hætti. Þetta eru verulegir fjármunir sem við þurfum, af því að við þurfum ekki bara einn bíl, við þurfum tvo bíla. Við þurfum að geta verið með viðbragð sitthvoru megin við göngin. Og faktíst séð jafnvel þrjá ef við ætlum að vera með bíl líka á Dalvík.“ Jóhann segist ekki hafa fengið skýr svör frá Vegagerðinni vegna málsins. Hann segir hins vegar alveg ljóst að Vegagerðinni beri að útvega slökkviliðinu til þess bæran búnað, samkvæmt reglugerð um brunavarnir í samgöngumannvirkjum nr. 614/2004. Hann segir Vegagerðina hins vegar ekki fallast á þá túlkun hingað til þar sem að um sé að ræða endurnýjun búnaðar. Í ljós kom á æfingu slökkviliðsins að öryggissvæði við Strákagöng, Siglufjarðarmegin, er helst til of lítið þegar stórir bílar koma á vettvang. Slökkvilið Fjallabyggðar Önnur slökkvilið hafi fengið búnað „Ég vona að þessi umræða komi til með að fá menn allavega að borðinu. Ég veit að Almannavarnir hafa áhyggjur af þessu og ég veit að Húsnæðis-og Mannvirkjastofnun hefur áhyggjur.“ Hann segir ljóst að fordæmi séu fyrir því að Vegagerðin útvegi slökkvilið tækjabúnað sérstaklega vegna jarðgangna. Ljóst sé að slökkvilið Fjallabyggðar hafi setið eftir. Þar megi nefna slökkvilið Akureyrar og slökkvilið Þingeyjasveitar þegar Vaðlaheiðargöng opnuðu. „Þeir fengu bíla sem eru sérbúnir til að takast á við eld, reyk eða atburði í jarðgöngum. Það er sömuleiðis búið að kaupa bíl á Austurlandi, það er búið að kaupa bíl fyrir slökkvilið Ísafjarðar. Þetta eru allt bílar sem eru gerðir til að takast á við atburði í göngum og meira að segja slökkviliðið á Húsavík fékk fjármuni frá Vegagerðinni til þess að kaupa búnað inn í göngin sem enginn má nota undir Húsavíkurhöfða.“ Fjallabyggð Slökkvilið Jarðgöng á Íslandi Slysavarnir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
„Hún sýnir bara stöðuna nákvæmlega eins og hún er,“ segir Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar um samantekt sína eftir æfingu slökkviliðsins sem haldin var í Strákagöngum í september. Þar kemur fram að æfingin hafi leitt í ljós að slökkvilið Fjallabyggðar sé ekki í stakk búið til þess að takast á við eld, mikinn reyk eða mengunar- og/eða eiturefnaslys í jarðgöngum fjarri gangnaendum. „Eins og fram kemur í samantektinni, að þá eru 24 prósent af jarðgangnakerfi Íslands að finna á Tröllaskaga. Við erum með rétt tæplega fjórðunginn. Við höfum engin tól og tæki til að komast inn í göng til þess að bregðast við ef eitthvað kemur upp.“ Slökkviliðsbílar úr sér gengnir Jóhann segir slökkvilið síðast hafa fengið fjármagn frá Vegagerðinni til kaupa á búnaði árin 2010 og 2011 þegar Héðinsfjarðargöng hafi verið opnuð. Vegagerðin hafi fram að því ekkert lagt til þegar fyrri göng voru byggð, Strákagöng árið 1967 og Múlagöng árið 1995. „En bílarnir sem keyptir voru þegar Héðinsfjarðargöng voru opnuð, voru gamall flugvallarslökkvibíll með tíu þúsund lítra af vatni og svo vörubíll sem var breytt í tankbíl Þessir bílar eru í dag bara orðnir 35 til 40 ára gamlir. Þeir eru góðir til síns brúks en þeir hafa ekkert erindi inn í jarðgöng ef eitthvað kemur upp.“ Jóhann K Jóhannsson, segist vonast til þess að umræðan nú fái Vegagerðina að borðinu.Vísir/Vilhelm Segir Vegagerðinni bera að útvega búnað Jóhann segir ljóst að slökkviliðið þurfi í hið minnsta tvo sérútbúna slökkviliðsbíla til að geta tekist á við aðstæður sem upp geti komið í jarðgöngum. „Það er alveg ljóst að það þarf að bregðast við með einhverjum hætti. Þetta eru verulegir fjármunir sem við þurfum, af því að við þurfum ekki bara einn bíl, við þurfum tvo bíla. Við þurfum að geta verið með viðbragð sitthvoru megin við göngin. Og faktíst séð jafnvel þrjá ef við ætlum að vera með bíl líka á Dalvík.“ Jóhann segist ekki hafa fengið skýr svör frá Vegagerðinni vegna málsins. Hann segir hins vegar alveg ljóst að Vegagerðinni beri að útvega slökkviliðinu til þess bæran búnað, samkvæmt reglugerð um brunavarnir í samgöngumannvirkjum nr. 614/2004. Hann segir Vegagerðina hins vegar ekki fallast á þá túlkun hingað til þar sem að um sé að ræða endurnýjun búnaðar. Í ljós kom á æfingu slökkviliðsins að öryggissvæði við Strákagöng, Siglufjarðarmegin, er helst til of lítið þegar stórir bílar koma á vettvang. Slökkvilið Fjallabyggðar Önnur slökkvilið hafi fengið búnað „Ég vona að þessi umræða komi til með að fá menn allavega að borðinu. Ég veit að Almannavarnir hafa áhyggjur af þessu og ég veit að Húsnæðis-og Mannvirkjastofnun hefur áhyggjur.“ Hann segir ljóst að fordæmi séu fyrir því að Vegagerðin útvegi slökkvilið tækjabúnað sérstaklega vegna jarðgangna. Ljóst sé að slökkvilið Fjallabyggðar hafi setið eftir. Þar megi nefna slökkvilið Akureyrar og slökkvilið Þingeyjasveitar þegar Vaðlaheiðargöng opnuðu. „Þeir fengu bíla sem eru sérbúnir til að takast á við eld, reyk eða atburði í jarðgöngum. Það er sömuleiðis búið að kaupa bíl á Austurlandi, það er búið að kaupa bíl fyrir slökkvilið Ísafjarðar. Þetta eru allt bílar sem eru gerðir til að takast á við atburði í göngum og meira að segja slökkviliðið á Húsavík fékk fjármuni frá Vegagerðinni til þess að kaupa búnað inn í göngin sem enginn má nota undir Húsavíkurhöfða.“
Fjallabyggð Slökkvilið Jarðgöng á Íslandi Slysavarnir Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent