Ekki með tæki og tól til að takast á við eld í göngum á Tröllaskaga Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. október 2023 13:30 Frá æfingu slökkviliðsins í Strákagöngum í september. Slökkvilið Fjallabyggðar Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir slökkviliðið ekki eiga nein tæki og tól til að bregðast við komi upp eldur í jarðgöngum í umdæmi slökkviliðsins á Tröllaskaga. Hann segir að Vegagerðinni beri að bregðast við. „Hún sýnir bara stöðuna nákvæmlega eins og hún er,“ segir Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar um samantekt sína eftir æfingu slökkviliðsins sem haldin var í Strákagöngum í september. Þar kemur fram að æfingin hafi leitt í ljós að slökkvilið Fjallabyggðar sé ekki í stakk búið til þess að takast á við eld, mikinn reyk eða mengunar- og/eða eiturefnaslys í jarðgöngum fjarri gangnaendum. „Eins og fram kemur í samantektinni, að þá eru 24 prósent af jarðgangnakerfi Íslands að finna á Tröllaskaga. Við erum með rétt tæplega fjórðunginn. Við höfum engin tól og tæki til að komast inn í göng til þess að bregðast við ef eitthvað kemur upp.“ Slökkviliðsbílar úr sér gengnir Jóhann segir slökkvilið síðast hafa fengið fjármagn frá Vegagerðinni til kaupa á búnaði árin 2010 og 2011 þegar Héðinsfjarðargöng hafi verið opnuð. Vegagerðin hafi fram að því ekkert lagt til þegar fyrri göng voru byggð, Strákagöng árið 1967 og Múlagöng árið 1995. „En bílarnir sem keyptir voru þegar Héðinsfjarðargöng voru opnuð, voru gamall flugvallarslökkvibíll með tíu þúsund lítra af vatni og svo vörubíll sem var breytt í tankbíl Þessir bílar eru í dag bara orðnir 35 til 40 ára gamlir. Þeir eru góðir til síns brúks en þeir hafa ekkert erindi inn í jarðgöng ef eitthvað kemur upp.“ Jóhann K Jóhannsson, segist vonast til þess að umræðan nú fái Vegagerðina að borðinu.Vísir/Vilhelm Segir Vegagerðinni bera að útvega búnað Jóhann segir ljóst að slökkviliðið þurfi í hið minnsta tvo sérútbúna slökkviliðsbíla til að geta tekist á við aðstæður sem upp geti komið í jarðgöngum. „Það er alveg ljóst að það þarf að bregðast við með einhverjum hætti. Þetta eru verulegir fjármunir sem við þurfum, af því að við þurfum ekki bara einn bíl, við þurfum tvo bíla. Við þurfum að geta verið með viðbragð sitthvoru megin við göngin. Og faktíst séð jafnvel þrjá ef við ætlum að vera með bíl líka á Dalvík.“ Jóhann segist ekki hafa fengið skýr svör frá Vegagerðinni vegna málsins. Hann segir hins vegar alveg ljóst að Vegagerðinni beri að útvega slökkviliðinu til þess bæran búnað, samkvæmt reglugerð um brunavarnir í samgöngumannvirkjum nr. 614/2004. Hann segir Vegagerðina hins vegar ekki fallast á þá túlkun hingað til þar sem að um sé að ræða endurnýjun búnaðar. Í ljós kom á æfingu slökkviliðsins að öryggissvæði við Strákagöng, Siglufjarðarmegin, er helst til of lítið þegar stórir bílar koma á vettvang. Slökkvilið Fjallabyggðar Önnur slökkvilið hafi fengið búnað „Ég vona að þessi umræða komi til með að fá menn allavega að borðinu. Ég veit að Almannavarnir hafa áhyggjur af þessu og ég veit að Húsnæðis-og Mannvirkjastofnun hefur áhyggjur.“ Hann segir ljóst að fordæmi séu fyrir því að Vegagerðin útvegi slökkvilið tækjabúnað sérstaklega vegna jarðgangna. Ljóst sé að slökkvilið Fjallabyggðar hafi setið eftir. Þar megi nefna slökkvilið Akureyrar og slökkvilið Þingeyjasveitar þegar Vaðlaheiðargöng opnuðu. „Þeir fengu bíla sem eru sérbúnir til að takast á við eld, reyk eða atburði í jarðgöngum. Það er sömuleiðis búið að kaupa bíl á Austurlandi, það er búið að kaupa bíl fyrir slökkvilið Ísafjarðar. Þetta eru allt bílar sem eru gerðir til að takast á við atburði í göngum og meira að segja slökkviliðið á Húsavík fékk fjármuni frá Vegagerðinni til þess að kaupa búnað inn í göngin sem enginn má nota undir Húsavíkurhöfða.“ Fjallabyggð Slökkvilið Jarðgöng á Íslandi Slysavarnir Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Sjá meira
„Hún sýnir bara stöðuna nákvæmlega eins og hún er,“ segir Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar um samantekt sína eftir æfingu slökkviliðsins sem haldin var í Strákagöngum í september. Þar kemur fram að æfingin hafi leitt í ljós að slökkvilið Fjallabyggðar sé ekki í stakk búið til þess að takast á við eld, mikinn reyk eða mengunar- og/eða eiturefnaslys í jarðgöngum fjarri gangnaendum. „Eins og fram kemur í samantektinni, að þá eru 24 prósent af jarðgangnakerfi Íslands að finna á Tröllaskaga. Við erum með rétt tæplega fjórðunginn. Við höfum engin tól og tæki til að komast inn í göng til þess að bregðast við ef eitthvað kemur upp.“ Slökkviliðsbílar úr sér gengnir Jóhann segir slökkvilið síðast hafa fengið fjármagn frá Vegagerðinni til kaupa á búnaði árin 2010 og 2011 þegar Héðinsfjarðargöng hafi verið opnuð. Vegagerðin hafi fram að því ekkert lagt til þegar fyrri göng voru byggð, Strákagöng árið 1967 og Múlagöng árið 1995. „En bílarnir sem keyptir voru þegar Héðinsfjarðargöng voru opnuð, voru gamall flugvallarslökkvibíll með tíu þúsund lítra af vatni og svo vörubíll sem var breytt í tankbíl Þessir bílar eru í dag bara orðnir 35 til 40 ára gamlir. Þeir eru góðir til síns brúks en þeir hafa ekkert erindi inn í jarðgöng ef eitthvað kemur upp.“ Jóhann K Jóhannsson, segist vonast til þess að umræðan nú fái Vegagerðina að borðinu.Vísir/Vilhelm Segir Vegagerðinni bera að útvega búnað Jóhann segir ljóst að slökkviliðið þurfi í hið minnsta tvo sérútbúna slökkviliðsbíla til að geta tekist á við aðstæður sem upp geti komið í jarðgöngum. „Það er alveg ljóst að það þarf að bregðast við með einhverjum hætti. Þetta eru verulegir fjármunir sem við þurfum, af því að við þurfum ekki bara einn bíl, við þurfum tvo bíla. Við þurfum að geta verið með viðbragð sitthvoru megin við göngin. Og faktíst séð jafnvel þrjá ef við ætlum að vera með bíl líka á Dalvík.“ Jóhann segist ekki hafa fengið skýr svör frá Vegagerðinni vegna málsins. Hann segir hins vegar alveg ljóst að Vegagerðinni beri að útvega slökkviliðinu til þess bæran búnað, samkvæmt reglugerð um brunavarnir í samgöngumannvirkjum nr. 614/2004. Hann segir Vegagerðina hins vegar ekki fallast á þá túlkun hingað til þar sem að um sé að ræða endurnýjun búnaðar. Í ljós kom á æfingu slökkviliðsins að öryggissvæði við Strákagöng, Siglufjarðarmegin, er helst til of lítið þegar stórir bílar koma á vettvang. Slökkvilið Fjallabyggðar Önnur slökkvilið hafi fengið búnað „Ég vona að þessi umræða komi til með að fá menn allavega að borðinu. Ég veit að Almannavarnir hafa áhyggjur af þessu og ég veit að Húsnæðis-og Mannvirkjastofnun hefur áhyggjur.“ Hann segir ljóst að fordæmi séu fyrir því að Vegagerðin útvegi slökkvilið tækjabúnað sérstaklega vegna jarðgangna. Ljóst sé að slökkvilið Fjallabyggðar hafi setið eftir. Þar megi nefna slökkvilið Akureyrar og slökkvilið Þingeyjasveitar þegar Vaðlaheiðargöng opnuðu. „Þeir fengu bíla sem eru sérbúnir til að takast á við eld, reyk eða atburði í jarðgöngum. Það er sömuleiðis búið að kaupa bíl á Austurlandi, það er búið að kaupa bíl fyrir slökkvilið Ísafjarðar. Þetta eru allt bílar sem eru gerðir til að takast á við atburði í göngum og meira að segja slökkviliðið á Húsavík fékk fjármuni frá Vegagerðinni til þess að kaupa búnað inn í göngin sem enginn má nota undir Húsavíkurhöfða.“
Fjallabyggð Slökkvilið Jarðgöng á Íslandi Slysavarnir Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Sjá meira