Ís úr vél að vetri til heyrir brátt sögunni til á Siglufirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. september 2023 16:07 Videoval við Túngötu 11 á Siglufirði bíður nýs eiganda. Fasteignamiðlun Óðum steðjar að sá dagur að Siglfirðingar og nærsveitungar geti ekki keypt sér ís úr vél eða bland í poka úr nammibar. Videoval, sögufræg sjoppa í bænum, er til sölu en verður lokað um áramótin finnist ekki nýir rekstraraðilar. Það má telja fullvíst að langflestir Siglfirðingar hafi komið einu sinni eða oftar í Videoval undanfarna áratugi. Eins og nafnið gefur til kynna leigðu viðskiptavinir sér myndbandsspólur í sjoppunni um árabil. Útleigu DVD-spóla var hætt fyrir einu eða hálfu ári og fókusinn settur á sælgætið og ísinn. Opna dyrnar þegar aðrar lokast „Videoleigan var mjög vinsæl. Bæði hjá heimafólki og svo komu sumarhúsaleigjendur og leigðu sér mynd,“ segir Svala Júlía Ólafsdóttir. Hún hefur staðið vaktina í Videovali með Sigrúnu Björnsdóttur móður sinni undanfarin ár. Opnunartíminn hefur verið frá 20-22 svo til alla daga ársins. Mæðgurnar Sigrún og Júlía Svala hafa séð Siglfirðingum fyrir nammi og ís um árabil. Opnunartíminn er til kominn vegna þess að þá lokar önnur verslun dyrum sínum í bænum. Þetta er því eini staðurinn til að sækja sér eitthvað sætt eftir átta á kvöldin. En nú styttist í síðustu vaktina. „Móðir mín ætlaði að hætta að vinna, hún á þetta fyrirtæki. Ég ætla að minnka við mig og vera meira með fjölskyldunni,“ segir Svala Júlía. Vaktirnar í sjoppunni hafa verið algjör aukavinna á ekki svo fjölskylduvænum tíma. Svölu Júlíu rekur í rogastans þegar hún er spurð út í sögu sjoppunnar, hvenær henni var komið á koppinn. „Ég man eftir þessari sjoppu frá því ég var barn, og ég er orðin 43 ára,“ segir Svala Júlía. Móðir hennar hafi líklega stýrt rekstrinum í um áratug. Mikið tækifæri í boði „Við erum eini nammibarinn í bænum og svo erum við með ísvél sem er mjög vinsæl,“ segir Svala Júlía. Ísvélin á bensínstöðinni er að hennar sögn aðeins opin á sumrin. Það gildi víða á landsbyggðinni þar sem segja má að opnunartími ísvéla á bensínstöðvum sé í öfugu hlutfalli við hitastigið. Opið á sumrin, lokað á veturna. „Fólk gerir sér ferð frá Dalvík til að kaupa sér ís.“ Auk þess hafa þær mæðgur haft á sölu allt frá leikföngum yfir í dýrafóður og rafrettur. Húsnæðið og reksturinn er til sölu og hefur verið í nokkurn tíma. Uppsett verð er 21,5 milljónir króna. „Það er ekki mikið verð sett á þetta,“ segir Svala Júlía fullviss um að þarna sé á ferðinni mikið tækifæri fyrir fólk sem hafi tíma. Fjallabyggð Verslun Neytendur Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Það má telja fullvíst að langflestir Siglfirðingar hafi komið einu sinni eða oftar í Videoval undanfarna áratugi. Eins og nafnið gefur til kynna leigðu viðskiptavinir sér myndbandsspólur í sjoppunni um árabil. Útleigu DVD-spóla var hætt fyrir einu eða hálfu ári og fókusinn settur á sælgætið og ísinn. Opna dyrnar þegar aðrar lokast „Videoleigan var mjög vinsæl. Bæði hjá heimafólki og svo komu sumarhúsaleigjendur og leigðu sér mynd,“ segir Svala Júlía Ólafsdóttir. Hún hefur staðið vaktina í Videovali með Sigrúnu Björnsdóttur móður sinni undanfarin ár. Opnunartíminn hefur verið frá 20-22 svo til alla daga ársins. Mæðgurnar Sigrún og Júlía Svala hafa séð Siglfirðingum fyrir nammi og ís um árabil. Opnunartíminn er til kominn vegna þess að þá lokar önnur verslun dyrum sínum í bænum. Þetta er því eini staðurinn til að sækja sér eitthvað sætt eftir átta á kvöldin. En nú styttist í síðustu vaktina. „Móðir mín ætlaði að hætta að vinna, hún á þetta fyrirtæki. Ég ætla að minnka við mig og vera meira með fjölskyldunni,“ segir Svala Júlía. Vaktirnar í sjoppunni hafa verið algjör aukavinna á ekki svo fjölskylduvænum tíma. Svölu Júlíu rekur í rogastans þegar hún er spurð út í sögu sjoppunnar, hvenær henni var komið á koppinn. „Ég man eftir þessari sjoppu frá því ég var barn, og ég er orðin 43 ára,“ segir Svala Júlía. Móðir hennar hafi líklega stýrt rekstrinum í um áratug. Mikið tækifæri í boði „Við erum eini nammibarinn í bænum og svo erum við með ísvél sem er mjög vinsæl,“ segir Svala Júlía. Ísvélin á bensínstöðinni er að hennar sögn aðeins opin á sumrin. Það gildi víða á landsbyggðinni þar sem segja má að opnunartími ísvéla á bensínstöðvum sé í öfugu hlutfalli við hitastigið. Opið á sumrin, lokað á veturna. „Fólk gerir sér ferð frá Dalvík til að kaupa sér ís.“ Auk þess hafa þær mæðgur haft á sölu allt frá leikföngum yfir í dýrafóður og rafrettur. Húsnæðið og reksturinn er til sölu og hefur verið í nokkurn tíma. Uppsett verð er 21,5 milljónir króna. „Það er ekki mikið verð sett á þetta,“ segir Svala Júlía fullviss um að þarna sé á ferðinni mikið tækifæri fyrir fólk sem hafi tíma.
Fjallabyggð Verslun Neytendur Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira