Innlent

Fundu fyrir skjálftanum á Akur­eyri og Ólafs­firði

Máni Snær Þorláksson skrifar
Jarðskjálftinn átti upptök sín rúmlega níu kílómetrum austan við Grímsey.
Jarðskjálftinn átti upptök sín rúmlega níu kílómetrum austan við Grímsey. Vísir/Jóhann K.

Jarðskjálfti að stærð 3,8 mældist rúmlega níu kílómetrum austan við Grímsey klukkan 19:22 í kvöld. Skjálftinn fannst víða á Norðurlandi og hefur nokkur eftirskjálftavirkni fylgt honum. 

Náttúruvárvakt Veðurstofu Íslands segir jarðskjálftahrinur vera algengar á þessu svæði. Nýlega hafi mælst aðrir skjálftar en þó ekki jafn stórir og sá sem mældist í kvöld. „Það hafa verið hrinur þarna í gegnum tíðina,“ segir vakthafandi veðurfræðingur í samtali við fréttastofu. Enginn órói eða neitt svoleiðis sé á svæðinu.

„Það er svolítið síðan við höfum fengið af þessari stærðargráðu á þessu svæði.“

Veðurstofu hafa borist nokkrar tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist í byggð. Veðurfræðingurinn segir í samtali við fréttastofu að tilkynningar hafi borist frá fólki á Akureyri og Ólafsfirði.

 „Fólk er að lýsa þessu sem það hafi verið ákveðin og lítil hreyfing. Ekki svona eins og stærstu skjálftarnir, eins og bíll hafi keyrt á vegg eða svoleiðis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×