Ráðstefnubærinn Siglufjörður – líf og störf heimamanna fylgir með Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. september 2023 11:30 Guðlaugur Þór afhenti verðlaun á ráðstefnunni fyrir bestu veggspjöldin. Hér er hann með einum sigurvegaranum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um hundrað manna ráðstefna Evrópsku Kítinsamtakanna, „EUCHIS 2023“ fór fram á Siglufirði í síðustu viku dagana 11. til 14. september. Samtökin eru leiðandi á heimsvísu í kítíniðnaðnum og sóttu rúmlega hundrað vísindamenn og fólk úr nýsköpunargeiranum vítt og breitt um heiminn ráðstefnuna, sem þótti takast einstaklega vel. Ólöf Ýrr Atladóttir, fyrrverandi ferðamálastjóri, sem er með ferðaskrifstofuna „Sóti Summits“ á Siglufirði sá um skipulagningu ráðstefnunnar og segir Siglufjörð frábærar ráðstefnubæ. „Já, Siglufjörður er frábær vettvangur fyrir ráðstefnur af þessari stærðargráðu. Hér er öll umgjörð til staðar, salir, veitingar og gisting, en ekki síður skiptir máli að hér er hægt að brjóta ráðstefnuformið ögn upp. Hér fær fólk tækifæri til að vera aðeins úti og njóta afþreyingar sem hefur beina skírskotun í líf og störf heimamanna. Ráðstefnugestir njóta meiri samvista og kynnast betur í umhverfi sem þessu og fá jafnframt sterka tilfinningu fyrir þeim stað sem er heimsóttur. Það skilar sér í frjórri umræðu meðal ráðstefnugesta og getur byggt undir framtíðar samstarf og vinnutengsl,“ segir Ólöf Ýrr. Ólöf Ýrr Atladóttir, sem sá um skipulagningu ráðstefnunnar á Siglufirði í síðustu viku en hún er með fyrirtækið „Sóti Summits“, sem tekur að sér skipulagningu viðburða og ráðstefna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra mætti meðal annars á ráðstefnuna til að veita verðlaun fyrir bestu veggspjöldin en þau fóru til þriggja ungra vísindamanna. „Forsvarsfólki ráðstefnunnar þótti mikill heiður að því að Guðlaugur Þór skyldi koma og veita verðlaunin. Það skiptir máli fyrir ungt vísindafólk að finna að tekið sé eftir þeirra framlagi og það metið,“ segir Ólöf Ýrr. Mikil ánægja var með ráðstefnuna og allan aðbúnað á Siglufirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kítósan er lífvirkt náttúrulegt efni Fyrir þá sem ekki vita þá er Kítósan lífvirkt náttúrulegt efni, sem leysa mun mörg kemísk efni af hólmi, og hafa yfirgripsmiklar rannsóknir átt sér stað um allan heim á þessar fjölþættu fjölliðu. Kítósan brotnar auðveldlega niður í náttúrunni og hefur reynst hafa margvíslega og margbreytilega nýtingarmöguleika, m.a. innan læknisfræði, efnafræði, landbúnaðar, í sáravörum, snyrtivörum og fæðubótarefnum, sem og í hreinsun vatns. Sjálfbær framleiðsla og þróun á nýtingarmöguleikum efnisins styður við Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna m.a. vegna jákvæðra umhverfisáhrifa. Ráðherra nýtti tækifærið og hitti bæjarstjóra Fjallabyggðar, Sigríði Ingvarsdóttur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjallabyggð Ráðstefnur á Íslandi Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Sjá meira
Ólöf Ýrr Atladóttir, fyrrverandi ferðamálastjóri, sem er með ferðaskrifstofuna „Sóti Summits“ á Siglufirði sá um skipulagningu ráðstefnunnar og segir Siglufjörð frábærar ráðstefnubæ. „Já, Siglufjörður er frábær vettvangur fyrir ráðstefnur af þessari stærðargráðu. Hér er öll umgjörð til staðar, salir, veitingar og gisting, en ekki síður skiptir máli að hér er hægt að brjóta ráðstefnuformið ögn upp. Hér fær fólk tækifæri til að vera aðeins úti og njóta afþreyingar sem hefur beina skírskotun í líf og störf heimamanna. Ráðstefnugestir njóta meiri samvista og kynnast betur í umhverfi sem þessu og fá jafnframt sterka tilfinningu fyrir þeim stað sem er heimsóttur. Það skilar sér í frjórri umræðu meðal ráðstefnugesta og getur byggt undir framtíðar samstarf og vinnutengsl,“ segir Ólöf Ýrr. Ólöf Ýrr Atladóttir, sem sá um skipulagningu ráðstefnunnar á Siglufirði í síðustu viku en hún er með fyrirtækið „Sóti Summits“, sem tekur að sér skipulagningu viðburða og ráðstefna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra mætti meðal annars á ráðstefnuna til að veita verðlaun fyrir bestu veggspjöldin en þau fóru til þriggja ungra vísindamanna. „Forsvarsfólki ráðstefnunnar þótti mikill heiður að því að Guðlaugur Þór skyldi koma og veita verðlaunin. Það skiptir máli fyrir ungt vísindafólk að finna að tekið sé eftir þeirra framlagi og það metið,“ segir Ólöf Ýrr. Mikil ánægja var með ráðstefnuna og allan aðbúnað á Siglufirði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kítósan er lífvirkt náttúrulegt efni Fyrir þá sem ekki vita þá er Kítósan lífvirkt náttúrulegt efni, sem leysa mun mörg kemísk efni af hólmi, og hafa yfirgripsmiklar rannsóknir átt sér stað um allan heim á þessar fjölþættu fjölliðu. Kítósan brotnar auðveldlega niður í náttúrunni og hefur reynst hafa margvíslega og margbreytilega nýtingarmöguleika, m.a. innan læknisfræði, efnafræði, landbúnaðar, í sáravörum, snyrtivörum og fæðubótarefnum, sem og í hreinsun vatns. Sjálfbær framleiðsla og þróun á nýtingarmöguleikum efnisins styður við Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna m.a. vegna jákvæðra umhverfisáhrifa. Ráðherra nýtti tækifærið og hitti bæjarstjóra Fjallabyggðar, Sigríði Ingvarsdóttur.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Fjallabyggð Ráðstefnur á Íslandi Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Sjá meira