Óþefur í Ólafsfirði „hátíð“ miðað við það sem áður var Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. júlí 2023 06:46 Frá verksmiðju Norlandia í Ólafsfirði. Já.is Bæjarráði Fjallabyggðar berast ítrekaðar kvartanir vegna lyktarmengunar í Ólafsfirði frá fiskverkunarfyrirtækinu Norlandia og hefur borist þær um nokkurra ára skeið. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra segir að svo virðist vera sem þolinmæði gagnvart ólykt sé minni en áður og segir kvartanir einnig hafa borist vegna ólyktar á Siglufirði. Í bókun bæjarráðs frá bæjarráðsfundi síðastliðinn föstudag óskar ráðið eftir því í ljósi ítrekaðra kvartana að heilbrigðisfulltrúi Norðurlands vestra komi á fund ráðsins og kynni fyrir ráðinu eftirfylgniáætlun embættisins. Norlandia er hausaþurrkunarverksmiðja og hafa íbúar reglulega kvartað undan ólykt undanfarin ár. Bæjarráð Fjallabyggðar segir í bókun sinni að mikilvægt sé að grunnur verði lagður að því að tryggja sanngjarna málsmeðferð gagnvart bæði íbúum og starfsemi Norlandia. Vísir hefur ekki tali af Ásgeir Loga Ásgeirssyni, eiganda Norlandia vegna málsins. Ekki farið fiskur í fyrirtækið síðan á fimmtudag Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra, segir í samtali við Vísi að farið hafi verið í talsverðar mengunarvarnaraðgerðir og endurbætur hjá fyrirtækinu sem hann telur hafa heppnast vel. Mótor hafi hins vegar bilað hjá fyrirtækinu í vor með tilheyrandi lyktarmengun. Lítið þol hafi verið fyrir umhverfisáhrifum af hálfu starfsemi fyrirtækisins nú. „Núna liggur starfsemin niðri og það hefur ekki farið fiskur inn í fyrirtækið síðan á fimmtudag,“ segir Sigurjón. Starfsemi muni líklega ekki hefjast aftur fyrr en í ágúst. Þriðja eftirlitsferðin í dag Sigurjón kveðst hafa farið tvisvar í eftirlit á Ólafsfjörð í sumar. 15. júní og svo aftur 3. júlí. Þriðja eftirlitsferðin verður farin í dag 12. júlí. „Þá fann ég enga lykt á góðum tíma. Ég vissi af því að það hafði bilað vifta og það getur vel verið að kvartanir berist vegna þess að fólk er búið með allt þol gagnvart þessu,“ segir Sigurjón. Hann segir að stofnuninni hafi einnig borist kvartanir vegna lyktar á Siglufirði, þá vegna starfsemi Primex, fyrirtækis sem framleiðir kítín og kítósan úr rækjuskel. „Ástandið í Ólafsfirði núna er hátíð miðað við hvernig það var fyrir tveimur árum. Almennt má segja að þol fólks gagnvart svona lykt hefur minnkað.“ Fjallabyggð Umhverfismál Sjávarútvegur Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Í bókun bæjarráðs frá bæjarráðsfundi síðastliðinn föstudag óskar ráðið eftir því í ljósi ítrekaðra kvartana að heilbrigðisfulltrúi Norðurlands vestra komi á fund ráðsins og kynni fyrir ráðinu eftirfylgniáætlun embættisins. Norlandia er hausaþurrkunarverksmiðja og hafa íbúar reglulega kvartað undan ólykt undanfarin ár. Bæjarráð Fjallabyggðar segir í bókun sinni að mikilvægt sé að grunnur verði lagður að því að tryggja sanngjarna málsmeðferð gagnvart bæði íbúum og starfsemi Norlandia. Vísir hefur ekki tali af Ásgeir Loga Ásgeirssyni, eiganda Norlandia vegna málsins. Ekki farið fiskur í fyrirtækið síðan á fimmtudag Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra, segir í samtali við Vísi að farið hafi verið í talsverðar mengunarvarnaraðgerðir og endurbætur hjá fyrirtækinu sem hann telur hafa heppnast vel. Mótor hafi hins vegar bilað hjá fyrirtækinu í vor með tilheyrandi lyktarmengun. Lítið þol hafi verið fyrir umhverfisáhrifum af hálfu starfsemi fyrirtækisins nú. „Núna liggur starfsemin niðri og það hefur ekki farið fiskur inn í fyrirtækið síðan á fimmtudag,“ segir Sigurjón. Starfsemi muni líklega ekki hefjast aftur fyrr en í ágúst. Þriðja eftirlitsferðin í dag Sigurjón kveðst hafa farið tvisvar í eftirlit á Ólafsfjörð í sumar. 15. júní og svo aftur 3. júlí. Þriðja eftirlitsferðin verður farin í dag 12. júlí. „Þá fann ég enga lykt á góðum tíma. Ég vissi af því að það hafði bilað vifta og það getur vel verið að kvartanir berist vegna þess að fólk er búið með allt þol gagnvart þessu,“ segir Sigurjón. Hann segir að stofnuninni hafi einnig borist kvartanir vegna lyktar á Siglufirði, þá vegna starfsemi Primex, fyrirtækis sem framleiðir kítín og kítósan úr rækjuskel. „Ástandið í Ólafsfirði núna er hátíð miðað við hvernig það var fyrir tveimur árum. Almennt má segja að þol fólks gagnvart svona lykt hefur minnkað.“
Fjallabyggð Umhverfismál Sjávarútvegur Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira