Nýja-Sjáland

Fréttamynd

Jarðskjálfti 5,9 að stærð á Nýja-Sjálandi

Jarðskjálfti sem mældist 5,9 að stærð reið yfir á Norðureyju Nýja-Sjálands nú fyrir stuttu. Upptök skjálftans voru á miðri eyjunni en hann er sagður hafa fundist víðast hvar í landinu, þar á meðal á Suðureyjunni.

Erlent
Fréttamynd

Metfjöldi umsagna um frumvarp sem bannar bælingarmeðferð

Metfjöldi umsagna hefur borist um frumvarp stjórnvalda á Nýja-Sjálandi sem bannar svokallaðar bælingarmeðferðir (e. conversion therapy) gegn samkynhneigð. Stuðningsmenn eru vongóðir um að meirihluti umsagnaraðila séu fylgjandi frumvarpinu.

Erlent
Fréttamynd

Nýsjálensk börn verði bólusett

Stjórnvöld á Nýja Sjálandi heimiluðu í gær að börn á aldrinum tólf til fimmtán ára verði bólusett en hingað til hafa einungis þeir sem náð hafa sextán ára aldri getað fengið bólusetningu í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Lok og læs á Nýja-Sjálandi út árið

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands tilkynnti í gær að landamæri ríkisins verði lokuð út þetta ár vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar. Það væri besta leiðin til að halda veirunni í skefjum og efnahagslífinu gangandi.

Erlent
Fréttamynd

24 ára Ólympíufari fannst látin

Nýsjálenska hjólreiðakonan Olivia Podmore er látin en hún fannst á heimili sínu í gær. Örlög hennar eru mikið áfall fyrir alla í íþróttaheiminum á Nýja Sjálandi og víðar.

Sport
Fréttamynd

Lýsir erfiðu lífi í ný­­sjá­­lensku leiðinni

Hin svo­kallaða „ný­sjá­lenska leið“ í bar­áttunni við heims­far­aldurinn, sem margir stjórnar­and­stæðingar hafa talað fyrir í fjölda mánaða, er engin útópía og henni fylgja ýmsir gallar sem hafa farið fram hjá Ís­lendingum í um­ræðunni, að sögn Sigur­geirs Péturs­sonar, ræðis­manns Ís­lands á Nýja-Sjá­landi.

Erlent
Fréttamynd

Lífið í „nýsjálensku leiðinni“

Þann 25.júli skrifaði Gunnar Smári Egilsson pistil á þessum vettvangi þar sem hann lofar það sem hann kallar „nýsjálensku leiðina“ i baráttunni við COVID. Þar týnir hann til tölur um tilfelli af veirunni og dauðsföll á Nýja Sjálandi, sem eru mun lægri en í flestum öðrum löndum, eins og hann réttilega bendir á. Hálfgerð „útópía“ að hans mati.

Skoðun
Fréttamynd

Pottaplanta selst á 2,3 milljónir króna

Níu blaða pottaplanta seldist í gær á jafnvirði 2,3 milljóna íslenskra króna á nýsjálenskri uppboðssíðu. Um er að ræða dýrustu inniplöntu sem selst hefur á síðunni.

Erlent
Fréttamynd

Lögregluyfirvöld léku á glæpahópa með njósnaforriti

Lögregluyfirvöld víða um heim hafa handtekið hundruð glæpamanna þökk sé smáforriti sem starfrækt var af bandarísku alríkislögreglunni. Um var að ræða spjallforrit sem komið var í dreifingu meðal glæpahópa og gat lögregla þannig njósnað um öll samtöl sem fóru fram í forritinu.

Erlent
Fréttamynd

Fjórir slasaðir eftir hnífaárás í matvöruverslun

Að minnsta kosti fjórir eru alvarlega slasaðir eftir að maður gekk berserksgang í matvöruverslun á Suðureyju Nýja Sjálands í morgun. Þrír eru sagðir í alvarlegu ástandi og árásarmaðurinn virðist hafa verið handtekinn.

Erlent
Fréttamynd

Ósætti innan njósnabandalagsins

Ósætti er innan „Five Eyes“, stærsta njósnabandalags heims, eftir að Nýja-Sjáland neitaði að taka þátt í gagnrýni á meint mannréttindabrot Kínverja.

Erlent
Fréttamynd

Stefna að sam­fé­lagi án sígarettna

Nýja-Sjáland hyggst útrýma tóbaksreykingum í landinu fyrir árið 2025. Aðstoðarheilbrigðisráðherra landsins segir brýnt að vernda komandi kynslóðir fyrir þeim hættum sem fylgja tóbaksreykingum, enda deyi hátt í fimm þúsund Nýsjálendingar ár hvert af völdum tóbaks.

Erlent
Fréttamynd

Verður sviptur riddara­tign vegna barna­níðs

Einn þekktasti viðskiptamaður Nýja-Sjálands, Ron Brierley, hefur gengist við því að hafa haft barnaníðsefni í fórum sínum. Myndefnið sýndi börn allt niður í tveggja ára gömul. Vinna er hafin við að svipta Brierley riddaratign vegna málsins.

Erlent
Fréttamynd

Viðbúnaðarstig vegna flóðbylgjuhættu lækkað

Í morgun var viðbúnaðarstig vegna flóðbylgjuhættu lækkað á Nýja-Sjálandi. Almannavarnir gáfu í gærkvöldi út viðvörun vegna flóðbylgjuhættu sem gæti ógnað landi og höfn. Nú er hætta aðeins talin steðja að sjávarsíðunni og höfninni.

Erlent
Fréttamynd

Jarðskjálfti 8 að stærð á Nýja-Sjáland

Jarðskjálfti sem mældist 8 að stærð reið yfir úti fyrir norðurströndum Nýja-Sjálands nú fyrir stundu, eða að morgni föstudags að staðartíma. Þetta er þriðji stóri skjálftinn sem mælst hefur á svæðinu í dag en sá fyrsti mældist 7,2 að stærð um klukkan hálf þrjú að nóttu að staðartíma. Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út vegna skjálftanna.

Erlent
Fréttamynd

Þéttum landamærin, opnum innanlands

Um helgina greindust þrír einstaklingar í sömu fjölskyldunni með kórónuveiruna í Auckland á Nýja-Sjálandi. Hér á landi hefur sóttvarnalæknir um nokkurra vikna skeið bent á mikilvægi þess að koma í veg fyrir að kórónuveiran leki inn í landið með fólki sem kemur að utan. Það sé forsenda þess að losa um samkomutakmarkanir innanlands.

Skoðun
Fréttamynd

Þrjú smituð og öllu skellt í lás

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur fyrirskipað þriggja daga útgöngubann og harðar sóttvarnaaðgerðir í Auckland, stærstu borg landsins, eftir að þrír einstaklingar greindust þar með kórónuveiruna.

Erlent
Fréttamynd

Lífið orðið eins og það var fyrir Covid

Íslensk kona á Nýja-Sjálandi segir að lífið þar í landi sé orðið eins og það var fyrir Covid. Myndir af stærðarinnar tónleikum hafa vakið heimsathygli og efnahagslífið nær viðspyrnu þrátt fyrir lokun landamæranna.

Erlent