Erlent

Komst lífs af eftir fjór­tán tíma volk í sjónum

Atli Ísleifsson skrifar
Félagar Perevertilov á skipinu tóku ekki eftir atvikinu og það liðu sex klukkutímar áður en hans var saknað. Myndin er úr safni.
Félagar Perevertilov á skipinu tóku ekki eftir atvikinu og það liðu sex klukkutímar áður en hans var saknað. Myndin er úr safni. Getty

Sjómaður frá Litháen sem féll fyrir borð á skipi sínu í Kyrrahafi komst lífs af eftir fjórtán klukkustunda volk í sjónum án björgunarvestis.

Hinn 52 ára Vidam Perevertilov er vélstjóri á skipi sem siglir með vistir frá Nýja-Sjálandi og til hinnar afskekktu Pitcairn-eyjar í Kyrrahafinu. Að lokinni vakt segist hann hafa farið upp á dekk og þar virðist hann hafa fengið aðsvif og fallið í sjóinn.

Í frétt Guardian segir að félagar hans á skipinu hafi ekki tekið eftir atvikinu og það liðu sex klukkutímar áður en hans var saknað.

Þá sneri skipstjórinn við og að lokum fundu þeir félaga sinn á reki í sjónum. Honum hafði tekist að synda nokkra kílómetra að gamalli fiskibauju sem var þar á reki og ákvað hann að hanga á henni, sem varð honum til lífs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×