Erlent

Ný­sjá­lendingar banna komandi kyn­slóðum að kaupa tóbak

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Um þrettán prósent Nýsjálendinga reykja, sem er um fimm prósentum minna en var fyrir áratug.
Um þrettán prósent Nýsjálendinga reykja, sem er um fimm prósentum minna en var fyrir áratug. Getty

Enginn Nýsjálendingur sem fæddur er 2008 eða síðar mun geta keypt sér tóbaksvörur, nái ný lög sem boðuð hafa verið af ríkisstjórn landsins fram að ganga.

Heilbrigðisráðherra landsins Dr. Ayesha Verall segir að markmiðið sé að koma alfarið í veg fyrir að yngri kynslóðir Nýja-Sjálands byrji að reykja.

Lagasetningin er liður í víðtæku átaki sem miðar að því að draga úr reykingum og á meðal annarra ráða sem grípa á til er að takmarka aðgengi að sígarettum og draga úr innihaldi nikótíns í þeim.

Um þrettán prósent Nýsjálendinga reykja, sem er um fimm prósentum minna en var fyrir áratug.

Hlutfallið hjá frumbyggjum landsins, Maóríum, er þó mun hærra, en þar reykja ríflega þrjátíu prósent. Markmiðið nýja átaksins er hinsvegar að eftir þrjú ár reyki aðeins fimm prósent landsmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×