Segir Ardern hafa skipulagt að kona tæki við sem forsætisráðherra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 18:30 Tuilaepa var sá forsætisráðherra sem lengst hafði setið á valdastóli í heiminum. Hann segir Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, hafa skipulagt að hann skyldi tapa í þingskosningum í vor. Vísir/Getty Fyrrverandi forsætisráðherra Samóa eyja hefur sakað Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, um að hafa beitt sér fyrir að hann tapaði nýafstöðnum kosningum og komið fyrstu konunni í embættið. „Ég er farinn að halda að Nýja Sjáland hafi staðið að baki þessu öllu,“ sagði Tuilaepa Sa‘ilele Malielegaoi, fyrrverandi forsætisráðherra Samóa, í viðtali við ríkisútvarp landsins á laugardagskvöld. Fréttastofa Guardian greinir frá. Tuilaepa hefur verið forsætisráðherra eyríkisins í rúm 22 ár. Þegar þingkosningar fóru fram í apríl var hann sá forsætisráðherra sem lengst hafði þjónað embættinu á heimsvísu, áður en hann tapaði kosningunum, sem vakti mikla athygli. Fiame Naomi Mata‘afa bar sigur úr bítum í kosningunni og varð þar með fyrsti kvenforsætisráðherra Samóa þegar hún tók við starfinu í lok júlímánaðar. Mata‘afa var í sama flokki og Tuilaepa allt þar til í fyrra þegar hún sagði skilið við flokk hans, Mannréttindaflokkinn (HRPP), sem hefur farið með völd á Samóa í 39 ár. Tuilaepa neitaði að viðurkenna sigur Mata‘afa í nokkra mánuði eftir kosningarnar, dró niðurstöður dómstóla um kosningarnar í efa og sakaði hana og samflokksmenn hennar um landráð. Dómstólar á Samóa hafa staðfest niðurstöður kosninganna en þrátt fyrir það dregur Tuilaepa enn úr lögmæti þeirra. Fiame Naomi Mata'afa er fyrsta konan sem gegnir embætti forsætisráðherra á Samóaeyjum.Hagen Hopkins/Getty „Svo virðist sem forsætiráðherra Nýja Sjálands hafi viljað að Samóa hefði kvenkyns forsætisráðherra, sem hefur blindað hana frá því sem stjórnarskrá okkar leyfir,“ sagði Tuilaepa í viðtalinu á laugardag. Að loknum kosningum í Apríl varð eiginleg stjórnmálakreppa í landinu. Til dæmis læsti Tuilaepa Mata‘afe og samflokksmenn hennar út úr þinghúsinu daginn sem átti að setja hana í embætti. Í lok júlímánaðar höfðu dómstólar í Samóa hins vegar dæmt svo að Mata‘afa og flokkur hennar FAST væri raunverulegur sigurvegari kosninganna. Hún var sett í embætti fyrir júlílok og aðrar Kyrrahafsþjóðir hafa viðurkennt að hún sé réttmætur forsætisráðherra landsins. Ardern var meðal fyrstu þjóðarleiðtoga til að viðurkenna sigur Mata‘ame eftir að dómstólar staðfestu sigurinn. Tuilaepa vill hins vegar meina að viðurkenning Ardern á sigri Mata‘afa, svo stuttu eftir að dómstólar tilkynntu niðurstöðuna, sé sönnun á því að Ardern hafi beitt sér fyrir sigri Mata‘afa. Ríkisstjórn Nýja Sjálands hafi þá „skipulagt þetta allan tímann“. Ardern hefur neitað þessum ásökunum. Nýja Sjáland er helsta frændþjóð Samóa-eyja og býr fjöldi Samóamanna í Nýja Sjálandi. Nýja-Sjáland Samóa Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Sjá meira
„Ég er farinn að halda að Nýja Sjáland hafi staðið að baki þessu öllu,“ sagði Tuilaepa Sa‘ilele Malielegaoi, fyrrverandi forsætisráðherra Samóa, í viðtali við ríkisútvarp landsins á laugardagskvöld. Fréttastofa Guardian greinir frá. Tuilaepa hefur verið forsætisráðherra eyríkisins í rúm 22 ár. Þegar þingkosningar fóru fram í apríl var hann sá forsætisráðherra sem lengst hafði þjónað embættinu á heimsvísu, áður en hann tapaði kosningunum, sem vakti mikla athygli. Fiame Naomi Mata‘afa bar sigur úr bítum í kosningunni og varð þar með fyrsti kvenforsætisráðherra Samóa þegar hún tók við starfinu í lok júlímánaðar. Mata‘afa var í sama flokki og Tuilaepa allt þar til í fyrra þegar hún sagði skilið við flokk hans, Mannréttindaflokkinn (HRPP), sem hefur farið með völd á Samóa í 39 ár. Tuilaepa neitaði að viðurkenna sigur Mata‘afa í nokkra mánuði eftir kosningarnar, dró niðurstöður dómstóla um kosningarnar í efa og sakaði hana og samflokksmenn hennar um landráð. Dómstólar á Samóa hafa staðfest niðurstöður kosninganna en þrátt fyrir það dregur Tuilaepa enn úr lögmæti þeirra. Fiame Naomi Mata'afa er fyrsta konan sem gegnir embætti forsætisráðherra á Samóaeyjum.Hagen Hopkins/Getty „Svo virðist sem forsætiráðherra Nýja Sjálands hafi viljað að Samóa hefði kvenkyns forsætisráðherra, sem hefur blindað hana frá því sem stjórnarskrá okkar leyfir,“ sagði Tuilaepa í viðtalinu á laugardag. Að loknum kosningum í Apríl varð eiginleg stjórnmálakreppa í landinu. Til dæmis læsti Tuilaepa Mata‘afe og samflokksmenn hennar út úr þinghúsinu daginn sem átti að setja hana í embætti. Í lok júlímánaðar höfðu dómstólar í Samóa hins vegar dæmt svo að Mata‘afa og flokkur hennar FAST væri raunverulegur sigurvegari kosninganna. Hún var sett í embætti fyrir júlílok og aðrar Kyrrahafsþjóðir hafa viðurkennt að hún sé réttmætur forsætisráðherra landsins. Ardern var meðal fyrstu þjóðarleiðtoga til að viðurkenna sigur Mata‘ame eftir að dómstólar staðfestu sigurinn. Tuilaepa vill hins vegar meina að viðurkenning Ardern á sigri Mata‘afa, svo stuttu eftir að dómstólar tilkynntu niðurstöðuna, sé sönnun á því að Ardern hafi beitt sér fyrir sigri Mata‘afa. Ríkisstjórn Nýja Sjálands hafi þá „skipulagt þetta allan tímann“. Ardern hefur neitað þessum ásökunum. Nýja Sjáland er helsta frændþjóð Samóa-eyja og býr fjöldi Samóamanna í Nýja Sjálandi.
Nýja-Sjáland Samóa Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Sjá meira