Erlent

Smit á Nýja-Sjálandi en áfram opið fyrir ferðalög til Ástralíu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Auckland á Nýja-Sjálandi.
Auckland á Nýja-Sjálandi.

Starfsmaður á flugvellinum í Auckland á Nýja Sjálandi hefur verið greindur með kórónuveiruna, aðeins einum sólahring eftir að opnað var fyrir ferðalög á milli Nýja Sjálands og Ástralíu.

Jacinda Ardern forsætisráðherra landsins segir að smitið tengist því þó ekki á nokkurn hátt, heldur hafi starfsmaðurinn verið að hreinsa flugvél sem kom frá áhættusvæði þar sem smit eru útbreidd. 

Því hefur verið ákveðið að halda því áfram opnu að fólk geti ferðast óhindrað milli landanna tveggja án þess að þurfa að sæta sóttkví. 

Þúsundir farþega fóru á milli landanna í gær en í venjulegu árferði eru mikil tengsl þar á milli. 

Bæði löndin hafa fengið mikið lof fyrir hvernig þeim hefur tekist að hafa tök á faraldrinum, rúmlega níuhundruð manns hafa látist í Ástralíu og aðeins tuttugu og sex á Nýja Sjálandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×