Stjórnsýsla

Fréttamynd

Þegar leik­reglurnar líkjast löngu­vit­leysu

Í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna kemur fram að brjóti starfsmaður af sér í starfi skuli stjórnandi veita viðkomandi áminningu. Áminning er viðvörun sem hefur þó ekki skýran gildistíma en oft er miðað við eitt til tvö ár. Brjóti starfmaður sem áður hefur verið áminntur aftur af sér í starfi en með öðrum hætti teljast brotin ótengd.

Skoðun
Fréttamynd

Kaffikarlar fyrir vestan segja tafir stofnanafólks óeðlilegar

„Það er alveg sama hvað við ætlum að reyna að fá. Við fáum aldrei neitt. Sérðu með laxeldið. Það eru bara einhverjir sportveiðimenn sem ráða því. Við viljum bara fá laxeldið í Djúpið,“ segir Pétur Runólfsson, einn karlanna sem við hittum að skrafi í Olís-búðinni í Bolungarvík.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt ráðuneyti – ný vinnubrögð

Með gagnsæjum vinnubrögðum munum við auka samfélagslega sátt. Matvælaráðuneyti tók til starfa 1. febrúar. Ráðuneytið byggir á grunni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis auk þess sem málefni landgræðslu og skógræktar hafa bæst við. Ráðuneyti matvæla byggir á grunni málaflokka sem lengi hefur verið deilt um í íslensku samfélagi.

Skoðun
Fréttamynd

Skýrsla Ríkisendurskoðunar staðfestir brotalamir í tollaframkvæmd

Þann 21. febrúar sl. kynnti Ríkisendurskoðun niðurstöður nýrrar stjórnsýsluúttektar á tollframkvæmd vegna landbúnaðarafurða. Skýrslan dregur fram hvernig tollaframkvæmd og tollaeftirlit fer fram á Íslandi. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA) velur að mála niðurstöður skýrslunnar skrautlegum litum

Skoðun
Fréttamynd

Brot landlæknis á lögum bitni á mikilvægri samkeppni

„Það er alltaf alvarlegt þegar lögum er ekki fylgt. Þegar um er að ræða lög um opinber innkaup bitnar það á mikilvægri samkeppni," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir nýsköpunarráðherra um nýfallinn úrskurð kærunefndar um útboðsmál þar sem Kara Connect kærði landlækni fyrir að brjóta gegn lögum um opinber innkaup og hafði betur.

Innherji
Fréttamynd

Falla frá málinu og greiða Hafdísi Helgu miskabætur

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur ákveðið að falla frá áframhaldandi málarekstri gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að sáttin hljóði upp á 2,3 milljóna króna miskabótagreiðslu auk málskostnaðar.

Innlent
Fréttamynd

Íslensk fyrirtæki sett í vonlausa stöðu þegar landlæknir fylgir ekki lögum

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Kara Connect sem kærði landlækni fyrir að brjóta gegn lögum um opinber innkaup og hafði betur segir yfirvöld þurfa að svara því hvernig framtíðarfyrirkomulag í heilsutækni eigi að líta út. Ráðamenn hafi tjáð sig með skýrum hætti en lítið hafi verið að gert. Landlæknir segir að farið verði ítarlega yfir úrskurðinn áður en embættið tjáir sig frekar um málið.

Innherji
Fréttamynd

Skýrsla Ríkis­endur­skoðunar hrekur á­sakanir um tolla­svindl

Niðurstöður nýrrar stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á tollframkvæmd vegna landbúnaðarafurða sýna með óyggjandi hætti að ásakanir Bændasamtaka Íslands og Mjólkursamsölunnar á hendur innflutningsfyrirtækjum, um stórfellt svindl við innflutning á pitsuosti, áttu ekki við nein rök að styðjast.

Skoðun
Fréttamynd

Landlækni gert að greiða sekt vegna milljarðsviðskipta án útboðs

Kærunefnd útboðsmála komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði sem birtur var málsaðilum í gær, að innkaup landlæknis af Origo hf. er lúta að þróun á Heklu heilbrigðisneti, gerð og þróun Heilsuveru og þróun fjarfundarlausnar til notkunar á heilbrigðissviði, hafi verið ólögmæt og í andstöðu við lög um opinber innkaup. Innherji hefur úrskurðinn undir höndum.

Innherji
Fréttamynd

Hagstofustjóri botnar ekkert í Sigurði Inga

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra skoraði óvænt á Hagstofu Íslands að taka markaðsverð húsnæðis úr vísitölu neysluverðs. Ólafur Hjálmarsson hagstofustjóri skilur ekki hvað ráðherra er að fara.

Innlent
Fréttamynd

Ráðu­neyti í lög­villu

Það er sláandi að lesa svarbréf menningar- og viðskiptaráðuneytisins til umboðsmanns Alþingis vegna flutnings ríkisendurskoðanda yfir í ráðuneytið, ráðstöfunar þar sem 36. gr. starfsmannalaga er beitt með fordæmalausum hætti til að flytja embættismann frá eftirlitsstofnun á vegum löggjafarvaldsins og undir valdsvið ráðherra.

Skoðun
Fréttamynd

Þver­tekur fyrir að nokkuð hafi gerst milli bréfa­sendinganna

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þvertekur fyrir að afstaða hennar í máli Persónuverndar og Íslenskrar erfðagreiningar hafi breyst milli tveggja bréfa sem hún sendi forstjóranum Kára Stefánssyni. Þá telur hún ekki óeðlilegt að hún hafi tjáð sig um úrskurð Persónunefndar með þeim hætti sem hún gerði.

Innlent