Benedikt segir Laufeyju skreyta sig stolnum fjöðrum Jakob Bjarnar skrifar 20. febrúar 2023 14:59 Benedikt Erlingsson styttir spenntum kvikmyndagerðarmönnum, sem bíða þess í ofvæni hver verður skipaður nýr forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar, með pistli þar sem hann segir sínar farir ekki sléttar, í viðskiptum við Laufey Guðjónsdóttur sem nú lætur af störfum eftir tuttugu ára setu sem forstöðumaður. vísir/samsett Skipunartími Laufeyjar Guðjónsdóttur sem forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar er úti. Benedikt Erlingsson leikari og kvikmyndaleikstjóri skrifaði henni harðort bréf í kveðjuskyni sem hann birti á Facebook-síðu sinni. Þegar starfið var auglýst laust til umsóknar fylgdi það sögunni að skipað yrði í það 18. febrúar. Ekkert bólar hins vegar á skipan nýs forstjóra og ríkir mikil eftirvænting innan kvikmyndagerans, hver verður ráðinn en Laufey hefur verið forstöðumaður undanfarin tuttugu ár. Eftir því sem Vísir kemst næst hefur hæfisnefnd tekið sérstaklega viðtal við hluta sjö af fimmtán umsækjendum og í framhaldinu hefur ráðherra rætt svo við hluta af þeim hópi. Samkvæmt heimildum eru einkum fjórir sem koma til greina, þau Gísli Snær Erlingsson fyrrverandi skólastjóri London Film School, Pálmi Gunnarsson fyrrverandi dagskrárstjóri, Hrönn Sveinsdóttir forstöðumaður Bíó Paradís og Sigurrós Hilmarsdóttir, framleiðslustjóri Kvikmyndamiðstöðvar. Samkvæmt heimildum Vísis er niðurstöðu að vænta nú síðdegis. Uppfært: Gísli Snær heufr verið skipaður forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar. En Benedikt Erlingsson styttir kvikmyndagerðarmönnum biðina með því að leggja út af viðtali við Laufey sem birtist í Nordic Film and TV News. Hann vitnar í niðurlag þess viðtals þar sem hún er spurð hvað standi uppúr, og til hvers hún hugsi með sem sérstaks ánægjuefnis? Hinar stolnu fjaðrir Laufey segir margs að minnast og erfitt að velja. En það hafi verið uppgangur í greininni að undanförnu og hún heppinn að hafa starfað með miklu hæfileikafólki. Það hafi tekið tíma fyrir Ísland að vinna kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs, en það hafi tekist 2014 með Hross í oss. „Ég verð að nota þennan vettvang til að halda því til haga að Laufey Guðjónsdóttir veðjaði EKKI á Hross í oss á sínum tíma. Því hún veitti okkur ekki fullan framleiðslustyrk. Við fengum svona “mini” styrk.“ Benedikt segir að ástæðan sem honum var gefin á sínum tíma hafi verið sú að hann væri byrjandi. „Gott og vel, en á sama ári veitti hún öðrum byrjanda ríflegan fullan styrk, og svo öll næstu ár á eftir veitti hún byrjendum fulla framleiðslustyrki fyrir sínar fyrstu myndir og er það vel. En þessi litli stuðningur við Hrossið varð mér ekki sársaukalaus og af því að ég var með getulausan framleiðanda mér við hlið, þá tók ég lán, með veði í húsi mínu og safnaði fjárfestum. Það voru vinir, fjölskylda og velunnarar sem hlupu undir bagga og þannig náði ég að safna því sem upp á vantaði. Þetta er svona gamalkunnugt stef í íslenskri kvikmyndagerð.“ Skálað við Laufey rjóða í kinnum En svo vann Benedikt til Norðurlandaverðlauna fyrir „Hrossið“ fyrstur íslenskra kvikmyndagerðarmanna. „Eins og Laufey skreytir sig nú með. Það kom mér því á óvart þegar ég leitaði svo til Laufeyjar árið 2016 með næstu mynd: „Kona fer í stríð“. Þá var okkur einfaldlega hafnað. Okkur tókst þó að kría út úr henni vilyrði fyrir næsta ár 2017, en þá aftur aðeins “mini” styrk og í þetta sinn án skýringa.“ Kona fer í stríð vann svo eins og Hrossið til fjölda verðlauna, meðal annarra Norðurlandaverðlaunanna. „Og hef ég oft skálað við Laufeyju rjóða í kinnum á hátíðum þar sem þessum íslensku myndum hefur verið hampað.“ Benedikt vill ekki gera lítið úr því að forstöðumaður taki ákvarðanir, það eigi hann vitaskuld að gera en segir þá: „Ég óska þess að nýr forstöðumaður innleiði meiri heiðarleika og gegnsæi og þori að standa með ákvörðunum sínum.“ Kvikmyndagerð á Íslandi Stjórnsýsla Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Þegar starfið var auglýst laust til umsóknar fylgdi það sögunni að skipað yrði í það 18. febrúar. Ekkert bólar hins vegar á skipan nýs forstjóra og ríkir mikil eftirvænting innan kvikmyndagerans, hver verður ráðinn en Laufey hefur verið forstöðumaður undanfarin tuttugu ár. Eftir því sem Vísir kemst næst hefur hæfisnefnd tekið sérstaklega viðtal við hluta sjö af fimmtán umsækjendum og í framhaldinu hefur ráðherra rætt svo við hluta af þeim hópi. Samkvæmt heimildum eru einkum fjórir sem koma til greina, þau Gísli Snær Erlingsson fyrrverandi skólastjóri London Film School, Pálmi Gunnarsson fyrrverandi dagskrárstjóri, Hrönn Sveinsdóttir forstöðumaður Bíó Paradís og Sigurrós Hilmarsdóttir, framleiðslustjóri Kvikmyndamiðstöðvar. Samkvæmt heimildum Vísis er niðurstöðu að vænta nú síðdegis. Uppfært: Gísli Snær heufr verið skipaður forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar. En Benedikt Erlingsson styttir kvikmyndagerðarmönnum biðina með því að leggja út af viðtali við Laufey sem birtist í Nordic Film and TV News. Hann vitnar í niðurlag þess viðtals þar sem hún er spurð hvað standi uppúr, og til hvers hún hugsi með sem sérstaks ánægjuefnis? Hinar stolnu fjaðrir Laufey segir margs að minnast og erfitt að velja. En það hafi verið uppgangur í greininni að undanförnu og hún heppinn að hafa starfað með miklu hæfileikafólki. Það hafi tekið tíma fyrir Ísland að vinna kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs, en það hafi tekist 2014 með Hross í oss. „Ég verð að nota þennan vettvang til að halda því til haga að Laufey Guðjónsdóttir veðjaði EKKI á Hross í oss á sínum tíma. Því hún veitti okkur ekki fullan framleiðslustyrk. Við fengum svona “mini” styrk.“ Benedikt segir að ástæðan sem honum var gefin á sínum tíma hafi verið sú að hann væri byrjandi. „Gott og vel, en á sama ári veitti hún öðrum byrjanda ríflegan fullan styrk, og svo öll næstu ár á eftir veitti hún byrjendum fulla framleiðslustyrki fyrir sínar fyrstu myndir og er það vel. En þessi litli stuðningur við Hrossið varð mér ekki sársaukalaus og af því að ég var með getulausan framleiðanda mér við hlið, þá tók ég lán, með veði í húsi mínu og safnaði fjárfestum. Það voru vinir, fjölskylda og velunnarar sem hlupu undir bagga og þannig náði ég að safna því sem upp á vantaði. Þetta er svona gamalkunnugt stef í íslenskri kvikmyndagerð.“ Skálað við Laufey rjóða í kinnum En svo vann Benedikt til Norðurlandaverðlauna fyrir „Hrossið“ fyrstur íslenskra kvikmyndagerðarmanna. „Eins og Laufey skreytir sig nú með. Það kom mér því á óvart þegar ég leitaði svo til Laufeyjar árið 2016 með næstu mynd: „Kona fer í stríð“. Þá var okkur einfaldlega hafnað. Okkur tókst þó að kría út úr henni vilyrði fyrir næsta ár 2017, en þá aftur aðeins “mini” styrk og í þetta sinn án skýringa.“ Kona fer í stríð vann svo eins og Hrossið til fjölda verðlauna, meðal annarra Norðurlandaverðlaunanna. „Og hef ég oft skálað við Laufeyju rjóða í kinnum á hátíðum þar sem þessum íslensku myndum hefur verið hampað.“ Benedikt vill ekki gera lítið úr því að forstöðumaður taki ákvarðanir, það eigi hann vitaskuld að gera en segir þá: „Ég óska þess að nýr forstöðumaður innleiði meiri heiðarleika og gegnsæi og þori að standa með ákvörðunum sínum.“
Kvikmyndagerð á Íslandi Stjórnsýsla Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira