Innlent

Hvala­skoðunar­fyrir­tæki sýknað af kröfu hafnar­sjóðs Norður­þings

Kjartan Kjartansson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa
Hvalaskoðunarbátar í Húsavíkurhöfn.
Hvalaskoðunarbátar í Húsavíkurhöfn. Vísir/Vilhelm

Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra og sýknaði hvalaskoðunarfyrirtækið Gentle giants af kröfu hafnarsjóðs Norðurþings vegna vangoldinna farþegagjalda. Deilur um gjöldin ná allt aftur til ársins 2008.

Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi Gentle giants upphaflega til þess að greiða hafnarsjóðnum 5,4 milljónir króna auk dráttarvaxta í nóvember 2021. Fyrirtækið áfrýjaði til Landsréttar sem sýknaði það í dag. Hafnarsjóðurinn var jafnframt dæmdur til þess að greiða um þrjár milljónir króna í málskostnað fyrir héraði og í Landsrétti.

Deilur hafa staðið yfir á milli ferðaþjónustufyrirtækisins og hafnarsjóðsins vegna farþegagjaldanna um nokkurt skeið. Sjóðurinn gerði samkomulag við samkeppnisaðilann Norðursiglingu um gjöldin árið 2012 en ekki náðust samningar við Gentle giants. 

Hafnarsjóðurinn krafðist á sjötta tug milljóna króna þegar hann höfðaði málið gegn Gentle giants en hann vildi meina að fyrirtækið hefði vangreitt gjöldin allt frá árinu 2008. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×