„Mun litlum árangri skila að leggjast í skotgrafir stjórnmálanna“ Atli Ísleifsson skrifar 7. febrúar 2023 14:55 Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Vísir/Vilhelm Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fagna nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi sem kynnt var í þingnefnd í gær. Samtökin telja niðurstöður úttektarinnar staðfesta það sem samtökin hafi löngum bent á, það er að brotalamir hafi verið á stjórnsýslu sjókvíaeldis og að viðkomandi stjórnvöldum hafi ekki verið tryggð nægjanlega styrk umgjörð og fjármagn til að takast á við aukin umsvif greinarinnar á síðustu árum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum vegna málsins. Þar segir að nú þegar aukin þekking og reynsla hafi byggst upp innan stjórnsýslunnar, sé mikilvægt bæta úr því sem aflaga hafi farið og horfa fram veginn. „Það mun litlum árangri skila, að leggjast í skotgrafir stjórnmálanna, og vafalaust er hollt að minna á að sá sem gerir engin mistök, gerir venjulega ekki neitt,“ segir í yfirlýsingunni. Fram kemur í úttekt Ríkisendurskoðunar að stjórnsýsla og eftirlit með sjókvíaeldi hafi reynst veikburða og brotakennd og vart í stakk búin til að takast á við aukin umsvif greinarinnar á síðustu árum. Í skýrslunni er að finna 23 ábendingar og tillögur til úrbóta sem beinast til sex aðila, en ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. Mikilvægt innlegg í stefnumótun sem framundan er SFS segir í yfirlýsingunni sinni í skýrslunni kenni ýmissa grasa og að meðal annars séu settar fram skilgreindar ábendingar um úrbætur til þeirra stofnana sem fari með stjórnsýslu fiskeldis. „Flestar eiga þær sammerkt að hafa það að markmiði að tryggja samræmda löggjöf og framkvæmd á ábyrgðarsviðum viðkomandi stofnana og efla samstarf og eftirlit með stjórnsýslu fiskeldis, en einnig er þar að finna ábendingar sem lúta að því að hámarka heildarnýtingu eldissvæða. Að mati Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er ljóst að þessar ábendingar munu reynast mikilvægt innlegg í fyrirhugaða stefnumótun matvælaráðuneytisins um framtíð fiskeldis.“ Vísir/Vilhelm „Sá sem gerir engin mistök, gerir venjulega ekki neitt“ Áfram segir að í gegnum tíðina hafi ótal tilraunir verið gerðar til þess að ala fisk í sjó. Ekki séu mörg ár síðan þessar tilraunir hafi farið að skila árangri og fiskeldi hafi því farið vaxandi. „Stjórnvöld hafa af þessum sökum átt verðugt verkefni fyrir höndum. Sumt hefur tekist vel, en annað síður. Skýrsla Ríkisendurskoðunar beinir einmitt sjónum að því síðargreinda og það var nauðsynlegt. Nú þegar aukin þekking og reynsla hefur byggst upp innan stjórnsýslunnar, er einmitt mikilvægt bæta úr því sem aflaga hefur farið og horfa fram veginn. Það mun litlum árangri skila, að leggjast í skotgrafir stjórnmálanna, og vafalaust er hollt að minna á að sá sem gerir engin mistök, gerir venjulega ekki neitt. Ef fram heldur sem horfir, mun fiskeldi verða öflugur grunnatvinuvegur og mikilvæg stoð í efnahag og hagsæld landsins. Það eru sameiginlegir hagsmunir allra, að vel takist til á þeirri vegferð,“ segir í yfirlýsingu SFS. Fiskeldi Stjórnsýsla Sjávarútvegur Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27 „Iðnaðurinn fær að hafa eftirlit með sjálfum sér“ Það er ekki aðeins þingheimur sem er uggandi vegna stöðunnar sem dregin er upp í nýrri svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi því náttúruverndarsinnar sem fréttastofa ræddi við í dag segja það vera ljúfsárt að lesa staðhæfingar í skýrslunni sem þeir sjálfir hafa haldið á lofti árum saman en talað fyrir daufum eyrum. 6. febrúar 2023 20:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum vegna málsins. Þar segir að nú þegar aukin þekking og reynsla hafi byggst upp innan stjórnsýslunnar, sé mikilvægt bæta úr því sem aflaga hafi farið og horfa fram veginn. „Það mun litlum árangri skila, að leggjast í skotgrafir stjórnmálanna, og vafalaust er hollt að minna á að sá sem gerir engin mistök, gerir venjulega ekki neitt,“ segir í yfirlýsingunni. Fram kemur í úttekt Ríkisendurskoðunar að stjórnsýsla og eftirlit með sjókvíaeldi hafi reynst veikburða og brotakennd og vart í stakk búin til að takast á við aukin umsvif greinarinnar á síðustu árum. Í skýrslunni er að finna 23 ábendingar og tillögur til úrbóta sem beinast til sex aðila, en ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. Mikilvægt innlegg í stefnumótun sem framundan er SFS segir í yfirlýsingunni sinni í skýrslunni kenni ýmissa grasa og að meðal annars séu settar fram skilgreindar ábendingar um úrbætur til þeirra stofnana sem fari með stjórnsýslu fiskeldis. „Flestar eiga þær sammerkt að hafa það að markmiði að tryggja samræmda löggjöf og framkvæmd á ábyrgðarsviðum viðkomandi stofnana og efla samstarf og eftirlit með stjórnsýslu fiskeldis, en einnig er þar að finna ábendingar sem lúta að því að hámarka heildarnýtingu eldissvæða. Að mati Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er ljóst að þessar ábendingar munu reynast mikilvægt innlegg í fyrirhugaða stefnumótun matvælaráðuneytisins um framtíð fiskeldis.“ Vísir/Vilhelm „Sá sem gerir engin mistök, gerir venjulega ekki neitt“ Áfram segir að í gegnum tíðina hafi ótal tilraunir verið gerðar til þess að ala fisk í sjó. Ekki séu mörg ár síðan þessar tilraunir hafi farið að skila árangri og fiskeldi hafi því farið vaxandi. „Stjórnvöld hafa af þessum sökum átt verðugt verkefni fyrir höndum. Sumt hefur tekist vel, en annað síður. Skýrsla Ríkisendurskoðunar beinir einmitt sjónum að því síðargreinda og það var nauðsynlegt. Nú þegar aukin þekking og reynsla hefur byggst upp innan stjórnsýslunnar, er einmitt mikilvægt bæta úr því sem aflaga hefur farið og horfa fram veginn. Það mun litlum árangri skila, að leggjast í skotgrafir stjórnmálanna, og vafalaust er hollt að minna á að sá sem gerir engin mistök, gerir venjulega ekki neitt. Ef fram heldur sem horfir, mun fiskeldi verða öflugur grunnatvinuvegur og mikilvæg stoð í efnahag og hagsæld landsins. Það eru sameiginlegir hagsmunir allra, að vel takist til á þeirri vegferð,“ segir í yfirlýsingu SFS.
Fiskeldi Stjórnsýsla Sjávarútvegur Sjókvíaeldi Tengdar fréttir Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27 „Iðnaðurinn fær að hafa eftirlit með sjálfum sér“ Það er ekki aðeins þingheimur sem er uggandi vegna stöðunnar sem dregin er upp í nýrri svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi því náttúruverndarsinnar sem fréttastofa ræddi við í dag segja það vera ljúfsárt að lesa staðhæfingar í skýrslunni sem þeir sjálfir hafa haldið á lofti árum saman en talað fyrir daufum eyrum. 6. febrúar 2023 20:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27
„Iðnaðurinn fær að hafa eftirlit með sjálfum sér“ Það er ekki aðeins þingheimur sem er uggandi vegna stöðunnar sem dregin er upp í nýrri svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi því náttúruverndarsinnar sem fréttastofa ræddi við í dag segja það vera ljúfsárt að lesa staðhæfingar í skýrslunni sem þeir sjálfir hafa haldið á lofti árum saman en talað fyrir daufum eyrum. 6. febrúar 2023 20:00