Samfélagsmiðlar

Fréttamynd

Virði X helmingi minna á einu ári

Starfsmenn X, áður Twitter, fengu í gær hlutabréf í fyrirtækinu en fram kom í meðfylgjandi skjölum að fyrirtækið væri metið á 19 milljarða dala. Auðjöfurinn Elon Musk keypti fyrirtækið fyrir rétt rúmu ári á 44 milljarða dala, eða um sex billjónir króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fólkinu sem kom stúlkunni til bjargar er verulega brugðið

Stíflueyðir sem ungmenni köstuðu í andlit tólf ára stúlku á skólalóð Breiðagerðisskóla í Reykjavík hefur verið tekinn úr sölu í verslunum Hagkaups. Framkvæmdastjóri Foreldrahúss segir foreldra verða að fylgjast með því sem börn þeirra horfa á á samfélagsmiðlum. Fólkinu sem kom stúlkunni til bjargar var verulega brugðið.

Innlent
Fréttamynd

Musk íhugar að loka á X í Evrópu

Auðjöfurinn Elon Musk er sagður hugleiða að loka samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, í Evrópu. Ástæðan er sögð vera sú að hann vilji forðast það að þurfa að fylgja reglugerðum Evrópusambandsins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Skoða að rukka nýja notendur um dal á ári

Nýir notendur X, áður Twitter, í Nýja Sjálandi og á Filippseyjum, munu þurfa að greiða einn dal á ári fyrir þau forréttindi að nota samfélagsmiðilinn. Þetta er tilraunaverkefni hjá X, sem kallast Not A Bot, eða Ekki þjarki, og á að draga úr fjölda svokallaðra botta.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Einfalt og hollt „Helgu hrökkkex“

Helga Gabríela matreiðslumaður og þriggja barna móðir deildi hollri og einfaldri uppskrift afðhrökkkexi á samfélagsmiðlinum Instagram. Helgu hrökkkexið, eins og hún kallar það, aðeins níu innihaldsefni. 

Lífið
Fréttamynd

„Enginn svefn í 365 nætur“

Athafnakonan og tískudrottningin Elísabet Gunnarsdóttir fagnaði eins árs afmæli yngstu dóttur hennar og Gunnars Steins Jónssonar handboltakappa, Önnu Magdalenu, í gær. Hún segir árið hafa einkennst af miklu svefnleysi.

Lífið
Fréttamynd

„Bara varúð, þetta er hættulega gott“

Helga Gabríela matreiðslumaður og þriggja barna móðir deildi hollri uppskrift af hinu sígilda döðlugotti á samfélagsmiðli sínum. Döðlugotteríið, eins og hún kallar það, inniheldur aðeins sex innihaldsefni.

Lífið
Fréttamynd

Engillinn á af­greiðslu­kassanum

„Ég bara varð að gera þetta,“ segir Viktor Ólason, markaðsstjóri úr Hafnarfirði og höfundur minningargreinar, sem vakti mikla athygli í síðustu viku. Þar minntist Viktor brosmilds afgreiðslumanns í Krónunni, Jóhannesar Sævars Ársælssonar, sem hafði mikil áhrif á hann. Við kynntumst þeim Viktori og Jóa heitnum í Íslandi í dag í gær.

Lífið
Fréttamynd

Grannt fylgst með Slóv­a­kí­u og upp­lýs­ing­a­ó­reið­u

Ráðamenn Evrópusambandsins samþykktu í síðasta mánuði ný lög sem sporna eiga gegn upplýsingaóreiðu á samfélagsmiðlum. Nú reynir almennilega á lögin í fyrsta sinn vegna kosninganna í Slóvakíu en forsvarsmönnum samfélagsmiðla hefur verið sagt að taka betur á upplýsingaóreiðu þar.

Erlent
Fréttamynd

Örlagarík skilaboð: „Besta ákvörðun lífs míns“

Leikkonan María Birta Bjarnadóttir tók örlagaríku ákvörðun fyrir tíu árum þegar hún lagði inn pöntun fyrir málverki hjá listamanninum Ella Egilssyni. Í dag eru þau búsett í Los Angeles í Bandaríkjunum, gift og eiga eina dóttur, Ignaciu, tveggja ára.

Lífið
Fréttamynd

Ein vin­­sælasta veg­g­mynd mið­­borgarinnar horfin

Verslunarstjóri við Skólavörðustíg harmar mjög að málað hafi verið yfir eina vinsælustu veggmynd miðborgarinnar, að því er virðist í óleyfi. Vinsældir myndarinnar voru slíkar að oft myndaðist löng biðröð ferðamanna fyrir framan hana.

Innlent
Fréttamynd

Eyða hundruðum þúsunda í kynjaveislur

Dæmi eru um að fólk eyði hundruðum þúsunda í skreytingar og annan aðbúnað fyrir kynjaveislur, að sögn eiganda verslunar með partívörur. Ein íburðarmesta kynjaveisla sem haldin hefur verið hér á landi vakti gríðarlega athygli í gær.

Lífið
Fréttamynd

Von­laus bar­átta gegn símum í bíó

Snjallsímar og kvikmyndahús fara illa saman. Sá sem þetta skrifar upplifir mikla aukningu í símanotkun bíógesta á meðan á sýningu stendur. Kvikmyndagagnrýnandinn Jóna Gréta Hilmarsdóttir segist hafa orðið vör við þessa aukningu. Blaðamaðurinn Þórarinn Þórarinsson segist hins vegar ekki upplifa að vandamálið sé í mikilli aukningu, en þó mögulega einhverri. Að minnsta kosti sé ástandið ekki að skána.

Menning
Fréttamynd

Dorrit hitti „kynþokkafyllsta mann heims“

Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú Íslands, hitti breska rithöfundinn og grínistann David Walliams. Hún sýnir frá þessu á Instagram-síðu sinni, þar sem hún birtir mynd af sér og bretanum fræga.

Lífið
Fréttamynd

Það sem þú vissir ekki um LXS stelpurnar

Önnur þáttaröð raunveruleikaþáttanna LXS hefja göngu sína á miðvikudaginn á Stöð 2. Í þáttunum verður fylgst með lífi samfélagsmiðlastjarnanna í gegnum lífsins ólgusjó. 

Lífið
Fréttamynd

Stór ákvörðun Musk rakin til máls dóttur hans

Kaup Elon Musk á samfélagsmiðlinum Twitter og stefnubreytingar miðilsins eftir kaupin eiga rætur sínar að rekja til fjölskyldumála auðkýfingsins. Þetta kemur fram í grein Wall Street Journal sem byggir á ævisögu um Elon Musk.

Erlent
Fréttamynd

Face­book bannar ekki for­seta sem hótaði and­stæðingum of­beldi

Meta, móðurfélag Facebook, ákvað að hafna áliti eigin ráðgjafanefndar um að banna fyrrverandi forsætisráðherra Kambódíu sem notaði miðillinn til þess að hóta andstæðingum sínum ofbeldi. Ráðherrann hótaði að banna Facebook í landinu ef hann yrði sjálfur settur í straff.

Erlent