Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Jakob Bjarnar skrifar 24. febrúar 2025 13:27 Jón Hákon hér fyrir miðri mynd og fleiri félagar hans í kennarastétt mótmæla þegar nýr borgarstjórnarmeirihluti tók við á dögunum. vísir/vilhelm Jón Hákon Halldórsson kennari í Foldaskóla segir mælinn fullan og tímabært að sýna fullan stuðning við kennaraforystuna. „Já, það eru margir að birta sambærilegar færslur. Þetta er sjálfsprottið. Úr grasrót kennara. Ég held að þetta sé upphaflega komið úr Skagafirði en þori ekki að fullyrða þar um,“ segir Jón Hákon í samtali við Vísi. Mikill fjöldi kennara hefur sett út atvinnuauglýsingu á samfélagsmiðlum: „Kæri atvinnurekandi, ég leita að nýjum starfsvettvangi. Ég er háskólamenntaður sérfræðingur með 5 ára starfsreynslu sem kennari. Helstu styrkleikar og hæfni mín eru: Traustur og áreiðanlegur einstaklingur sem tekur ábyrgð á eigin verkefnum. Hef góða færni í að leiða hópa og verkefni, hvetja samstarfsfólk og skapa jákvætt vinnuumhverfi. Leysi vandamál á skilvirkan hátt. Á auðvelt með árangursrík samskipti við ólíka hópa og einstaklinga. Á auðvelt með að tileinka mér nýjar aðstæður, tækni eða verklag. Reynsla í að stjórna mörgum verkefnum samtímis og tryggja skil á réttum tíma. Hæfni til að nýta fjölbreyttar aðferðir við lausn verkefna og laga sig að mismunandi aðstæðum. Geta til að meta stöðu, greina gögn og taka upplýstar ákvarðanir. Hæfni til að setja skýr markmið og vinna skipulega að því að ná þeim. Færni til að vinna með öðrum, deila hugmyndum og byggja upp jákvæða liðsheild. Mikil þolinmæði og samkennd. Mikill drifkraftur til að ná árangri. Sýni frumkvæði, sjálfstæði og jákvæðni í starfi. Forysta KÍ er ekkert eyland Jón Hákon starfaði áður sem fréttamaður; á Ríkisútvarpinu, Fréttablaðinu og Vísi. Honum vefst tunga um tönn þegar honum er umsvifalaust, í ljósi atvinnuauglýsingar sinnar, boðið starf á Vísi. „Já, það væri … áhugavert.“ En er alvara á bak við atvinnuauglýsinguna? „Hvað mig sjálfan varðar er þetta fyrst og fremst gjörningur til að vekja athygli á okkar stöðu. En ég veit að aðrir gera þetta að meiri alvöru.“ Jón Hákon segir mælinn vera orðinn fullan býsna víða meðal kennara. „Við elskum starfið okkar. En við erum orðin langþreytt á þessari kjarabaráttu og finnst við svikin um loforð sem var gefið 2016. Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, á mótmælum í Ráðhúsinu. Ef vel er að gáð má sjá Jón Hákon á myndinni. Þolinmæði kennara er fyrir löngu á þrotum.vísir/vilhelm Við viljum náttúrlega styðja við bakið á forystu KÍ. Það er stundum látið eins og þau séu eyland í þessari baráttu en forystan er með kennarastéttina á bak við sig. Það er þess vegna sem við gerum þetta og mætum hundruðum saman á Austurvöll þegar Kristrún flytur stefnuræðu, bæði til að minna á það að kjör kennara eru það lök að kennarar eru að flýja stéttina en líka til að minna á stöðu skólanna.“ Segir annarra að hafa áhyggjur af verðbólgu Jón Hákon telur kennara njóta víðtæks stuðnings. „Já, mér heyrist það. Það var mjög jákvætt og gott að heyra hljóðið í foreldrum í kvöldfréttum á föstudaginn. Mér sýnist við heilt yfir eiga stuðning foreldra vísan.“ En þetta eru býsna harðar kröfur, ef svo væri ekki þá væri búið að ná saman fyrir löngu? „Ég veit það nú ekki. Krafan er fyrst og fremst sú að staðið verði við gefin loforð og það er engin harka að staðið verði við gefin loforð. Það er sanngirniskrafa.“ En höfum við efni á þessu? Eða, þýðir þetta þá ekki einfaldlega að ef orðið verður að kröfum kennara þá tekst ekki að ná neinum tökum á verðbólgunni? „Það er annarra að fást við það. Við getum ekki ein tekið ábyrgð á henni. Kennarar hafa svarað kallinu og á samfélagsmiðlum má sjá ótal umsóknir af því sama tagi og Jón Hákon setti í loftið: Þessar auglýsingar skipta hundruðum... Kennaraverkfall 2024-25 Facebook Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist hafa haft áhyggjur af fyrri innanhússtillögu ríkissáttasemjara í kennaradeilunni sem opinberir launagreiðendur samþykktu en nýja tillagan hljóðar upp á enn hærri upphæðir. Hún segist velta fyrir sér hvaða áhrif slíkar hækkanir, ef af verður, muni hafa á þá samninga sem þegar hafa verið gerðir og þá sem eftir á að gera. 24. febrúar 2025 13:16 Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fjöldi kennara minnti á kjarabaráttu sína bæði á pöllunum í borgarstjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og sömuleiðis fyrir utan húsið. Kjaradeila kennara er í hnút eftir að Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði tillögu sáttasemjara í hádeginu í dag. Nýr borgarstjóri og formaður sambandsins segist hafa stutt tillögu sáttasemjara og skoði sín mál. 21. febrúar 2025 16:58 Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Samninganefnd framhaldskólakennara mætti til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu í dag. Til stendur að ræða fyrst og fremst þau atriði er snúa að kjaraviðræðum framhaldskólakennara en í hópnum eru einnig aðrir fulltrúar Kennarasambands Íslands, þeirra á meðal Magnús Þór Jónsson formaður. Þá átti samninganefnd sveitarfélaga fund hjá ríkissáttasemjara í morgun em formaður nefndarinnar segir fátt nýtt að frétta úr viðræðum við grunn- og leikskólakennara. 12. febrúar 2025 12:02 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Fleiri fréttir Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Sjá meira
„Já, það eru margir að birta sambærilegar færslur. Þetta er sjálfsprottið. Úr grasrót kennara. Ég held að þetta sé upphaflega komið úr Skagafirði en þori ekki að fullyrða þar um,“ segir Jón Hákon í samtali við Vísi. Mikill fjöldi kennara hefur sett út atvinnuauglýsingu á samfélagsmiðlum: „Kæri atvinnurekandi, ég leita að nýjum starfsvettvangi. Ég er háskólamenntaður sérfræðingur með 5 ára starfsreynslu sem kennari. Helstu styrkleikar og hæfni mín eru: Traustur og áreiðanlegur einstaklingur sem tekur ábyrgð á eigin verkefnum. Hef góða færni í að leiða hópa og verkefni, hvetja samstarfsfólk og skapa jákvætt vinnuumhverfi. Leysi vandamál á skilvirkan hátt. Á auðvelt með árangursrík samskipti við ólíka hópa og einstaklinga. Á auðvelt með að tileinka mér nýjar aðstæður, tækni eða verklag. Reynsla í að stjórna mörgum verkefnum samtímis og tryggja skil á réttum tíma. Hæfni til að nýta fjölbreyttar aðferðir við lausn verkefna og laga sig að mismunandi aðstæðum. Geta til að meta stöðu, greina gögn og taka upplýstar ákvarðanir. Hæfni til að setja skýr markmið og vinna skipulega að því að ná þeim. Færni til að vinna með öðrum, deila hugmyndum og byggja upp jákvæða liðsheild. Mikil þolinmæði og samkennd. Mikill drifkraftur til að ná árangri. Sýni frumkvæði, sjálfstæði og jákvæðni í starfi. Forysta KÍ er ekkert eyland Jón Hákon starfaði áður sem fréttamaður; á Ríkisútvarpinu, Fréttablaðinu og Vísi. Honum vefst tunga um tönn þegar honum er umsvifalaust, í ljósi atvinnuauglýsingar sinnar, boðið starf á Vísi. „Já, það væri … áhugavert.“ En er alvara á bak við atvinnuauglýsinguna? „Hvað mig sjálfan varðar er þetta fyrst og fremst gjörningur til að vekja athygli á okkar stöðu. En ég veit að aðrir gera þetta að meiri alvöru.“ Jón Hákon segir mælinn vera orðinn fullan býsna víða meðal kennara. „Við elskum starfið okkar. En við erum orðin langþreytt á þessari kjarabaráttu og finnst við svikin um loforð sem var gefið 2016. Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, á mótmælum í Ráðhúsinu. Ef vel er að gáð má sjá Jón Hákon á myndinni. Þolinmæði kennara er fyrir löngu á þrotum.vísir/vilhelm Við viljum náttúrlega styðja við bakið á forystu KÍ. Það er stundum látið eins og þau séu eyland í þessari baráttu en forystan er með kennarastéttina á bak við sig. Það er þess vegna sem við gerum þetta og mætum hundruðum saman á Austurvöll þegar Kristrún flytur stefnuræðu, bæði til að minna á það að kjör kennara eru það lök að kennarar eru að flýja stéttina en líka til að minna á stöðu skólanna.“ Segir annarra að hafa áhyggjur af verðbólgu Jón Hákon telur kennara njóta víðtæks stuðnings. „Já, mér heyrist það. Það var mjög jákvætt og gott að heyra hljóðið í foreldrum í kvöldfréttum á föstudaginn. Mér sýnist við heilt yfir eiga stuðning foreldra vísan.“ En þetta eru býsna harðar kröfur, ef svo væri ekki þá væri búið að ná saman fyrir löngu? „Ég veit það nú ekki. Krafan er fyrst og fremst sú að staðið verði við gefin loforð og það er engin harka að staðið verði við gefin loforð. Það er sanngirniskrafa.“ En höfum við efni á þessu? Eða, þýðir þetta þá ekki einfaldlega að ef orðið verður að kröfum kennara þá tekst ekki að ná neinum tökum á verðbólgunni? „Það er annarra að fást við það. Við getum ekki ein tekið ábyrgð á henni. Kennarar hafa svarað kallinu og á samfélagsmiðlum má sjá ótal umsóknir af því sama tagi og Jón Hákon setti í loftið: Þessar auglýsingar skipta hundruðum...
Kennaraverkfall 2024-25 Facebook Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist hafa haft áhyggjur af fyrri innanhússtillögu ríkissáttasemjara í kennaradeilunni sem opinberir launagreiðendur samþykktu en nýja tillagan hljóðar upp á enn hærri upphæðir. Hún segist velta fyrir sér hvaða áhrif slíkar hækkanir, ef af verður, muni hafa á þá samninga sem þegar hafa verið gerðir og þá sem eftir á að gera. 24. febrúar 2025 13:16 Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fjöldi kennara minnti á kjarabaráttu sína bæði á pöllunum í borgarstjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og sömuleiðis fyrir utan húsið. Kjaradeila kennara er í hnút eftir að Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði tillögu sáttasemjara í hádeginu í dag. Nýr borgarstjóri og formaður sambandsins segist hafa stutt tillögu sáttasemjara og skoði sín mál. 21. febrúar 2025 16:58 Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Samninganefnd framhaldskólakennara mætti til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu í dag. Til stendur að ræða fyrst og fremst þau atriði er snúa að kjaraviðræðum framhaldskólakennara en í hópnum eru einnig aðrir fulltrúar Kennarasambands Íslands, þeirra á meðal Magnús Þór Jónsson formaður. Þá átti samninganefnd sveitarfélaga fund hjá ríkissáttasemjara í morgun em formaður nefndarinnar segir fátt nýtt að frétta úr viðræðum við grunn- og leikskólakennara. 12. febrúar 2025 12:02 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Fleiri fréttir Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Sjá meira
Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist hafa haft áhyggjur af fyrri innanhússtillögu ríkissáttasemjara í kennaradeilunni sem opinberir launagreiðendur samþykktu en nýja tillagan hljóðar upp á enn hærri upphæðir. Hún segist velta fyrir sér hvaða áhrif slíkar hækkanir, ef af verður, muni hafa á þá samninga sem þegar hafa verið gerðir og þá sem eftir á að gera. 24. febrúar 2025 13:16
Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fjöldi kennara minnti á kjarabaráttu sína bæði á pöllunum í borgarstjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og sömuleiðis fyrir utan húsið. Kjaradeila kennara er í hnút eftir að Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði tillögu sáttasemjara í hádeginu í dag. Nýr borgarstjóri og formaður sambandsins segist hafa stutt tillögu sáttasemjara og skoði sín mál. 21. febrúar 2025 16:58
Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Samninganefnd framhaldskólakennara mætti til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu í dag. Til stendur að ræða fyrst og fremst þau atriði er snúa að kjaraviðræðum framhaldskólakennara en í hópnum eru einnig aðrir fulltrúar Kennarasambands Íslands, þeirra á meðal Magnús Þór Jónsson formaður. Þá átti samninganefnd sveitarfélaga fund hjá ríkissáttasemjara í morgun em formaður nefndarinnar segir fátt nýtt að frétta úr viðræðum við grunn- og leikskólakennara. 12. febrúar 2025 12:02