Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 19. mars 2025 06:03 Garpur segist ekki tjá sig um málið því hann vilji konunni eitthvað illt heldur telji hann þörf á því að benda á brotalamir í kerfinu þegar komi réttarstöðu þolenda umsáturseineltis. Vísir/Anton Brink „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum, þetta er stöðugt hangandi yfir mér, alla daga. Mér finnst ég vera rosalega varnarlaus. Ég er alltaf með hnút í maganum yfir því hvenær næsta færsla birtist á Facebook, hvenær næsta sprengja á eftir að koma,“ segir Garpur Ingason Elísabetarson. Garpur steig nýlega fram í opinni færslu á Facebook og lýsti langvarandi áreitni, umsáturseinelti og netníð af hálfu konu sem hann komst í kynni við á seinasta ári. Að sögn Garps hefur konan eltihrellt hann í tæpt ár; dreift rangfærslum um hann á samfélagsmiðlum og ítrekað sent skilaboð á fjölskyldu hans og vini, þar á meðal dóttur hans. Þá hafi konan jafnframt talið samstarfsfólki sínu trú um að Garpur væri sambýlismaður hennar. Netníð er almennt ekki refsivert á Íslandi þar sem refsilöggjöf hefur ekki þróast í takt við tækniframfarir. Ekki er að finna nein refsiákvæði í íslenskum lögum sem taka sérstaklega á netíði og þarf því í mörgum tilvikum að heimfæra þessa tegund ofbeldis til refsiákvæða sem sett voru fyrir löngu síðan og ekki með slíka háttsemi í huga. Þolendur þessarar brota eru þar af leiðandi í erfiðri stöðu. Endaði á því að leita í Bjarkarhlíð Garpur kveðst hafa komist í kynni við konuna í gegnum Instagram í byrjun apríl í fyrra. Þau hafi skipst á skilaboðum, spjallað í einhvern tíma og endað síðan á því að verja saman kvöldstund þar sem þau sváfu saman. Garpur hafði ekki áhuga á frekari kynnum við konuna. Engu að síður hafi þau haldið áfram að skiptast á skilaboðum í gegnum Instagram næstu daga. Hann hafi ekki viljað særa hana með því að loka á samskiptin. „Hugsanlega hefði ég átt að vera skýrari við hana.“ Tíu dögum síðar bárust Garpi eftirfarandi skilaboð á messenger, sem Vísir hefur undir höndum: „Fallegi maðurinn sem ég elska svo heitt. Hættu að fara svona illa með mig og láttu þessar ungu konur vera. Ég hef beðið vinkonur þínar formlega í skilaboðum að láta þig vera svo við getum notið saman lífsins.“ Skilaboðin voru send úr fölskum aðgangi, undir tilbúnu nafni og með mynd af annarri konu sem þó er til. Garpur hefur þó hvorki hitt þá konu né átt í nokkrum samskiptum við. Hann er sannfærður að konan sem hann hitti í þetta eina skipti hafi verið á bak við skilaboðin. Þeim fjölgaði. Garpur leitaði til lögreglu í júní síðastliðnum en fékk að eigin sögn mjög ófaglegar móttökur.Vísir/Anton Brink „Á þessum tíma byrjaði hún stanslaust að senda skilaboð á hina og þessa í kringum mig, þá aðallega fyrrverandi kærustur og konur sem hún vissi að ég hefði verið með í gegnum tíðina, það er að segja konum sem tengdust mér á einhvern rómantískan hátt,“ segir Garpur. Hann hefur meðal annars undir höndum afrit af skilaboðum sem konan sendi á barnsmóður hans, þar sem hún sakar Garp um að hafa áreitt sig. Garpur kveðst hafa leitað í Bjarkarhlíð – miðstöð fyrir þolendur ofbeldis um miðjan maí, hitt þar lögreglukonu og leitað hjá henni ráða. Lögreglukonan hafi ráðlagt honum að tilkynna konuna til lögreglunnar og sjá svo hvað myndi gerast. Grófar ásakanir undir nafnleynd Sama dag birtist nafnlaus færsla inni á lokaða Facebookhópnum Stöndum saman - Stefnumótaforrit en höfundur færslunnar kvaðst vera fráskilin, þriggja barna móðir. Í færslunni sagðist hún hafa kynnst manni á Instagram og þau spjallað þar saman. Hún hafi síðan látið tilleiðast og samþykkt að hitta hann þar sem hann væri „mjög stjórnsamur.“ Lýsti konan samskiptum þeirra með þeim hætti að hún hefði orðið fyrir grófu kynferðisofbeldi af hálfu mannsins. Í færslunni nafngreindi hún ekki Garp en tók fram að maðurinn væri „þekktur í þjóðfélaginu, fjölmiðlamaður og frekar opinber persóna á Instagram.“ Hátt í áttatíu manns rituðu athugasemdir undir færsluna, þar af margir sem vildu fá að vita nafn mannsins sem konan talaði um í færslunni. Í athugasemdum undir færslunni sagði greinarhöfundur aðspurður að nafn gerandans byrjaði á G. Panikk, stress og kvíði Garpur frétti af færslunni í gegnum samstarfskonu sína og segist hafa verið afar brugðið. Færslan var í birtingu í tæpan sólarhring áður en hún var fjarlægð. „Ég hef aldrei upplifað annað eins panikk, stress og kvíða. Ég lá bara uppi í rúmi og gat ekki hugsað um neitt annað en hvað væri verið að segja um mig inni á þessum hópi,“ segir Garpur. Í kjölfar færslunnar tilkynnti hann konuna í fyrsta skipti til lögreglu. Viku síðar bárust Garpi skilaboð frá konunni þar sem hún spurði hann hvers vegna fólk sem tengdist honum væri búið að „blokkera“ hana á Instagram. „Ég sendi henni skilaboð til baka, sagðist hafa ráðfært mig við lögregluna og tilkynnt áreitið. Ég sagði henni að ég ætlaði að slíta á okkar samskipti og bað hana að virða það, bæði við mig og fólkið mitt. Ég beið eftir að það kæmi „seen“ og „blokkeraði“ hana um leið og ég sá að hún var búin að sjá skilaboðin frá mér.“ „Don’t put your dick in crazy“ Fjórum viku síðar í júní mætti Garpur á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem hann átti pantaðan tíma í kærumóttöku. Þar tók á móti honum lögreglufulltrúi. „Þarna var ég búin að tilkynna hana tvisvar eða þrisvar sinnum. Ég var rosalega lítill í mér; mig langaði ekkert að kæra þessa manneskju en ég sá ekkert annað í stöðunni.“ Að sögn Garps mætti hann viðmóti hjá lögreglufulltrúanum sem honum fannst lítillækkandi og einkennast af þolendaskömm. „Ég lýsti málinu fyrir honum, alveg frá upphafi til enda, og hvernig þetta væri að hafa áhrif á líf mitt. Hann hlustaði á mig og sagði síðan: „Ég er með eina reglu: „Don’t put your dick in crazy.“ Þegar ég var búinn að segja honum frá fleiru þá sagði hann meðal annars: „Það má alveg bara fá sér að ríða“ og „Veistu, það er bara eitthvað við að setja typpið á sér inn í eitthvað.“ Þegar ég spurði hann hvort ég ætti að kæra þetta sagði hann: „Nei, ekkert vera að gera það, við erum með þúsund mál í gangi hérna og við erum örfá, við höfum engan tíma í þetta.“ Ég var eiginlega bara beygður og brotinn þegar ég labbaði þarna út af lögreglustöðinni. Ég fann fyrir skömm og ég hugsaði með mér hvað ég hefði eiginlega verið að spá með því að koma mér í þessar aðstæður.“ Að sögn Garps liðu nokkrir mánuðir án þess að hann varð var við frekara áreiti frá konunni. Dag einn hafi hann síðan komist að því, fyrir hálfgerða tilviljun, að konan væri búin að telja samstarfsfélögum og nemendum sínum trú um að Garpur væri sambýlismaður hennar. Þá hefði hún jafnframt fullyrt að dóttir Garps væri stjúpdóttir hennar. Þessar upplýsingar fékk Garpur að eigin sögn frá nemendum í skólanum þar sem konan starfaði sem kennari á unglingastigi. Steininn hafi tekið úr þegar konan hafið farið að „adda“ dóttur hans á samfélagsmiðlum og senda henni skilaboð. Garpur kveðst ekki sjálfur hafa haft samband við stjórn skólans; ástæðan sé sú að hann hafi ekki viljað láta líta út fyrir að hann væri að áreita konuna. Hins vegar hafi mágkona hans rætt við aðstoðarskólastjórann, sem nú er skólastjórinn, og greint henni frá hegðun konunnar. Viðbrögðin voru að sögn Garps lítil. Hann fékk seinna að vita að konan hefði hætt störfum við skólann þegar haustönninni lauk og síðan byrjað að starfa sem kennari við annan skóla. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er konan nú í námi. Ætlar ekki að gefast upp Garpur starfar við framleiðslu sjónvarpsefnis hjá Sýn. Í janúar síðastliðnum barst tölvupóstur á vinnustaðinn þar sem Garpur var sakaður um stafrænt kynferðisbrot gagnvart ungri stúlku- og fullyrt að sönnunargögn þess efnis lægju fyrir hjá lögreglu. Blaðamaður hefur kynnt sér efni póstsins þar sem Garpur er borinn þungum sökum. Í kjölfarið leitaði Garpur til lögmanns, sem ráðlagði honum að sækja um nálgunarbann á konuna. Líkt og Garpur bendir á þá er það í raun eina verndarúrræðið sem er í boði. Beiðnin er ennþá inni á borði lögreglu í dag. Í byrjun mars birtist nafnlaus færsla inni á Facebookhópunum Konur eru konum bestar. Höfundur færslunnar nafngreindi og myndbirti Garp og sakaði hann um að beita konur ofbeldi. Færslan hefur nú verið fjarlægð úr hópnum. Þann 4. mars síðastliðinn, birti Garpur opna færslu á Facebook þar sem hann nafngreindi konuna og tjáði sig stuttlega um reynslu sína undanfarið ár. Fleiri hafa stigið fram Í fyrrnefndri Facebook-færslu þann 4. mars tók Garpur meðal annars fram að hann hefði ítrekað talað við lögreglu og tilkynnt konuna. Þá sagði hann konuna vera með fjórar ákærur yfir höfði sér vegna svipaðra brota, það er að segja vegna áreitis. „Ég hef reynt að vera rólegur yfir þessu og haldið í þá von að þetta sé búið en nú hefur hún verið að birta myndir af mér nafnlaust í hinum ýmsu hópum á Facebook. Lögreglan hefur algjörlega brugðist - og kerfið ef úti það er farið, það virðist vera mannréttindi að fá að áreita fólk því nóg er til að gögnum og eins og áður kom fram eru fleiri sem hafa lent í henni og kært. Ég mun ekkert gefast uppi þessu máli,“ ritaði Garpur jafnframt í færslunni. Garpur segir málið hafa valdið sér gífurlegu andlegu álagi undanfarið ár.Vísir/Anton Brink Garpur hefur undir höndum skjáskot af skilaboðum frá sex einstaklingum sem settu sig í samband við hann eftir að færslan birtist og segjast hafa svipaða upplifun af umræddri konu. Hræddur um að hún muni aldrei hætta Garpur segist ekki velja að tjá sig um málið því hann vilji konunni eitthvað illt. Hann telji þörf á að benda á brotalamir í kerfinu þegar komi að réttarstöðu þolenda umsáturseineltis – og þá sérstaklega hjá þeim sem verði fyrir barðinu á netníði. „Ég hef engan áhuga á að fara í eitthvað stríð við hana,“ segir hann. „Í gegnum tíðina hef ég nánast alltaf getað leyst úr öllum ágreiningsmálum sem hafa komið upp í kringum mig, bara með því að setjast niður með fólki og tala saman. Mig hefur oft langað að hringja í hana, bjóðast til að hitta hana svo við getum rætt saman og leyst úr þessu öllu. En ég held að það sé enginn möguleiki á því. Eins og staðan er í dag, þá held ég þetta muni aldrei hætta. Það er eins og hún finni alltaf einhverja leið til að halda áfram að áreita mig. Ég hef velt því fyrir mér að taka bara pásu frá öllum samfélagsmiðlum, og helst fara erlendis, bara til að fá smá hvíld frá þessu öllu saman. En ég verð að klára þessa öldu.“ Þann 7. mars lagði Garpur fram kæru til lögreglunnar á hendur konunni. Hann segir óljóst hvert framhaldið verður. Hann segir málið allt hafa valdið sér gífurlegu álagi. Lagði fyrst fram kæru í apríl á seinasta ári Sölvi Guðmundarson er einn þeirra sem hafa stigið fram á Facebook og tjáð sig um áreiti, netníð og umsáturseinelti af hálfu umræddrar konu. Að sögn Sölva voru hann og konan í árslöngu sambandi sem lauk í byrjun mars 2024. „Og rúmlega tveimur vikum seinna byrjaði þetta; endalausar netárásir og skilaboð frá fölskum aðgöngum á Facebook. Hún sendi líka skilaboð á dóttur mína. Í eitt skipti reyndi hún að skera á dekkin á bílnum mínum. Um páskana fór ég austur á Breiðdalsvík og fékk senda mynd frá nágranna mínum þar sem það var búið að maka sultu á veggina í íbúðinni minni. Meðfylgjandi mynd fékk Sölvi senda frá nágranna sínum.Aðsend Um sumarið var ég fluttur til Breiðdalsvíkur og hún kom hingað og gisti í tjaldi úti á túni hjá vinkonu sinni. Ég frétti það seinna að hún hefði tjáð vinkonu sinni að ég væri faðir barnanna hennar þriggja, og að við ættum mín tvö börn saman.“ Sölvi segir áreitið hafa staðið yfir frá því í byrjun mars á seinasta ári.Aðsend Sölvi kveðst hafa leitað fyrst til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í apríl 2024 til að tilkynna konuna, og lagt þá fram yfir 700 skjáskot af skilaboðum. Lögreglumaður hafi tjáð honum að þar sem sum skilaboðanna hefðu verið send á ólögráða dóttur hans væri möguleiki á að leggja fram kæru á hendur konunni fyrir ofbeldi gegn barni. Meðfylgjandi skilaboð sendi konan á dóttur Sölva.Aðsend Sölvi er einnig með afrit af skilaboðum sem konan sendi á eldri dóttur hans, þar sem hún sakar hana um að leggja son sinn í einelti. Að sögn Sölva þekkir dóttir hans ekki piltinn ekkert og hefur aldrei átt í samskiptum við hann. Skilaboðin eru send frá fölskum aðgangi, þeim sama og Garpur hefur fengið send skilaboð úr. Í skilaboðunum sakar konan dóttur Sölva, sem stundar nám í framhaldsskóla, um einelti í garð skólabróður síns.Aðsend Að sögn Sölva er kæran enn á borði lögreglu. Á því tæpa ári sem nú er liðið hafi áreitið af hálfu konunnar haldið stöðugt áfram. „Hún er búin að senda endalaust af skilaboðum á kærustuna mína, fólkið mitt og vini mína og segja að ég sé hættulegur ofbeldismaður. Flestir þeirra sem hún hefur sent á eru konur sem þekkja mig til margra ára og vita að þetta er ekkert til í þessum ásökunum.“ Komið út fyrir öll mörk Seinasta sumar starfaði Sölvi hjá Fjarðarbyggð sem sundlaugarvörður. Hann segir konuna hafa sent tölvupóst á vinnustaðinn þar sem hún fullyrti að Sölvi væri barnaníðingur og ofbeldismaður. Þá hafi hún einnig sent tölvupóst á hótelið á Breiðdalsvík þar sem hún fullyrti að Sölvi væri með kynferðisbrotamaður. Þessi skilaboð bárust á netfang hótelsins í Breiðdalsvík.Aðsend Sölvi kveðst hafa haft samband við skólastjóra grunnskóla þar sem að konan starfaði sem umsjónarkennari í sjöunda bekk. Hann hafi greint frá áreitinu af hálfu konunnar, og kærunni sem liggur nú inni á borði lögreglu. „Þá var mér sagt að það væri ekki hægt að segja henni upp af því að það lægi ekki fyrir neinn dómur í málinu. Engu að síður fékk ég póst frá öðrum kennara í skólanum nokkrum dögum seinna þar sem það kom fram að þessi kona væri hætt störfum við skólann og annar aðili tekinn við.“ Sölvi segist nú bíða eftir að fá tíma í kærumóttöku hjá lögreglunni á Eskifirði, til að leggja fram afrit af fleiri gögnum sem hafi bæst við. „Þetta er komið langt út yfir öll mörk, og það tekur virkilega á sálina að standa í þessu. Það versta er að börnin mín eru að lenda í þessu líka. Dóttir mín var 16 ára þegar þetta byrjaði, og hún hefur farið mjög illa út úr þessu.“ Fréttastofa hafði samband við konuna sem um ræðir. Hún sagðist hafna öllum ásökunum en ætlaði ekki að tjá sig um málið að svo stöddu. Koma að lokuðum dyrum í réttarvörslukerfinu Netníð er almennt ekki refsivert á Íslandi. Til þess að háttsemi falli undir ákvæði hegningarlaganna þarf hún að fela í sér eitthvað annað og meira en síendurtekinn dónaskap og niðurlægingu, svo sem hótanir, stafrænt kynferðisofbeldi eða hatursorðræðu sem beint er gegn tilteknum hópi eða einstaklingum sem tilheyra þessum tilteknu hópum. Þetta kemur fram í niðurstöðum lokaverkefnis Evu Skarpaas til meistaraprófs í lögfræði við HR á seinasta ári. Lokaverkefnið sneri að stafrænu ofbeldi og netníð á samfélagsmiðlum. „Staðreyndin er sú að refsilöggjöfin hefur ekki þróast í takt við gríðarlegar tækniframfarir sem hafa meðal annars leitt til nýrra afbrota sem felast í háttsemi sem fellur ekki undir eldri refsiákvæði hegningarlaga.“ Í niðurstöðum kemur fram að vegna þessa komi þolendur netáreitni og neteineltis oft að lokuðum dyrum í réttarvörslukerfinu. „Í einhverjum tilvikum er hægt að heimfæra háttsemi undir ákvæði í kafla hegningarlaganna um ærumeiðingar og friðhelgisbrot, en þolendur móðgana og aðdróttana geta ekki kært háttsemina til lögreglu og treyst á saksókn af hálfu ákæruvaldsins, heldur þurfa þeir að höfða einkarefsimál gegn gerendum. Eins og staðan er í dag eru hverfandi líkur á því að mál vegna netníðs endi fyrir dómstólum. Það þýðir að gerendur geta haldið ótrauðir áfram að meiða og svívirða, án afleiðinga.“ Samfélagsmiðlar Stafrænt ofbeldi Lögreglumál Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Innlent Fleiri fréttir „Við bara byrjum að moka“ Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Sjá meira
Garpur steig nýlega fram í opinni færslu á Facebook og lýsti langvarandi áreitni, umsáturseinelti og netníð af hálfu konu sem hann komst í kynni við á seinasta ári. Að sögn Garps hefur konan eltihrellt hann í tæpt ár; dreift rangfærslum um hann á samfélagsmiðlum og ítrekað sent skilaboð á fjölskyldu hans og vini, þar á meðal dóttur hans. Þá hafi konan jafnframt talið samstarfsfólki sínu trú um að Garpur væri sambýlismaður hennar. Netníð er almennt ekki refsivert á Íslandi þar sem refsilöggjöf hefur ekki þróast í takt við tækniframfarir. Ekki er að finna nein refsiákvæði í íslenskum lögum sem taka sérstaklega á netíði og þarf því í mörgum tilvikum að heimfæra þessa tegund ofbeldis til refsiákvæða sem sett voru fyrir löngu síðan og ekki með slíka háttsemi í huga. Þolendur þessarar brota eru þar af leiðandi í erfiðri stöðu. Endaði á því að leita í Bjarkarhlíð Garpur kveðst hafa komist í kynni við konuna í gegnum Instagram í byrjun apríl í fyrra. Þau hafi skipst á skilaboðum, spjallað í einhvern tíma og endað síðan á því að verja saman kvöldstund þar sem þau sváfu saman. Garpur hafði ekki áhuga á frekari kynnum við konuna. Engu að síður hafi þau haldið áfram að skiptast á skilaboðum í gegnum Instagram næstu daga. Hann hafi ekki viljað særa hana með því að loka á samskiptin. „Hugsanlega hefði ég átt að vera skýrari við hana.“ Tíu dögum síðar bárust Garpi eftirfarandi skilaboð á messenger, sem Vísir hefur undir höndum: „Fallegi maðurinn sem ég elska svo heitt. Hættu að fara svona illa með mig og láttu þessar ungu konur vera. Ég hef beðið vinkonur þínar formlega í skilaboðum að láta þig vera svo við getum notið saman lífsins.“ Skilaboðin voru send úr fölskum aðgangi, undir tilbúnu nafni og með mynd af annarri konu sem þó er til. Garpur hefur þó hvorki hitt þá konu né átt í nokkrum samskiptum við. Hann er sannfærður að konan sem hann hitti í þetta eina skipti hafi verið á bak við skilaboðin. Þeim fjölgaði. Garpur leitaði til lögreglu í júní síðastliðnum en fékk að eigin sögn mjög ófaglegar móttökur.Vísir/Anton Brink „Á þessum tíma byrjaði hún stanslaust að senda skilaboð á hina og þessa í kringum mig, þá aðallega fyrrverandi kærustur og konur sem hún vissi að ég hefði verið með í gegnum tíðina, það er að segja konum sem tengdust mér á einhvern rómantískan hátt,“ segir Garpur. Hann hefur meðal annars undir höndum afrit af skilaboðum sem konan sendi á barnsmóður hans, þar sem hún sakar Garp um að hafa áreitt sig. Garpur kveðst hafa leitað í Bjarkarhlíð – miðstöð fyrir þolendur ofbeldis um miðjan maí, hitt þar lögreglukonu og leitað hjá henni ráða. Lögreglukonan hafi ráðlagt honum að tilkynna konuna til lögreglunnar og sjá svo hvað myndi gerast. Grófar ásakanir undir nafnleynd Sama dag birtist nafnlaus færsla inni á lokaða Facebookhópnum Stöndum saman - Stefnumótaforrit en höfundur færslunnar kvaðst vera fráskilin, þriggja barna móðir. Í færslunni sagðist hún hafa kynnst manni á Instagram og þau spjallað þar saman. Hún hafi síðan látið tilleiðast og samþykkt að hitta hann þar sem hann væri „mjög stjórnsamur.“ Lýsti konan samskiptum þeirra með þeim hætti að hún hefði orðið fyrir grófu kynferðisofbeldi af hálfu mannsins. Í færslunni nafngreindi hún ekki Garp en tók fram að maðurinn væri „þekktur í þjóðfélaginu, fjölmiðlamaður og frekar opinber persóna á Instagram.“ Hátt í áttatíu manns rituðu athugasemdir undir færsluna, þar af margir sem vildu fá að vita nafn mannsins sem konan talaði um í færslunni. Í athugasemdum undir færslunni sagði greinarhöfundur aðspurður að nafn gerandans byrjaði á G. Panikk, stress og kvíði Garpur frétti af færslunni í gegnum samstarfskonu sína og segist hafa verið afar brugðið. Færslan var í birtingu í tæpan sólarhring áður en hún var fjarlægð. „Ég hef aldrei upplifað annað eins panikk, stress og kvíða. Ég lá bara uppi í rúmi og gat ekki hugsað um neitt annað en hvað væri verið að segja um mig inni á þessum hópi,“ segir Garpur. Í kjölfar færslunnar tilkynnti hann konuna í fyrsta skipti til lögreglu. Viku síðar bárust Garpi skilaboð frá konunni þar sem hún spurði hann hvers vegna fólk sem tengdist honum væri búið að „blokkera“ hana á Instagram. „Ég sendi henni skilaboð til baka, sagðist hafa ráðfært mig við lögregluna og tilkynnt áreitið. Ég sagði henni að ég ætlaði að slíta á okkar samskipti og bað hana að virða það, bæði við mig og fólkið mitt. Ég beið eftir að það kæmi „seen“ og „blokkeraði“ hana um leið og ég sá að hún var búin að sjá skilaboðin frá mér.“ „Don’t put your dick in crazy“ Fjórum viku síðar í júní mætti Garpur á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem hann átti pantaðan tíma í kærumóttöku. Þar tók á móti honum lögreglufulltrúi. „Þarna var ég búin að tilkynna hana tvisvar eða þrisvar sinnum. Ég var rosalega lítill í mér; mig langaði ekkert að kæra þessa manneskju en ég sá ekkert annað í stöðunni.“ Að sögn Garps mætti hann viðmóti hjá lögreglufulltrúanum sem honum fannst lítillækkandi og einkennast af þolendaskömm. „Ég lýsti málinu fyrir honum, alveg frá upphafi til enda, og hvernig þetta væri að hafa áhrif á líf mitt. Hann hlustaði á mig og sagði síðan: „Ég er með eina reglu: „Don’t put your dick in crazy.“ Þegar ég var búinn að segja honum frá fleiru þá sagði hann meðal annars: „Það má alveg bara fá sér að ríða“ og „Veistu, það er bara eitthvað við að setja typpið á sér inn í eitthvað.“ Þegar ég spurði hann hvort ég ætti að kæra þetta sagði hann: „Nei, ekkert vera að gera það, við erum með þúsund mál í gangi hérna og við erum örfá, við höfum engan tíma í þetta.“ Ég var eiginlega bara beygður og brotinn þegar ég labbaði þarna út af lögreglustöðinni. Ég fann fyrir skömm og ég hugsaði með mér hvað ég hefði eiginlega verið að spá með því að koma mér í þessar aðstæður.“ Að sögn Garps liðu nokkrir mánuðir án þess að hann varð var við frekara áreiti frá konunni. Dag einn hafi hann síðan komist að því, fyrir hálfgerða tilviljun, að konan væri búin að telja samstarfsfélögum og nemendum sínum trú um að Garpur væri sambýlismaður hennar. Þá hefði hún jafnframt fullyrt að dóttir Garps væri stjúpdóttir hennar. Þessar upplýsingar fékk Garpur að eigin sögn frá nemendum í skólanum þar sem konan starfaði sem kennari á unglingastigi. Steininn hafi tekið úr þegar konan hafið farið að „adda“ dóttur hans á samfélagsmiðlum og senda henni skilaboð. Garpur kveðst ekki sjálfur hafa haft samband við stjórn skólans; ástæðan sé sú að hann hafi ekki viljað láta líta út fyrir að hann væri að áreita konuna. Hins vegar hafi mágkona hans rætt við aðstoðarskólastjórann, sem nú er skólastjórinn, og greint henni frá hegðun konunnar. Viðbrögðin voru að sögn Garps lítil. Hann fékk seinna að vita að konan hefði hætt störfum við skólann þegar haustönninni lauk og síðan byrjað að starfa sem kennari við annan skóla. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er konan nú í námi. Ætlar ekki að gefast upp Garpur starfar við framleiðslu sjónvarpsefnis hjá Sýn. Í janúar síðastliðnum barst tölvupóstur á vinnustaðinn þar sem Garpur var sakaður um stafrænt kynferðisbrot gagnvart ungri stúlku- og fullyrt að sönnunargögn þess efnis lægju fyrir hjá lögreglu. Blaðamaður hefur kynnt sér efni póstsins þar sem Garpur er borinn þungum sökum. Í kjölfarið leitaði Garpur til lögmanns, sem ráðlagði honum að sækja um nálgunarbann á konuna. Líkt og Garpur bendir á þá er það í raun eina verndarúrræðið sem er í boði. Beiðnin er ennþá inni á borði lögreglu í dag. Í byrjun mars birtist nafnlaus færsla inni á Facebookhópunum Konur eru konum bestar. Höfundur færslunnar nafngreindi og myndbirti Garp og sakaði hann um að beita konur ofbeldi. Færslan hefur nú verið fjarlægð úr hópnum. Þann 4. mars síðastliðinn, birti Garpur opna færslu á Facebook þar sem hann nafngreindi konuna og tjáði sig stuttlega um reynslu sína undanfarið ár. Fleiri hafa stigið fram Í fyrrnefndri Facebook-færslu þann 4. mars tók Garpur meðal annars fram að hann hefði ítrekað talað við lögreglu og tilkynnt konuna. Þá sagði hann konuna vera með fjórar ákærur yfir höfði sér vegna svipaðra brota, það er að segja vegna áreitis. „Ég hef reynt að vera rólegur yfir þessu og haldið í þá von að þetta sé búið en nú hefur hún verið að birta myndir af mér nafnlaust í hinum ýmsu hópum á Facebook. Lögreglan hefur algjörlega brugðist - og kerfið ef úti það er farið, það virðist vera mannréttindi að fá að áreita fólk því nóg er til að gögnum og eins og áður kom fram eru fleiri sem hafa lent í henni og kært. Ég mun ekkert gefast uppi þessu máli,“ ritaði Garpur jafnframt í færslunni. Garpur segir málið hafa valdið sér gífurlegu andlegu álagi undanfarið ár.Vísir/Anton Brink Garpur hefur undir höndum skjáskot af skilaboðum frá sex einstaklingum sem settu sig í samband við hann eftir að færslan birtist og segjast hafa svipaða upplifun af umræddri konu. Hræddur um að hún muni aldrei hætta Garpur segist ekki velja að tjá sig um málið því hann vilji konunni eitthvað illt. Hann telji þörf á að benda á brotalamir í kerfinu þegar komi að réttarstöðu þolenda umsáturseineltis – og þá sérstaklega hjá þeim sem verði fyrir barðinu á netníði. „Ég hef engan áhuga á að fara í eitthvað stríð við hana,“ segir hann. „Í gegnum tíðina hef ég nánast alltaf getað leyst úr öllum ágreiningsmálum sem hafa komið upp í kringum mig, bara með því að setjast niður með fólki og tala saman. Mig hefur oft langað að hringja í hana, bjóðast til að hitta hana svo við getum rætt saman og leyst úr þessu öllu. En ég held að það sé enginn möguleiki á því. Eins og staðan er í dag, þá held ég þetta muni aldrei hætta. Það er eins og hún finni alltaf einhverja leið til að halda áfram að áreita mig. Ég hef velt því fyrir mér að taka bara pásu frá öllum samfélagsmiðlum, og helst fara erlendis, bara til að fá smá hvíld frá þessu öllu saman. En ég verð að klára þessa öldu.“ Þann 7. mars lagði Garpur fram kæru til lögreglunnar á hendur konunni. Hann segir óljóst hvert framhaldið verður. Hann segir málið allt hafa valdið sér gífurlegu álagi. Lagði fyrst fram kæru í apríl á seinasta ári Sölvi Guðmundarson er einn þeirra sem hafa stigið fram á Facebook og tjáð sig um áreiti, netníð og umsáturseinelti af hálfu umræddrar konu. Að sögn Sölva voru hann og konan í árslöngu sambandi sem lauk í byrjun mars 2024. „Og rúmlega tveimur vikum seinna byrjaði þetta; endalausar netárásir og skilaboð frá fölskum aðgöngum á Facebook. Hún sendi líka skilaboð á dóttur mína. Í eitt skipti reyndi hún að skera á dekkin á bílnum mínum. Um páskana fór ég austur á Breiðdalsvík og fékk senda mynd frá nágranna mínum þar sem það var búið að maka sultu á veggina í íbúðinni minni. Meðfylgjandi mynd fékk Sölvi senda frá nágranna sínum.Aðsend Um sumarið var ég fluttur til Breiðdalsvíkur og hún kom hingað og gisti í tjaldi úti á túni hjá vinkonu sinni. Ég frétti það seinna að hún hefði tjáð vinkonu sinni að ég væri faðir barnanna hennar þriggja, og að við ættum mín tvö börn saman.“ Sölvi segir áreitið hafa staðið yfir frá því í byrjun mars á seinasta ári.Aðsend Sölvi kveðst hafa leitað fyrst til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í apríl 2024 til að tilkynna konuna, og lagt þá fram yfir 700 skjáskot af skilaboðum. Lögreglumaður hafi tjáð honum að þar sem sum skilaboðanna hefðu verið send á ólögráða dóttur hans væri möguleiki á að leggja fram kæru á hendur konunni fyrir ofbeldi gegn barni. Meðfylgjandi skilaboð sendi konan á dóttur Sölva.Aðsend Sölvi er einnig með afrit af skilaboðum sem konan sendi á eldri dóttur hans, þar sem hún sakar hana um að leggja son sinn í einelti. Að sögn Sölva þekkir dóttir hans ekki piltinn ekkert og hefur aldrei átt í samskiptum við hann. Skilaboðin eru send frá fölskum aðgangi, þeim sama og Garpur hefur fengið send skilaboð úr. Í skilaboðunum sakar konan dóttur Sölva, sem stundar nám í framhaldsskóla, um einelti í garð skólabróður síns.Aðsend Að sögn Sölva er kæran enn á borði lögreglu. Á því tæpa ári sem nú er liðið hafi áreitið af hálfu konunnar haldið stöðugt áfram. „Hún er búin að senda endalaust af skilaboðum á kærustuna mína, fólkið mitt og vini mína og segja að ég sé hættulegur ofbeldismaður. Flestir þeirra sem hún hefur sent á eru konur sem þekkja mig til margra ára og vita að þetta er ekkert til í þessum ásökunum.“ Komið út fyrir öll mörk Seinasta sumar starfaði Sölvi hjá Fjarðarbyggð sem sundlaugarvörður. Hann segir konuna hafa sent tölvupóst á vinnustaðinn þar sem hún fullyrti að Sölvi væri barnaníðingur og ofbeldismaður. Þá hafi hún einnig sent tölvupóst á hótelið á Breiðdalsvík þar sem hún fullyrti að Sölvi væri með kynferðisbrotamaður. Þessi skilaboð bárust á netfang hótelsins í Breiðdalsvík.Aðsend Sölvi kveðst hafa haft samband við skólastjóra grunnskóla þar sem að konan starfaði sem umsjónarkennari í sjöunda bekk. Hann hafi greint frá áreitinu af hálfu konunnar, og kærunni sem liggur nú inni á borði lögreglu. „Þá var mér sagt að það væri ekki hægt að segja henni upp af því að það lægi ekki fyrir neinn dómur í málinu. Engu að síður fékk ég póst frá öðrum kennara í skólanum nokkrum dögum seinna þar sem það kom fram að þessi kona væri hætt störfum við skólann og annar aðili tekinn við.“ Sölvi segist nú bíða eftir að fá tíma í kærumóttöku hjá lögreglunni á Eskifirði, til að leggja fram afrit af fleiri gögnum sem hafi bæst við. „Þetta er komið langt út yfir öll mörk, og það tekur virkilega á sálina að standa í þessu. Það versta er að börnin mín eru að lenda í þessu líka. Dóttir mín var 16 ára þegar þetta byrjaði, og hún hefur farið mjög illa út úr þessu.“ Fréttastofa hafði samband við konuna sem um ræðir. Hún sagðist hafna öllum ásökunum en ætlaði ekki að tjá sig um málið að svo stöddu. Koma að lokuðum dyrum í réttarvörslukerfinu Netníð er almennt ekki refsivert á Íslandi. Til þess að háttsemi falli undir ákvæði hegningarlaganna þarf hún að fela í sér eitthvað annað og meira en síendurtekinn dónaskap og niðurlægingu, svo sem hótanir, stafrænt kynferðisofbeldi eða hatursorðræðu sem beint er gegn tilteknum hópi eða einstaklingum sem tilheyra þessum tilteknu hópum. Þetta kemur fram í niðurstöðum lokaverkefnis Evu Skarpaas til meistaraprófs í lögfræði við HR á seinasta ári. Lokaverkefnið sneri að stafrænu ofbeldi og netníð á samfélagsmiðlum. „Staðreyndin er sú að refsilöggjöfin hefur ekki þróast í takt við gríðarlegar tækniframfarir sem hafa meðal annars leitt til nýrra afbrota sem felast í háttsemi sem fellur ekki undir eldri refsiákvæði hegningarlaga.“ Í niðurstöðum kemur fram að vegna þessa komi þolendur netáreitni og neteineltis oft að lokuðum dyrum í réttarvörslukerfinu. „Í einhverjum tilvikum er hægt að heimfæra háttsemi undir ákvæði í kafla hegningarlaganna um ærumeiðingar og friðhelgisbrot, en þolendur móðgana og aðdróttana geta ekki kært háttsemina til lögreglu og treyst á saksókn af hálfu ákæruvaldsins, heldur þurfa þeir að höfða einkarefsimál gegn gerendum. Eins og staðan er í dag eru hverfandi líkur á því að mál vegna netníðs endi fyrir dómstólum. Það þýðir að gerendur geta haldið ótrauðir áfram að meiða og svívirða, án afleiðinga.“
Samfélagsmiðlar Stafrænt ofbeldi Lögreglumál Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Innlent Fleiri fréttir „Við bara byrjum að moka“ Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Sjá meira