Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2025 11:07 Áhrifavaldurinn bandaríski Sam Jones birti og eyddi svo myndbandi af sér taka vambaunga af móður sinni á óþekktum vegi í Ástralíu. Heimamenn eru reiðir vegna atviksins. Skjáskot og AP/Susan Montoya Bryan Töluverð reiði ríkir í Ástralíu vegna myndbands af bandarískum áhrifavaldi grípa vambaunga frá móður sinni og hlaupa á brott með hann. Sam Jones hefur meðal annars verið gagnrýnd af forsætisráðherra Ástralíu og eru yfirvöld þar sögð skoða hvort hleypa eigi henni aftur inn í landið. Jones titlar sig sem útivistarmanneskju og veiðimann birti myndbandið á Instagram á dögunum en þar mátti sjá hana grípa ungann og hlaupa undan móðurinni á meðan maður bakvið myndavélina hló og sagði: „Sjáið móðurina, hún er að elta hana.“ Vambar eru loðin og spök pokadýr sem finnast í Ástralíu. Upprunalega myndbandinu hefur verið eytt en það er þó enn í dreyfingu. American hunting influencer Sam Jones is facing fierce backlash after taking a baby wombat from it's mother while visiting Australia. pic.twitter.com/bGUvuxWGX7— The Project (@theprojecttv) March 12, 2025 Jones lagði vambann fljótt niður aftur og upprunalega myndbandinu fylgdi texti um að hann hefði fundið móðir sína á nýjan leik og þau hefðu farið á brott saman. Meðal þeirra sem hefur tjáð sig um málið er Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu. Hann sagðist í morgun hafa séð myndbandið og lagði til að þessi „svokallaði áhrifavaldur“ prófaði að gera það sama við önnur dýr í Ástralíu sjá hvernig það færi. Nefndi hann krókódíl sérstaklega, eða önnur dýr sem geti svarað fyrir sig. Vambar geti það ekki. PM Albanese lets rip on the “so-called influencer” who took a baby wombat from its mother.PM “maybe she might try some other Australian animals. Take a baby crocodile from its mother & see how you go there.”🔥#auspoI pic.twitter.com/G9sV9c6xqz— stranger (@strangerous10) March 13, 2025 Ríkisútvarp Ástralíu (ABC) hefur eftir Tony Burke, innanríkisráðherra, að verið sé að skoða dvalarleyfi Jones í Ástralíu og hvort hún megi koma aftur til landsins og er einnig verið að skoða hvort hún hafi brotið lög. Burke sagði að hvernig sem færi þætti honum ólíklegt að Jones myndir vilja koma aftur til Ástralíu. ABC hefur eftir dýralækni að Jones hefði getað skaðað ungann, miðað við það hvernig hún kippti honum upp og sveiflað honum. Dýralæknirinn, sem vinnur fyrir náttúruverndarsamtök, sagði augljóst að unginn væri að kalla eftir móður sinni og að myndbandið væri hrottalegt. Ástralía Bandaríkin Dýr Samfélagsmiðlar Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Jones titlar sig sem útivistarmanneskju og veiðimann birti myndbandið á Instagram á dögunum en þar mátti sjá hana grípa ungann og hlaupa undan móðurinni á meðan maður bakvið myndavélina hló og sagði: „Sjáið móðurina, hún er að elta hana.“ Vambar eru loðin og spök pokadýr sem finnast í Ástralíu. Upprunalega myndbandinu hefur verið eytt en það er þó enn í dreyfingu. American hunting influencer Sam Jones is facing fierce backlash after taking a baby wombat from it's mother while visiting Australia. pic.twitter.com/bGUvuxWGX7— The Project (@theprojecttv) March 12, 2025 Jones lagði vambann fljótt niður aftur og upprunalega myndbandinu fylgdi texti um að hann hefði fundið móðir sína á nýjan leik og þau hefðu farið á brott saman. Meðal þeirra sem hefur tjáð sig um málið er Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu. Hann sagðist í morgun hafa séð myndbandið og lagði til að þessi „svokallaði áhrifavaldur“ prófaði að gera það sama við önnur dýr í Ástralíu sjá hvernig það færi. Nefndi hann krókódíl sérstaklega, eða önnur dýr sem geti svarað fyrir sig. Vambar geti það ekki. PM Albanese lets rip on the “so-called influencer” who took a baby wombat from its mother.PM “maybe she might try some other Australian animals. Take a baby crocodile from its mother & see how you go there.”🔥#auspoI pic.twitter.com/G9sV9c6xqz— stranger (@strangerous10) March 13, 2025 Ríkisútvarp Ástralíu (ABC) hefur eftir Tony Burke, innanríkisráðherra, að verið sé að skoða dvalarleyfi Jones í Ástralíu og hvort hún megi koma aftur til landsins og er einnig verið að skoða hvort hún hafi brotið lög. Burke sagði að hvernig sem færi þætti honum ólíklegt að Jones myndir vilja koma aftur til Ástralíu. ABC hefur eftir dýralækni að Jones hefði getað skaðað ungann, miðað við það hvernig hún kippti honum upp og sveiflað honum. Dýralæknirinn, sem vinnur fyrir náttúruverndarsamtök, sagði augljóst að unginn væri að kalla eftir móður sinni og að myndbandið væri hrottalegt.
Ástralía Bandaríkin Dýr Samfélagsmiðlar Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira