Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2025 11:07 Áhrifavaldurinn bandaríski Sam Jones birti og eyddi svo myndbandi af sér taka vambaunga af móður sinni á óþekktum vegi í Ástralíu. Heimamenn eru reiðir vegna atviksins. Skjáskot og AP/Susan Montoya Bryan Töluverð reiði ríkir í Ástralíu vegna myndbands af bandarískum áhrifavaldi grípa vambaunga frá móður sinni og hlaupa á brott með hann. Sam Jones hefur meðal annars verið gagnrýnd af forsætisráðherra Ástralíu og eru yfirvöld þar sögð skoða hvort hleypa eigi henni aftur inn í landið. Jones titlar sig sem útivistarmanneskju og veiðimann birti myndbandið á Instagram á dögunum en þar mátti sjá hana grípa ungann og hlaupa undan móðurinni á meðan maður bakvið myndavélina hló og sagði: „Sjáið móðurina, hún er að elta hana.“ Vambar eru loðin og spök pokadýr sem finnast í Ástralíu. Upprunalega myndbandinu hefur verið eytt en það er þó enn í dreyfingu. American hunting influencer Sam Jones is facing fierce backlash after taking a baby wombat from it's mother while visiting Australia. pic.twitter.com/bGUvuxWGX7— The Project (@theprojecttv) March 12, 2025 Jones lagði vambann fljótt niður aftur og upprunalega myndbandinu fylgdi texti um að hann hefði fundið móðir sína á nýjan leik og þau hefðu farið á brott saman. Meðal þeirra sem hefur tjáð sig um málið er Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu. Hann sagðist í morgun hafa séð myndbandið og lagði til að þessi „svokallaði áhrifavaldur“ prófaði að gera það sama við önnur dýr í Ástralíu sjá hvernig það færi. Nefndi hann krókódíl sérstaklega, eða önnur dýr sem geti svarað fyrir sig. Vambar geti það ekki. PM Albanese lets rip on the “so-called influencer” who took a baby wombat from its mother.PM “maybe she might try some other Australian animals. Take a baby crocodile from its mother & see how you go there.”🔥#auspoI pic.twitter.com/G9sV9c6xqz— stranger (@strangerous10) March 13, 2025 Ríkisútvarp Ástralíu (ABC) hefur eftir Tony Burke, innanríkisráðherra, að verið sé að skoða dvalarleyfi Jones í Ástralíu og hvort hún megi koma aftur til landsins og er einnig verið að skoða hvort hún hafi brotið lög. Burke sagði að hvernig sem færi þætti honum ólíklegt að Jones myndir vilja koma aftur til Ástralíu. ABC hefur eftir dýralækni að Jones hefði getað skaðað ungann, miðað við það hvernig hún kippti honum upp og sveiflað honum. Dýralæknirinn, sem vinnur fyrir náttúruverndarsamtök, sagði augljóst að unginn væri að kalla eftir móður sinni og að myndbandið væri hrottalegt. Ástralía Bandaríkin Dýr Samfélagsmiðlar Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Jones titlar sig sem útivistarmanneskju og veiðimann birti myndbandið á Instagram á dögunum en þar mátti sjá hana grípa ungann og hlaupa undan móðurinni á meðan maður bakvið myndavélina hló og sagði: „Sjáið móðurina, hún er að elta hana.“ Vambar eru loðin og spök pokadýr sem finnast í Ástralíu. Upprunalega myndbandinu hefur verið eytt en það er þó enn í dreyfingu. American hunting influencer Sam Jones is facing fierce backlash after taking a baby wombat from it's mother while visiting Australia. pic.twitter.com/bGUvuxWGX7— The Project (@theprojecttv) March 12, 2025 Jones lagði vambann fljótt niður aftur og upprunalega myndbandinu fylgdi texti um að hann hefði fundið móðir sína á nýjan leik og þau hefðu farið á brott saman. Meðal þeirra sem hefur tjáð sig um málið er Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu. Hann sagðist í morgun hafa séð myndbandið og lagði til að þessi „svokallaði áhrifavaldur“ prófaði að gera það sama við önnur dýr í Ástralíu sjá hvernig það færi. Nefndi hann krókódíl sérstaklega, eða önnur dýr sem geti svarað fyrir sig. Vambar geti það ekki. PM Albanese lets rip on the “so-called influencer” who took a baby wombat from its mother.PM “maybe she might try some other Australian animals. Take a baby crocodile from its mother & see how you go there.”🔥#auspoI pic.twitter.com/G9sV9c6xqz— stranger (@strangerous10) March 13, 2025 Ríkisútvarp Ástralíu (ABC) hefur eftir Tony Burke, innanríkisráðherra, að verið sé að skoða dvalarleyfi Jones í Ástralíu og hvort hún megi koma aftur til landsins og er einnig verið að skoða hvort hún hafi brotið lög. Burke sagði að hvernig sem færi þætti honum ólíklegt að Jones myndir vilja koma aftur til Ástralíu. ABC hefur eftir dýralækni að Jones hefði getað skaðað ungann, miðað við það hvernig hún kippti honum upp og sveiflað honum. Dýralæknirinn, sem vinnur fyrir náttúruverndarsamtök, sagði augljóst að unginn væri að kalla eftir móður sinni og að myndbandið væri hrottalegt.
Ástralía Bandaríkin Dýr Samfélagsmiðlar Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira