Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. mars 2025 13:30 Kristjana og Gummi eru í skýjunum með nýja umboðsskrifstofu. Kristjana Barðdal umboðsmaður Gumma Kíró opnar í dag umboðsskrifstofuna Atelier Agency ásamt kírópraktornum. Skrifstofan verður sérstaklega starfrækt fyrir áhrifavalda en nú þegar hafa níu slíkir gert samning við Atelier. Kristjana segir draum vera að rætast og eru þau Gummi stórhuga. „Atelier þýðir vinnustofa á frönsku og þetta er hugtak notað yfir það þegar margir listamenn koma saman og okkar sérstaða verður sú að bjóða upp á þjálfun og samfélag,“ segir Kristjana í samtali við Vísi. Hún segir hugmyndina að umboðsskrifstofunni hafa kviknað eftir að hún og Gummi buðu áhrifavöldum upp á frí námskeið þar sem farið var yfir helstu atriðin er viðkoma starfinu. Leiðir lágu saman í gegnum Höllu Áður en talið berst í meira mæli að Atelier liggur blaðamanni forvitni á að vita hvernig það kom til að Kristjana varð umboðsmaður Gumma kíró. Gummi hefur fyrir löngu stimplað sig inn sem einn frægasti áhrifavaldur landsins og er þekktur fyrir frumlegan klæðaburð og jákvæðni til lífsins. „Ég kynnist Gumma í fyrsta sinn þegar ég vann í kosningateymi Höllu Tómasdóttur, þar sem ég var í allskonar verkefnum en þá sérstaklega með samfélagsmiðlana,“ útskýrir Kristjana. Hún útskýrir að Gummi hafi lengi þekkt Höllu og eiginmann hennar Björn Skúlason og verið meira en til í að búa til efni á samfélagsmiðlum með Kristjönu og teyminu. Þeim hafi strax orðið vel til vina og eftir að framboðinu lauk hafi Gummi óvænt fylgt henni á Instagram og spurt hana hvort hann mætti ekki hringja í hana síðar sama dag. „Hann segir mér það í símann að hann vilji bæta við sig starfsmanni, hann vanti umboðsmann,“ rifjar Kristjana upp hlæjandi. Hún segist strax hafa bent honum á vinkonur sínar tvær, sem henni hafi þótt henta fullkomlega í starfið. „En þá segir hann mér að hann sé reyndar að hringja vegna þess að hann vilji hitta mig og spyr mig hvað ég sé að gera á þessum tíma og hvort ég sé ekki til í að hittast í kaffi, hann fíli orkuna mína í botn og segist telja að við getum orðið geðveikt teymi.“ Kristjana segist hafa hitt Gumma í kaffi. Þau hafi átt frábært spjall og hún heillast af verkefninu. Hún hafi þó gefið sér sinn tíma í að hugsa sig um en hafi að endingu ákveðið að slá til og söðla um en Kristjana starfaði á þessum tíma sem tölvunarfræðingur í hugbúnaðarþróun hjá Reykjavíkurborg. En hvers vegna þarf Gummi kíró umboðsmann? „Vegna þess að þegar Guðmundur kemur til landsins 2013 frá Svíþjóð þar sem hann stofnaði sína kírópraktorstofu, byrjar hann strax að byggja nafnið og stofnaði aðganginn Gumma kíró á Instagram strax þarna,“ útskýrir Kristjana. Hún segir Gumma þannig einfaldlega hafa ótalmörg verkefni á sínum snærum og það kalli á aðstoð og langtímahugsun, eitthvað sem Kristjana segist vera einkar fær í. „Svo þegar hann og Lína Birgitta byrja saman á sínum tíma þá færist Gummi meira út í það að vera opinber manneskja, sem fólki þykir vænt um og vill heyra af, enda þorir hann að vera hann sjálfur og er svo góður í því. Svo er það sem við horfum á í þessum áhrifavaldaheimi er að við viljum vera í langtímasamstörfum. Gummi hefur í nógu að snúast, hann er með vinnuna, fyrirlestra fyrir vinnustaði, hvatningafyrirlestra til dæmis fyrir menntaskóla og miklu fleira.“ Kristjana segist þannig í raun vera samviska Gumma og vélin á bakvið hann. Hún ber starfinu vel söguna og segir það ótrúlega gefandi og krefjandi. „Ég er að svara tölvupóstum, hringja og svo er mikið af þessu bara hugmyndavinna. Þegar ég settist niður fyrst og hugsaði þetta þá skrifaði ég smá svona manifestó og sendi á hann. Ég sagðist sjá fyrir mér að vera samviska hans og vélin á bakvið hann,“ útskýrir Kristjana. Þannig gefist Gumma eðli málsins samkvæmt ekki mikill tími til að fylgjast með umræðunni og þar segist Kristjana bæta hann upp. Hún segir að hún þurfi ekki að kljást við mikla neikvæðna umræðu í starfi sínu. „Gummi fær rosa lítið af neikvæðri athygli, það er svo lítið vesen á honum enda er hann bara góður gaur sem vandar sig og gerir allt svo vel.“ View this post on Instagram A post shared by Tölum Um (@tolum_um) Langt síðan nýir áhrifavaldar ruddu sér til rúms Þá berst talið aftur að umboðsskrifstofunni Atelier. Kristjana segist lengi hafa langað að stofna fyrirtæki og halda út í sjálfstæðan rekstur. Hún á það ekki langt að sækja en fjölskylda hennar rekur Seglagerðina Ægi. Hún útskýrir að Gummi hafi átt hugmyndina, þetta hafi verið eðlilegt framhald af fríum námskeiðum sem þau hafi boðið áhrifavöldum upp á. „Svo dettur Gumma í hug þetta nafn, vinnustofa á frönsku, Atelier. Við lögðum höfuðið í bleyti og áttuðum okkur á því að okkar sérstaða felst í þjálfuninni sem við bjóðum upp á og samfélaginu sem okkur hefur tekist að skapa,“ útskýrir Kristjana. Hún segir það oft geta verið einmanalegt að vera áhrifavaldur. „Og okkur langar, að minnsta kosti fyrst um sinn, að einbeita okkur að þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í bransanum. Styðja þau í að vaxa, því það er svo mikið í boði og mikið í gangi, maður getur ekki verið út um allt og okkur langar að styðja þau í því að finna hvað það er sem hentar þeim.“ View this post on Instagram A post shared by Atelier Agency (@atelieragencyis) Kristjana útskýrir að þeir níu áhrifavaldar sem nú séu á samning hjá Atelier verði aðstoðaðir við að halda utan um sín samstörf við fyrirtæki. Þau verði aðstoðuð við að feta sín spor í bransanum en Kristjana nefnir að nokkuð langt sé orðið síðan nýir áhrifavaldar ruddu sér til rúms hér á landi. Vikulega fjalli fjölmiðlar um áhrifavalda og þar séu oft á tíðum að finna sömu nöfnin. Kristjana segir að meðal áhrifavalda sem gert hafi samning við Atelier séu Nadía Sif, Alexandra Rún, Kara Lind og Krissý Guðmunds. „Það er frábært fyrir okkur að vera með fólk sem er að byrja á sama stað. Við erum að byggja hvort annað upp, við erum að veðja á þau og þau eru að veðja á okkur. Það eru allskonar hlutir sem við aðstoðum þau með, það þarf að átta sig á ýmsu, hversu oft á að birta færslur, á hvaða miðli, hvernig efni og fyrir hverja.“ Markmiðið að stækka við sig Kristjana segir þau þegar vera komin með skrifstofu í Kópavoginum. Markmiðið núna sé að koma sér af stað, halda áfram að vinna hlutina nákvæmlega eins og þau Gummi hafi alltaf unnið þá. „Markmiðið er að byggja þetta upp, kynnast þessu fólki og koma okkur fyrir. Við viljum líka heyra í fólki sem hefur áhuga á að vinna með okkur í framtíðinni og við erum í því núna að þróa þjónustuframboðið núna og kynnast markaðnum, enda viljum við líka kynnast fleiri fyrirtækjum og einbeita okkur að því að byggja upp viðskiptasambönd.“ Kristjana segir markaðinn á Íslandi með efni á samfélagsmiðlum vannýttan. Þetta sé eitthvað sem sé komið til að vera. Stöðugt verði hægt að búa til sérsniðnara efni og hafa þannig meiri áhrif. „Svo horfum við til þess að vonandi stækka við okkur og viljum búa til gagnagrunn með fólki sem vill vinna með okkur. Við viljum að þetta verði samfélag fyrir fólk sem er að vinna sig áfram í þessu. Svo eru ýmsar hugmyndir hjá okkur að víkka út þjálfunina, það er allskonar í boði eins og að vera með hlaðvarpsþætti og póstlista. Í framtíðinni gæti fólk svo borgað pínulítið gjald fyrir fjarþjálfun, sem dæmi.“ Samfélagsmiðlar Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira
„Atelier þýðir vinnustofa á frönsku og þetta er hugtak notað yfir það þegar margir listamenn koma saman og okkar sérstaða verður sú að bjóða upp á þjálfun og samfélag,“ segir Kristjana í samtali við Vísi. Hún segir hugmyndina að umboðsskrifstofunni hafa kviknað eftir að hún og Gummi buðu áhrifavöldum upp á frí námskeið þar sem farið var yfir helstu atriðin er viðkoma starfinu. Leiðir lágu saman í gegnum Höllu Áður en talið berst í meira mæli að Atelier liggur blaðamanni forvitni á að vita hvernig það kom til að Kristjana varð umboðsmaður Gumma kíró. Gummi hefur fyrir löngu stimplað sig inn sem einn frægasti áhrifavaldur landsins og er þekktur fyrir frumlegan klæðaburð og jákvæðni til lífsins. „Ég kynnist Gumma í fyrsta sinn þegar ég vann í kosningateymi Höllu Tómasdóttur, þar sem ég var í allskonar verkefnum en þá sérstaklega með samfélagsmiðlana,“ útskýrir Kristjana. Hún útskýrir að Gummi hafi lengi þekkt Höllu og eiginmann hennar Björn Skúlason og verið meira en til í að búa til efni á samfélagsmiðlum með Kristjönu og teyminu. Þeim hafi strax orðið vel til vina og eftir að framboðinu lauk hafi Gummi óvænt fylgt henni á Instagram og spurt hana hvort hann mætti ekki hringja í hana síðar sama dag. „Hann segir mér það í símann að hann vilji bæta við sig starfsmanni, hann vanti umboðsmann,“ rifjar Kristjana upp hlæjandi. Hún segist strax hafa bent honum á vinkonur sínar tvær, sem henni hafi þótt henta fullkomlega í starfið. „En þá segir hann mér að hann sé reyndar að hringja vegna þess að hann vilji hitta mig og spyr mig hvað ég sé að gera á þessum tíma og hvort ég sé ekki til í að hittast í kaffi, hann fíli orkuna mína í botn og segist telja að við getum orðið geðveikt teymi.“ Kristjana segist hafa hitt Gumma í kaffi. Þau hafi átt frábært spjall og hún heillast af verkefninu. Hún hafi þó gefið sér sinn tíma í að hugsa sig um en hafi að endingu ákveðið að slá til og söðla um en Kristjana starfaði á þessum tíma sem tölvunarfræðingur í hugbúnaðarþróun hjá Reykjavíkurborg. En hvers vegna þarf Gummi kíró umboðsmann? „Vegna þess að þegar Guðmundur kemur til landsins 2013 frá Svíþjóð þar sem hann stofnaði sína kírópraktorstofu, byrjar hann strax að byggja nafnið og stofnaði aðganginn Gumma kíró á Instagram strax þarna,“ útskýrir Kristjana. Hún segir Gumma þannig einfaldlega hafa ótalmörg verkefni á sínum snærum og það kalli á aðstoð og langtímahugsun, eitthvað sem Kristjana segist vera einkar fær í. „Svo þegar hann og Lína Birgitta byrja saman á sínum tíma þá færist Gummi meira út í það að vera opinber manneskja, sem fólki þykir vænt um og vill heyra af, enda þorir hann að vera hann sjálfur og er svo góður í því. Svo er það sem við horfum á í þessum áhrifavaldaheimi er að við viljum vera í langtímasamstörfum. Gummi hefur í nógu að snúast, hann er með vinnuna, fyrirlestra fyrir vinnustaði, hvatningafyrirlestra til dæmis fyrir menntaskóla og miklu fleira.“ Kristjana segist þannig í raun vera samviska Gumma og vélin á bakvið hann. Hún ber starfinu vel söguna og segir það ótrúlega gefandi og krefjandi. „Ég er að svara tölvupóstum, hringja og svo er mikið af þessu bara hugmyndavinna. Þegar ég settist niður fyrst og hugsaði þetta þá skrifaði ég smá svona manifestó og sendi á hann. Ég sagðist sjá fyrir mér að vera samviska hans og vélin á bakvið hann,“ útskýrir Kristjana. Þannig gefist Gumma eðli málsins samkvæmt ekki mikill tími til að fylgjast með umræðunni og þar segist Kristjana bæta hann upp. Hún segir að hún þurfi ekki að kljást við mikla neikvæðna umræðu í starfi sínu. „Gummi fær rosa lítið af neikvæðri athygli, það er svo lítið vesen á honum enda er hann bara góður gaur sem vandar sig og gerir allt svo vel.“ View this post on Instagram A post shared by Tölum Um (@tolum_um) Langt síðan nýir áhrifavaldar ruddu sér til rúms Þá berst talið aftur að umboðsskrifstofunni Atelier. Kristjana segist lengi hafa langað að stofna fyrirtæki og halda út í sjálfstæðan rekstur. Hún á það ekki langt að sækja en fjölskylda hennar rekur Seglagerðina Ægi. Hún útskýrir að Gummi hafi átt hugmyndina, þetta hafi verið eðlilegt framhald af fríum námskeiðum sem þau hafi boðið áhrifavöldum upp á. „Svo dettur Gumma í hug þetta nafn, vinnustofa á frönsku, Atelier. Við lögðum höfuðið í bleyti og áttuðum okkur á því að okkar sérstaða felst í þjálfuninni sem við bjóðum upp á og samfélaginu sem okkur hefur tekist að skapa,“ útskýrir Kristjana. Hún segir það oft geta verið einmanalegt að vera áhrifavaldur. „Og okkur langar, að minnsta kosti fyrst um sinn, að einbeita okkur að þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í bransanum. Styðja þau í að vaxa, því það er svo mikið í boði og mikið í gangi, maður getur ekki verið út um allt og okkur langar að styðja þau í því að finna hvað það er sem hentar þeim.“ View this post on Instagram A post shared by Atelier Agency (@atelieragencyis) Kristjana útskýrir að þeir níu áhrifavaldar sem nú séu á samning hjá Atelier verði aðstoðaðir við að halda utan um sín samstörf við fyrirtæki. Þau verði aðstoðuð við að feta sín spor í bransanum en Kristjana nefnir að nokkuð langt sé orðið síðan nýir áhrifavaldar ruddu sér til rúms hér á landi. Vikulega fjalli fjölmiðlar um áhrifavalda og þar séu oft á tíðum að finna sömu nöfnin. Kristjana segir að meðal áhrifavalda sem gert hafi samning við Atelier séu Nadía Sif, Alexandra Rún, Kara Lind og Krissý Guðmunds. „Það er frábært fyrir okkur að vera með fólk sem er að byrja á sama stað. Við erum að byggja hvort annað upp, við erum að veðja á þau og þau eru að veðja á okkur. Það eru allskonar hlutir sem við aðstoðum þau með, það þarf að átta sig á ýmsu, hversu oft á að birta færslur, á hvaða miðli, hvernig efni og fyrir hverja.“ Markmiðið að stækka við sig Kristjana segir þau þegar vera komin með skrifstofu í Kópavoginum. Markmiðið núna sé að koma sér af stað, halda áfram að vinna hlutina nákvæmlega eins og þau Gummi hafi alltaf unnið þá. „Markmiðið er að byggja þetta upp, kynnast þessu fólki og koma okkur fyrir. Við viljum líka heyra í fólki sem hefur áhuga á að vinna með okkur í framtíðinni og við erum í því núna að þróa þjónustuframboðið núna og kynnast markaðnum, enda viljum við líka kynnast fleiri fyrirtækjum og einbeita okkur að því að byggja upp viðskiptasambönd.“ Kristjana segir markaðinn á Íslandi með efni á samfélagsmiðlum vannýttan. Þetta sé eitthvað sem sé komið til að vera. Stöðugt verði hægt að búa til sérsniðnara efni og hafa þannig meiri áhrif. „Svo horfum við til þess að vonandi stækka við okkur og viljum búa til gagnagrunn með fólki sem vill vinna með okkur. Við viljum að þetta verði samfélag fyrir fólk sem er að vinna sig áfram í þessu. Svo eru ýmsar hugmyndir hjá okkur að víkka út þjálfunina, það er allskonar í boði eins og að vera með hlaðvarpsþætti og póstlista. Í framtíðinni gæti fólk svo borgað pínulítið gjald fyrir fjarþjálfun, sem dæmi.“
Samfélagsmiðlar Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira