Dómarinn kveður Facebook með tárum Jakob Bjarnar skrifar 14. febrúar 2025 15:27 Einn frægasti álitsgjafi landsins kveður, í bili. Brynjar er hér ásamt Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur en hún sótti einnig um stöðuna sem Brynjar hreppti. vísir/vilhelm Brynjar Níelsson héraðsdómari, en hann hefur verið einhver vinsælasti gasprari á Facebook, kveður samfélagsmiðilinn og segir tal þar ekki samræmast nýju starfi. „Eins og fram hefur komið í fréttum hef ég verið settur sem héraðsdómari til ársloka. Eðli máls samkvæmt takmarkar það málfrelsi mitt á opinberum vettvangi og þátttaka í pólitísku starfi lýkur jafnframt.“ Sjálfskipaðir stjórnsýslufræðingar láta gamminn geysa Þannig hefst einskonar kveðjupistill Brynjars. Hann segist nú vilja fylgja þessum skráðu og óskráðu reglum meðan hann starfi sem dómari. Brynjar getur þó ekki á sér setið í kveðjupistli sínum; hann notar tækifærið og sendir mönnum glósu og aðra: „Stjórnsýslufræðingar, ekki síst sjálfskipaðir, hafa tekið til máls í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum eftir að þessi tímabundna setning mín í starf héraðsdómara var kunngerð. Má ráða af þeim skrifum að ég sé meira og minna vanhæfur til dómstarfa vegna þess að ég hef verið í stjórnmálum og tjáð skoðanir á þeim vettvangi. Einnig haldið fram fullum fetum að mér hafi verið tryggð full eftirlaun dómara til æviloka með þessari setningu í starf héraðsdómara.“ Meira lesinn en miðlar sem þiggja styrki Brynjar segir þetta úr lausu lofti gripið, í raun blanda af upplýsingaóreiðu og falsfréttum. Hann vill minna þessa sérfræðinga á að dómendum ber í embættisverkum sínum að fara einungis eftir lögunum, eins og segir í stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Það þýði að eigin skoðanir eða réttlæti getur ekki ráðið niðurstöðunni. Skipan Brynjars í stöðu héraðsdómara er umdeild og þannig ritaði Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjóri Heimildarinnar leiðara og lýsir yfir sárum vonbrigðum með skipanina. Niðurlag hennar skrifa er á þessa leið: „Í dag búum við enn við réttarkerfi sem var mótað af körlum. Karlar settu lögin og túlkuðu þau, með þeim afleiðingum að reynsla og lífsviðhorf karla voru lögð til grundvallar réttinum. Karla sem sumir hverjir höfðu sömu viðhorf og Brynjar.“ Brynjar hins vegar lætur þetta ekki á sig fá. „Að lokum vil ég þakka fésbókarvinum mínum og fylgjendum samfylgdina öll árin. Miðað við viðbrögðin við skrifum mínum sýnist mér þið hafið fylgst nokkuð vel með mér. Sennilega hef ég haft fleiri lesendur en miðlarnir sem fá styrkina frá skattgreiðendum en geta ekki einu sinni farið rétt með staðreyndir um eftirlaun héraðsdómara. Sennilega þarf að hækka styrkina. Takk fyrir mig í bili.“ Dómstólar Reykjavík Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira
„Eins og fram hefur komið í fréttum hef ég verið settur sem héraðsdómari til ársloka. Eðli máls samkvæmt takmarkar það málfrelsi mitt á opinberum vettvangi og þátttaka í pólitísku starfi lýkur jafnframt.“ Sjálfskipaðir stjórnsýslufræðingar láta gamminn geysa Þannig hefst einskonar kveðjupistill Brynjars. Hann segist nú vilja fylgja þessum skráðu og óskráðu reglum meðan hann starfi sem dómari. Brynjar getur þó ekki á sér setið í kveðjupistli sínum; hann notar tækifærið og sendir mönnum glósu og aðra: „Stjórnsýslufræðingar, ekki síst sjálfskipaðir, hafa tekið til máls í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum eftir að þessi tímabundna setning mín í starf héraðsdómara var kunngerð. Má ráða af þeim skrifum að ég sé meira og minna vanhæfur til dómstarfa vegna þess að ég hef verið í stjórnmálum og tjáð skoðanir á þeim vettvangi. Einnig haldið fram fullum fetum að mér hafi verið tryggð full eftirlaun dómara til æviloka með þessari setningu í starf héraðsdómara.“ Meira lesinn en miðlar sem þiggja styrki Brynjar segir þetta úr lausu lofti gripið, í raun blanda af upplýsingaóreiðu og falsfréttum. Hann vill minna þessa sérfræðinga á að dómendum ber í embættisverkum sínum að fara einungis eftir lögunum, eins og segir í stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Það þýði að eigin skoðanir eða réttlæti getur ekki ráðið niðurstöðunni. Skipan Brynjars í stöðu héraðsdómara er umdeild og þannig ritaði Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjóri Heimildarinnar leiðara og lýsir yfir sárum vonbrigðum með skipanina. Niðurlag hennar skrifa er á þessa leið: „Í dag búum við enn við réttarkerfi sem var mótað af körlum. Karlar settu lögin og túlkuðu þau, með þeim afleiðingum að reynsla og lífsviðhorf karla voru lögð til grundvallar réttinum. Karla sem sumir hverjir höfðu sömu viðhorf og Brynjar.“ Brynjar hins vegar lætur þetta ekki á sig fá. „Að lokum vil ég þakka fésbókarvinum mínum og fylgjendum samfylgdina öll árin. Miðað við viðbrögðin við skrifum mínum sýnist mér þið hafið fylgst nokkuð vel með mér. Sennilega hef ég haft fleiri lesendur en miðlarnir sem fá styrkina frá skattgreiðendum en geta ekki einu sinni farið rétt með staðreyndir um eftirlaun héraðsdómara. Sennilega þarf að hækka styrkina. Takk fyrir mig í bili.“
Dómstólar Reykjavík Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira