„Magnað að ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lovísa Arnardóttir skrifar 13. mars 2025 19:26 Ólafur Jóhann með kærustunni sinni, Sigurlaugu, úti í Svíþjóð þar sem aðgerðin var framkvæmd. Aðsend Ólafur Jóhann Steinsson útvarpsmaður og áhrifavaldur fór fyrir þremur vikum í hjartaaðgerð. Hann segir aðgerðina það erfiðasta sem hann hafi nokkurn tíma gengið í gegnum, bæði líkamlega og andlega. „Ég fæddist með hjartagalla og fór í fyrstu aðgerðina í Boston bara tveggja daga gamall. Svo vissi ég alltaf að ég þyrfti að fara í aðra aðgerð en það hefur aldrei gerst. Það er í raun magnað að ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð. Það var svo 2019 sem var farið að tala um að það gæti styst í hana og svo gerðist það bara í janúar,“ segir Ólafur Jóhann. Í janúar var honum sagt að aðgerðin yrði líklega framkvæmd einhvern tímann á næstu sex mánuðum. Í febrúar hafi hann svo verið boðaður í aðgerðina. Foreldrar hans og kærasta fylgdu honum út og dvöldu með honum í Svíþjóð í þrjár vikur. @olafurjohann123 Ekki skemmtilegar vikur, farið vel með ykkur <3 ♬ original sound - oli Ólafur segir frá því í færslu á Tiktok að spítalahótelið hafi verið ágætt og að þjónustan hafi verið fín. Þar hafi unnið íslensk kona og auk þess hafi fylgt þeim túlkur sem aðstoðaði á fundum á spítalanum. Ólafur segir spítalavistina sjálfa á tímapunktum hafa verið hræðilega og sumir dagarnir verið hreint óbærilegir. Endalaus bið „Þetta var endalaus bið. Ég fór ekki út í tvær vikur. Þetta tók mjög á andlega heilsu,“ segir Ólafur Jóhann. Hann segir það hafa hjálpað verulega að opna sig um þetta á samfélagsmiðlum. „Það hjálpaði mjög mikið að pósta þessu,“ segir hann og að viðbrögðin sömuleiðis hjálpi. Eftir fyrstu aðgerðina aðeins tveggja daga gamall. Aðsend Ólafur Jóhann fjallar nokkuð ítarlega um aðgerðina í færslu á Instagram. Þar kemur fram að hún hafi bæði verið stærri og erfiðari en hún hafi átt að vera. Nauðsynlegt var að stækka ósæðarlokuna auk þess sem einn hluti hjartans stíflaðist sem þýddi að hjartað sló aðeins um 30 slög á mínútu. Hefur endurhæfinguna Dagarnir eftir aðgerðina gengu svo nokkuð brösuglega. Hann var sendur á almenna deild eftir um sólarhring en svo aftur á gjörgæslu vegna þess að of mikill vökvi var í bæði lungum og hjarta. Á einum tímapunkti þurfti að setja dren til að fjarlægja vökvann. Ólafur Jóhann segir það „lang-lang-lang-versti dagur lífs hans“. „… orð geta ekki lýst sársaukanum sem ég upplifði þennan dag,“ segir hann í færslunni. Eftir þetta fékk hann þó að fara aftur á almenna deild þar sem hann hóf endurhæfingu sína, að labba, byggja upp þol og borða, sem hann segir hafa verið erfitt því hann hafði ekki matarlyst. Svona lítur hjartað í Ólafi Jóhanni út í dag. Aðsend „Dagarnir voru langir og næturnar líka, endalaust af sýklalyfjum, ég fékk blóð þar sem kornin í mínu voru ekki góð og dagarnir voru bara í bið og að reyna að gera eitthvað til að byggja upp þolið,“ segir Ólafur og að hann hafi aldrei verið jafn langt niðri andlega og hann var á þessum tímapunkti. Stuttu seinna var honum svo tilkynnt að hann þyrfti gangráð en vegna veikinda var ekki hægt að koma honum fyrir strax. Það tókst þó að lokum og stuttu eftir það fékk hann að fara heim. Ólafur Jóhann segir það sennilega besta dag lífs síns. „Núna er langt recovery ferli framundan og nýr veruleiki, ég heyri vangefið mikið í hjartalokunni minni en það mun venjast einn daginn og svo er ég kominn með svona fínt ör framan á mig,“ segir hann að lokum í færslu sem hann birti um málið á Instagram. Fegin að aðgerðinni er lokið Í samtali við fréttastofu segist hann afar feginn að aðgerðinni sé lokið. „Það er eiginlega bara fínt að þetta hafi verið gert núna, ég er að vona að ég verði góður í sumar. Það var bara gott að klára þetta af,“ segir hann. Sigurlaug og Ólafur Jóhann dvöldu í alls þrjár vikur í Svíþjóð vegna aðgerðarinnar. Aðsend Aðgerðin er vonandi sú síðasta sem hann fer í. „Það þarf að skipta um gangráð á tíu ára fresti en læknarnir sögðu að þetta ætti að vera síðasta aðgerðin. En maður veit auðvitað aldrei. Við erum núna bara að slaka á og svo hefst endurhæfing eftir nokkrar vikur.“ Svíþjóð Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Rikki G svaraði kallinu og lét draum Ólafs Jóhanns rætast Ólafur Jóhann Steinsson Tik-Tok stjarna er orðinn útvarpsmaður á FM957. Þetta var tilkynnt í Brennslunni á dögunum en Rikki G segist ekki hafa getað annað en samþykkt umsóknina eftir að Ólafur birti skilaboð til kappans á auglýsingaskilti á Times Square í New York. 29. apríl 2024 10:46 Svakalegasta atvinnuumsókn sem sést hefur á FM957 Útvarpsmaðurinn Rikki G vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið í morgunþættinum Brennslunni á FM957 í morgun þegar Ólafur Jóhann Steinsson Tik-Tok stjarna sýndi honum flennistórt auglýsingaskilti á Times Square í New York þar sem hann hafði birt óvænta bón til útvarpsmannsins. 24. apríl 2024 13:07 Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
„Ég fæddist með hjartagalla og fór í fyrstu aðgerðina í Boston bara tveggja daga gamall. Svo vissi ég alltaf að ég þyrfti að fara í aðra aðgerð en það hefur aldrei gerst. Það er í raun magnað að ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð. Það var svo 2019 sem var farið að tala um að það gæti styst í hana og svo gerðist það bara í janúar,“ segir Ólafur Jóhann. Í janúar var honum sagt að aðgerðin yrði líklega framkvæmd einhvern tímann á næstu sex mánuðum. Í febrúar hafi hann svo verið boðaður í aðgerðina. Foreldrar hans og kærasta fylgdu honum út og dvöldu með honum í Svíþjóð í þrjár vikur. @olafurjohann123 Ekki skemmtilegar vikur, farið vel með ykkur <3 ♬ original sound - oli Ólafur segir frá því í færslu á Tiktok að spítalahótelið hafi verið ágætt og að þjónustan hafi verið fín. Þar hafi unnið íslensk kona og auk þess hafi fylgt þeim túlkur sem aðstoðaði á fundum á spítalanum. Ólafur segir spítalavistina sjálfa á tímapunktum hafa verið hræðilega og sumir dagarnir verið hreint óbærilegir. Endalaus bið „Þetta var endalaus bið. Ég fór ekki út í tvær vikur. Þetta tók mjög á andlega heilsu,“ segir Ólafur Jóhann. Hann segir það hafa hjálpað verulega að opna sig um þetta á samfélagsmiðlum. „Það hjálpaði mjög mikið að pósta þessu,“ segir hann og að viðbrögðin sömuleiðis hjálpi. Eftir fyrstu aðgerðina aðeins tveggja daga gamall. Aðsend Ólafur Jóhann fjallar nokkuð ítarlega um aðgerðina í færslu á Instagram. Þar kemur fram að hún hafi bæði verið stærri og erfiðari en hún hafi átt að vera. Nauðsynlegt var að stækka ósæðarlokuna auk þess sem einn hluti hjartans stíflaðist sem þýddi að hjartað sló aðeins um 30 slög á mínútu. Hefur endurhæfinguna Dagarnir eftir aðgerðina gengu svo nokkuð brösuglega. Hann var sendur á almenna deild eftir um sólarhring en svo aftur á gjörgæslu vegna þess að of mikill vökvi var í bæði lungum og hjarta. Á einum tímapunkti þurfti að setja dren til að fjarlægja vökvann. Ólafur Jóhann segir það „lang-lang-lang-versti dagur lífs hans“. „… orð geta ekki lýst sársaukanum sem ég upplifði þennan dag,“ segir hann í færslunni. Eftir þetta fékk hann þó að fara aftur á almenna deild þar sem hann hóf endurhæfingu sína, að labba, byggja upp þol og borða, sem hann segir hafa verið erfitt því hann hafði ekki matarlyst. Svona lítur hjartað í Ólafi Jóhanni út í dag. Aðsend „Dagarnir voru langir og næturnar líka, endalaust af sýklalyfjum, ég fékk blóð þar sem kornin í mínu voru ekki góð og dagarnir voru bara í bið og að reyna að gera eitthvað til að byggja upp þolið,“ segir Ólafur og að hann hafi aldrei verið jafn langt niðri andlega og hann var á þessum tímapunkti. Stuttu seinna var honum svo tilkynnt að hann þyrfti gangráð en vegna veikinda var ekki hægt að koma honum fyrir strax. Það tókst þó að lokum og stuttu eftir það fékk hann að fara heim. Ólafur Jóhann segir það sennilega besta dag lífs síns. „Núna er langt recovery ferli framundan og nýr veruleiki, ég heyri vangefið mikið í hjartalokunni minni en það mun venjast einn daginn og svo er ég kominn með svona fínt ör framan á mig,“ segir hann að lokum í færslu sem hann birti um málið á Instagram. Fegin að aðgerðinni er lokið Í samtali við fréttastofu segist hann afar feginn að aðgerðinni sé lokið. „Það er eiginlega bara fínt að þetta hafi verið gert núna, ég er að vona að ég verði góður í sumar. Það var bara gott að klára þetta af,“ segir hann. Sigurlaug og Ólafur Jóhann dvöldu í alls þrjár vikur í Svíþjóð vegna aðgerðarinnar. Aðsend Aðgerðin er vonandi sú síðasta sem hann fer í. „Það þarf að skipta um gangráð á tíu ára fresti en læknarnir sögðu að þetta ætti að vera síðasta aðgerðin. En maður veit auðvitað aldrei. Við erum núna bara að slaka á og svo hefst endurhæfing eftir nokkrar vikur.“
Svíþjóð Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Rikki G svaraði kallinu og lét draum Ólafs Jóhanns rætast Ólafur Jóhann Steinsson Tik-Tok stjarna er orðinn útvarpsmaður á FM957. Þetta var tilkynnt í Brennslunni á dögunum en Rikki G segist ekki hafa getað annað en samþykkt umsóknina eftir að Ólafur birti skilaboð til kappans á auglýsingaskilti á Times Square í New York. 29. apríl 2024 10:46 Svakalegasta atvinnuumsókn sem sést hefur á FM957 Útvarpsmaðurinn Rikki G vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið í morgunþættinum Brennslunni á FM957 í morgun þegar Ólafur Jóhann Steinsson Tik-Tok stjarna sýndi honum flennistórt auglýsingaskilti á Times Square í New York þar sem hann hafði birt óvænta bón til útvarpsmannsins. 24. apríl 2024 13:07 Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Rikki G svaraði kallinu og lét draum Ólafs Jóhanns rætast Ólafur Jóhann Steinsson Tik-Tok stjarna er orðinn útvarpsmaður á FM957. Þetta var tilkynnt í Brennslunni á dögunum en Rikki G segist ekki hafa getað annað en samþykkt umsóknina eftir að Ólafur birti skilaboð til kappans á auglýsingaskilti á Times Square í New York. 29. apríl 2024 10:46
Svakalegasta atvinnuumsókn sem sést hefur á FM957 Útvarpsmaðurinn Rikki G vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið í morgunþættinum Brennslunni á FM957 í morgun þegar Ólafur Jóhann Steinsson Tik-Tok stjarna sýndi honum flennistórt auglýsingaskilti á Times Square í New York þar sem hann hafði birt óvænta bón til útvarpsmannsins. 24. apríl 2024 13:07
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“