Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar 19. febrúar 2025 18:03 Ég hef lengi velt því fyrir mér hvernig það hafi verið að ala upp barn fyrir tíð skjátækja. Ég gerist ekki svo einfaldur að halda því fram að grasið hafi verið mikið grænna á þeim tíma því eflaust voru áskoranir foreldra/forráðamanna flóknar. Fjórða iðnbyltingin hófst í kringum 2011, þar sem að tæknin byrjaði að ryðja sér til rúms og með þeim framförum fóru hlutirnir að breytast ansi hratt. Tæknin náði yfir flest, ef ekki öll svið samfélagsins og voru áhrifin eftir því. Ein umræða er hefur komið upp við þá þróun er áhrif skjánotkunar á ungmenni. Sú umræða er af hinu góða en það virðist eins hin hliðin af þeirri umræðu hafi gleymst, skjánotkun foreldra/forráðamanna. Það er erfitt að ímynda sér lífið án þessara tækja í dag þar sem þau eru orðin svo stór partur af okkar daglega lífi. Með þessum tækjum fylgir þó ábyrgð og hafa rannsóknir sýnt að óhófleg skjánotkun foreldra/forráðamanna getur haft neikvæð áhrif á tengslamyndun foreldra/forráðamanna og barna. Mig langar því að fjalla lítillega um hvað rannsóknir á sviðinu hafa sýnt og greina frá gagnlegum aðferðum til að leysa fyrrnefndar áskoranir sem stuðla að bættum samskiptum innan fjölskyldna. Breytt samfélag, áskoranir og afleiðingar Líkt og ég tók fram er ég sannfærður um að aðstæður foreldra/forráðamanna fyrir tíð snjalltækja hafi ekki síður verið flóknar. Það hafa hins vegar orðið hraðar samfélagslegar breytingar með tilkomu snjalltækja þar sem samskipti og upplýsingaflæði hefur aukist til muna. Af þeim ástæðum er ekkert óeðlilegt að finna sig knúinn til að taka upp símann til að taka á móti símtölum, svara skilaboðum og/eða tölvupóstum eða til að fá hvíld frá raunveruleikanum. Það sem skiptir máli er staður og stund fyrir slíkar athafnir, því rangar tímasetningar geta orðið til þess að við missum af dýrmætum augnablikum með börnum okkar. Að auki hafa rannsóknir sýnt að þegar foreldrar/forráðamenn eru of uppteknir fyrir framan skjáinn getur það leitt til þess að þeir hafa minni næmi fyrir áreitum umhverfisins og bregðast því ekki jafn skjótt við þörfum barnsins þegar svo ber undir. Erlendar rannsóknir á þessu sviði hafa því komið með hugtakið „technoference“, sem getur hugsanlega verið þýtt sem tæknitruflun. Niðurstöður hafa leitt í ljós að ítrekuð truflun af völdum snjalltækja geti haft langtímaáhrif á þroska barns þar sem það þarf að leita annara leiða til að upplifa tengslin og/eða samskiptin örugg við fólkið sitt. Að auki eru þau börn sem upplifa fjarveru foreldra/forráðamanna vegna tæknitruflunar í aukinni hættu á að upplifa kvíða- og depurðar einkenni, erfiðleika með tengjast öðu fólki, stjórna eigin tilfinningum og hegðun. Snjalltæki, úlfur í sauðargæru? Það má sannarlega segja að snjalltæki geta verið bæði blessun og bölvun. Ávinningurinn felst í margvíslegum tækifærum, frekara aðgengi að upplýsingum og þægindum í daglegu lífi. Gallinn er hins vegar sá að, þessi tæki hafa einnig dregið okkur í burtu frá því sem mestu skiptir, tengslunum við fólkið okkar. Auðvitað eigum við öll okkar daga og á þeim nótum er mikilvægt að minna á að foreldrar/forráðamenn eru sannarlega ekki að beita neinn ofbeldi ef þeir nota símann sinn of mikið. Það sem mestu máli skiptir er að gera sér grein fyrir áhrifunum, því með slíka vitneskju er hægt að leita leiða til að aðlaga tækni þessa að þörfum allra án þess að það hafi neikvæð áhrif á samskiptin. Tengsl foreldra og barna Það má segja að fyrsta fyrirmynd í lífi barns er foreldri/ar og/eða forráðamaður/menn þess. Tengslamyndunin sem á sér stað á fyrstu æviárunum hefur áhrif á hvernig barn þróar sjálfsmynd sína. Á meðan barn finnur fyrir viðveru foreldri síns skapast tækifæri fyrir það til að taka fyrstu skrefin inn í hið óþekkta og hafa því slíkar aðstæður einnig áhrif á það hvernig seigla barnsins þróast samhliða. Þrátt fyrir að hér sé verið að ræða um fyrstu æviárin á þetta ekki síður við um eldri börn, því þau þurfa einnig á stuðningi foreldra/forráðamanna sinna að halda í krefjandi aðstæðum. Á tímum tækniframfara hefur það reynst mörgum foreldrum/forráðamönnum erfið þraut að viðhafa þeirri orku sem þarf til að vera fullkomlega viðstatt á öllum stundum. Þá er gott að minna sig á að engin er fullkomin og dagsformið mismunandi. Það er staður og stund fyrir allt og litlu augnablikin sem skipta mestu máli; þegar þú hlustar á barnið þitt segja frá deginum, þegar þið deilið saman góðri og/eða erfiðri reynslu eða eigið samtöl um lífið og tilveruna. Nokkrar leiðir til að bæta tengslin og gera snjalltækin í fjölskylduvænni Svo það sé tekið fram, þá eru snjalltæki ekki slæm í sjálfu sér heldur er það óhófleg notkun snjalltækja sem getur haft í för með sér neikvæð áhrif. Lykilatriðið hér er jafnvægið. Hér eru nokkur ráð til að hjálpa foreldrum/forráðamönnum að takast á við fyrrnefndar áskoranirnar, sem og að byggja upp sterkari tengsl við börnin. 1. Staður og stund Þetta snýst allt um jafnvægið og er því staður og stund fyrir allt saman. Gott væri að taka fjölskyldufund og ákveða hvenær snjalltæki eru í boði og hvenær ekki, þar sem allir í fjölskyldunni leggja tækin til hliðar. Þetta gæti til dæmis verið frá og með kvöldmatnum þar til börnin fara að sofa, því sá tími getur verið dýrmætur í að byggja upp tengsl og skapa öruggt umhverfi fyrir börnin. 2. Veittu barninu þínu athygli Þegar þú ert með barninu þínu, reyndu eftir fremsta megni að einbeita þér að þeirri samverustund. Gott er að leggja símann frá sér á ákveðnum stað innan heimilisins, þar sem það getur reynst auðveldara að sleppa því að fara í símann en að slíta sig frá honum. Þegar barnið þitt óskar eftir athygli, reyndu að taka eftir og bregðast við. Það sýnir barninu að það skiptir máli og að þú ert til staðar fyrir það. 3. Láttu tæknina vinna með þér, ekki gegn þér. Tæknin er ekki neikvæð í sjálfu sér. Hún getur verið gagnleg í að styrkja samskipti foreldra og barna. Hægt er að spila leiki eða horfa á myndir og/eða myndbönd saman. Það sem skiptir máli er að tæknin sé notuð sem tæki til að efla tengsl, ekki sem leið til að trufla þau. 4. Taktu þér tíma fyrir sjálfan þig Ef þú hefur átt erfiðan dag, leyfðu þér að eiga erfiðan dag. Reyndu að gefa þér tíma til að slaka á, hvort sem þú gerir það með því að fara í göngutúr, fara á æfingu, taka hugleiðslu, fara í vinahitting eða að sitja með kaffibolla í rólegheitum. 5. Upplýstu barnið um áhrif snjalltækja Upplýstu barnið þitt hvers vegna það er mikilvægt að takmarka skjánotkun. Útskýrðu hvernig tæknin getur verið gagnleg ef hún er notuð rétt en einnig hvernig hún getur truflað samskipti og tengsl ef hún er notuð óhóflega mikið. Það breytir samhenginu og því auðveldara fyrir barnið að skilja forsendur foreldri/forráðamanns. 6. Settu barnið í fyrsta sæti Þegar þú kýst að leggja símann frá þér og einbeita þér að barninu ertu að sýna að það skipti þig máli. Þetta hjálpar barninu að finna fyrir öryggi og nánd, sem er grundvöllur allra góðra tengsla. Að lokum Tilkoma snjalltækja hefur haft víðtæk samfélagsleg áhrif og sú þróun hefur breytt samskiptum foreldra og barna. Þróun þessi hefur gert mörgum foreldrum erfitt að halda jafnvægi milli skjánotkunar og tengsla. Rannsóknir sýna að tæknitruflun getur dregið úr samskiptum og haft áhrif á þroska barns en að því sögðu er hægt að snúa þróuninni við. Þó að það sé áskorun að draga úr skjánotkun eftir amstur dagsins, er það mögulegt með einföldum skrefum: Skapa reglur um skjátíma, vera meðvituð um eigin notkun og nota tæknina með barninu þegar svo ber undir. Það getur engin búist við því að verða fullkomin í þessum efnum en það er ferðalagið þangað sem raunverulegu máli skiptir. Höfundur er sálfræðingur hjá Litlu Kvíðameðferðarstöðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Stefán Þorri Helgason Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Ég hef lengi velt því fyrir mér hvernig það hafi verið að ala upp barn fyrir tíð skjátækja. Ég gerist ekki svo einfaldur að halda því fram að grasið hafi verið mikið grænna á þeim tíma því eflaust voru áskoranir foreldra/forráðamanna flóknar. Fjórða iðnbyltingin hófst í kringum 2011, þar sem að tæknin byrjaði að ryðja sér til rúms og með þeim framförum fóru hlutirnir að breytast ansi hratt. Tæknin náði yfir flest, ef ekki öll svið samfélagsins og voru áhrifin eftir því. Ein umræða er hefur komið upp við þá þróun er áhrif skjánotkunar á ungmenni. Sú umræða er af hinu góða en það virðist eins hin hliðin af þeirri umræðu hafi gleymst, skjánotkun foreldra/forráðamanna. Það er erfitt að ímynda sér lífið án þessara tækja í dag þar sem þau eru orðin svo stór partur af okkar daglega lífi. Með þessum tækjum fylgir þó ábyrgð og hafa rannsóknir sýnt að óhófleg skjánotkun foreldra/forráðamanna getur haft neikvæð áhrif á tengslamyndun foreldra/forráðamanna og barna. Mig langar því að fjalla lítillega um hvað rannsóknir á sviðinu hafa sýnt og greina frá gagnlegum aðferðum til að leysa fyrrnefndar áskoranir sem stuðla að bættum samskiptum innan fjölskyldna. Breytt samfélag, áskoranir og afleiðingar Líkt og ég tók fram er ég sannfærður um að aðstæður foreldra/forráðamanna fyrir tíð snjalltækja hafi ekki síður verið flóknar. Það hafa hins vegar orðið hraðar samfélagslegar breytingar með tilkomu snjalltækja þar sem samskipti og upplýsingaflæði hefur aukist til muna. Af þeim ástæðum er ekkert óeðlilegt að finna sig knúinn til að taka upp símann til að taka á móti símtölum, svara skilaboðum og/eða tölvupóstum eða til að fá hvíld frá raunveruleikanum. Það sem skiptir máli er staður og stund fyrir slíkar athafnir, því rangar tímasetningar geta orðið til þess að við missum af dýrmætum augnablikum með börnum okkar. Að auki hafa rannsóknir sýnt að þegar foreldrar/forráðamenn eru of uppteknir fyrir framan skjáinn getur það leitt til þess að þeir hafa minni næmi fyrir áreitum umhverfisins og bregðast því ekki jafn skjótt við þörfum barnsins þegar svo ber undir. Erlendar rannsóknir á þessu sviði hafa því komið með hugtakið „technoference“, sem getur hugsanlega verið þýtt sem tæknitruflun. Niðurstöður hafa leitt í ljós að ítrekuð truflun af völdum snjalltækja geti haft langtímaáhrif á þroska barns þar sem það þarf að leita annara leiða til að upplifa tengslin og/eða samskiptin örugg við fólkið sitt. Að auki eru þau börn sem upplifa fjarveru foreldra/forráðamanna vegna tæknitruflunar í aukinni hættu á að upplifa kvíða- og depurðar einkenni, erfiðleika með tengjast öðu fólki, stjórna eigin tilfinningum og hegðun. Snjalltæki, úlfur í sauðargæru? Það má sannarlega segja að snjalltæki geta verið bæði blessun og bölvun. Ávinningurinn felst í margvíslegum tækifærum, frekara aðgengi að upplýsingum og þægindum í daglegu lífi. Gallinn er hins vegar sá að, þessi tæki hafa einnig dregið okkur í burtu frá því sem mestu skiptir, tengslunum við fólkið okkar. Auðvitað eigum við öll okkar daga og á þeim nótum er mikilvægt að minna á að foreldrar/forráðamenn eru sannarlega ekki að beita neinn ofbeldi ef þeir nota símann sinn of mikið. Það sem mestu máli skiptir er að gera sér grein fyrir áhrifunum, því með slíka vitneskju er hægt að leita leiða til að aðlaga tækni þessa að þörfum allra án þess að það hafi neikvæð áhrif á samskiptin. Tengsl foreldra og barna Það má segja að fyrsta fyrirmynd í lífi barns er foreldri/ar og/eða forráðamaður/menn þess. Tengslamyndunin sem á sér stað á fyrstu æviárunum hefur áhrif á hvernig barn þróar sjálfsmynd sína. Á meðan barn finnur fyrir viðveru foreldri síns skapast tækifæri fyrir það til að taka fyrstu skrefin inn í hið óþekkta og hafa því slíkar aðstæður einnig áhrif á það hvernig seigla barnsins þróast samhliða. Þrátt fyrir að hér sé verið að ræða um fyrstu æviárin á þetta ekki síður við um eldri börn, því þau þurfa einnig á stuðningi foreldra/forráðamanna sinna að halda í krefjandi aðstæðum. Á tímum tækniframfara hefur það reynst mörgum foreldrum/forráðamönnum erfið þraut að viðhafa þeirri orku sem þarf til að vera fullkomlega viðstatt á öllum stundum. Þá er gott að minna sig á að engin er fullkomin og dagsformið mismunandi. Það er staður og stund fyrir allt og litlu augnablikin sem skipta mestu máli; þegar þú hlustar á barnið þitt segja frá deginum, þegar þið deilið saman góðri og/eða erfiðri reynslu eða eigið samtöl um lífið og tilveruna. Nokkrar leiðir til að bæta tengslin og gera snjalltækin í fjölskylduvænni Svo það sé tekið fram, þá eru snjalltæki ekki slæm í sjálfu sér heldur er það óhófleg notkun snjalltækja sem getur haft í för með sér neikvæð áhrif. Lykilatriðið hér er jafnvægið. Hér eru nokkur ráð til að hjálpa foreldrum/forráðamönnum að takast á við fyrrnefndar áskoranirnar, sem og að byggja upp sterkari tengsl við börnin. 1. Staður og stund Þetta snýst allt um jafnvægið og er því staður og stund fyrir allt saman. Gott væri að taka fjölskyldufund og ákveða hvenær snjalltæki eru í boði og hvenær ekki, þar sem allir í fjölskyldunni leggja tækin til hliðar. Þetta gæti til dæmis verið frá og með kvöldmatnum þar til börnin fara að sofa, því sá tími getur verið dýrmætur í að byggja upp tengsl og skapa öruggt umhverfi fyrir börnin. 2. Veittu barninu þínu athygli Þegar þú ert með barninu þínu, reyndu eftir fremsta megni að einbeita þér að þeirri samverustund. Gott er að leggja símann frá sér á ákveðnum stað innan heimilisins, þar sem það getur reynst auðveldara að sleppa því að fara í símann en að slíta sig frá honum. Þegar barnið þitt óskar eftir athygli, reyndu að taka eftir og bregðast við. Það sýnir barninu að það skiptir máli og að þú ert til staðar fyrir það. 3. Láttu tæknina vinna með þér, ekki gegn þér. Tæknin er ekki neikvæð í sjálfu sér. Hún getur verið gagnleg í að styrkja samskipti foreldra og barna. Hægt er að spila leiki eða horfa á myndir og/eða myndbönd saman. Það sem skiptir máli er að tæknin sé notuð sem tæki til að efla tengsl, ekki sem leið til að trufla þau. 4. Taktu þér tíma fyrir sjálfan þig Ef þú hefur átt erfiðan dag, leyfðu þér að eiga erfiðan dag. Reyndu að gefa þér tíma til að slaka á, hvort sem þú gerir það með því að fara í göngutúr, fara á æfingu, taka hugleiðslu, fara í vinahitting eða að sitja með kaffibolla í rólegheitum. 5. Upplýstu barnið um áhrif snjalltækja Upplýstu barnið þitt hvers vegna það er mikilvægt að takmarka skjánotkun. Útskýrðu hvernig tæknin getur verið gagnleg ef hún er notuð rétt en einnig hvernig hún getur truflað samskipti og tengsl ef hún er notuð óhóflega mikið. Það breytir samhenginu og því auðveldara fyrir barnið að skilja forsendur foreldri/forráðamanns. 6. Settu barnið í fyrsta sæti Þegar þú kýst að leggja símann frá þér og einbeita þér að barninu ertu að sýna að það skipti þig máli. Þetta hjálpar barninu að finna fyrir öryggi og nánd, sem er grundvöllur allra góðra tengsla. Að lokum Tilkoma snjalltækja hefur haft víðtæk samfélagsleg áhrif og sú þróun hefur breytt samskiptum foreldra og barna. Þróun þessi hefur gert mörgum foreldrum erfitt að halda jafnvægi milli skjánotkunar og tengsla. Rannsóknir sýna að tæknitruflun getur dregið úr samskiptum og haft áhrif á þroska barns en að því sögðu er hægt að snúa þróuninni við. Þó að það sé áskorun að draga úr skjánotkun eftir amstur dagsins, er það mögulegt með einföldum skrefum: Skapa reglur um skjátíma, vera meðvituð um eigin notkun og nota tæknina með barninu þegar svo ber undir. Það getur engin búist við því að verða fullkomin í þessum efnum en það er ferðalagið þangað sem raunverulegu máli skiptir. Höfundur er sálfræðingur hjá Litlu Kvíðameðferðarstöðinni.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun