Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar 19. febrúar 2025 18:03 Ég hef lengi velt því fyrir mér hvernig það hafi verið að ala upp barn fyrir tíð skjátækja. Ég gerist ekki svo einfaldur að halda því fram að grasið hafi verið mikið grænna á þeim tíma því eflaust voru áskoranir foreldra/forráðamanna flóknar. Fjórða iðnbyltingin hófst í kringum 2011, þar sem að tæknin byrjaði að ryðja sér til rúms og með þeim framförum fóru hlutirnir að breytast ansi hratt. Tæknin náði yfir flest, ef ekki öll svið samfélagsins og voru áhrifin eftir því. Ein umræða er hefur komið upp við þá þróun er áhrif skjánotkunar á ungmenni. Sú umræða er af hinu góða en það virðist eins hin hliðin af þeirri umræðu hafi gleymst, skjánotkun foreldra/forráðamanna. Það er erfitt að ímynda sér lífið án þessara tækja í dag þar sem þau eru orðin svo stór partur af okkar daglega lífi. Með þessum tækjum fylgir þó ábyrgð og hafa rannsóknir sýnt að óhófleg skjánotkun foreldra/forráðamanna getur haft neikvæð áhrif á tengslamyndun foreldra/forráðamanna og barna. Mig langar því að fjalla lítillega um hvað rannsóknir á sviðinu hafa sýnt og greina frá gagnlegum aðferðum til að leysa fyrrnefndar áskoranir sem stuðla að bættum samskiptum innan fjölskyldna. Breytt samfélag, áskoranir og afleiðingar Líkt og ég tók fram er ég sannfærður um að aðstæður foreldra/forráðamanna fyrir tíð snjalltækja hafi ekki síður verið flóknar. Það hafa hins vegar orðið hraðar samfélagslegar breytingar með tilkomu snjalltækja þar sem samskipti og upplýsingaflæði hefur aukist til muna. Af þeim ástæðum er ekkert óeðlilegt að finna sig knúinn til að taka upp símann til að taka á móti símtölum, svara skilaboðum og/eða tölvupóstum eða til að fá hvíld frá raunveruleikanum. Það sem skiptir máli er staður og stund fyrir slíkar athafnir, því rangar tímasetningar geta orðið til þess að við missum af dýrmætum augnablikum með börnum okkar. Að auki hafa rannsóknir sýnt að þegar foreldrar/forráðamenn eru of uppteknir fyrir framan skjáinn getur það leitt til þess að þeir hafa minni næmi fyrir áreitum umhverfisins og bregðast því ekki jafn skjótt við þörfum barnsins þegar svo ber undir. Erlendar rannsóknir á þessu sviði hafa því komið með hugtakið „technoference“, sem getur hugsanlega verið þýtt sem tæknitruflun. Niðurstöður hafa leitt í ljós að ítrekuð truflun af völdum snjalltækja geti haft langtímaáhrif á þroska barns þar sem það þarf að leita annara leiða til að upplifa tengslin og/eða samskiptin örugg við fólkið sitt. Að auki eru þau börn sem upplifa fjarveru foreldra/forráðamanna vegna tæknitruflunar í aukinni hættu á að upplifa kvíða- og depurðar einkenni, erfiðleika með tengjast öðu fólki, stjórna eigin tilfinningum og hegðun. Snjalltæki, úlfur í sauðargæru? Það má sannarlega segja að snjalltæki geta verið bæði blessun og bölvun. Ávinningurinn felst í margvíslegum tækifærum, frekara aðgengi að upplýsingum og þægindum í daglegu lífi. Gallinn er hins vegar sá að, þessi tæki hafa einnig dregið okkur í burtu frá því sem mestu skiptir, tengslunum við fólkið okkar. Auðvitað eigum við öll okkar daga og á þeim nótum er mikilvægt að minna á að foreldrar/forráðamenn eru sannarlega ekki að beita neinn ofbeldi ef þeir nota símann sinn of mikið. Það sem mestu máli skiptir er að gera sér grein fyrir áhrifunum, því með slíka vitneskju er hægt að leita leiða til að aðlaga tækni þessa að þörfum allra án þess að það hafi neikvæð áhrif á samskiptin. Tengsl foreldra og barna Það má segja að fyrsta fyrirmynd í lífi barns er foreldri/ar og/eða forráðamaður/menn þess. Tengslamyndunin sem á sér stað á fyrstu æviárunum hefur áhrif á hvernig barn þróar sjálfsmynd sína. Á meðan barn finnur fyrir viðveru foreldri síns skapast tækifæri fyrir það til að taka fyrstu skrefin inn í hið óþekkta og hafa því slíkar aðstæður einnig áhrif á það hvernig seigla barnsins þróast samhliða. Þrátt fyrir að hér sé verið að ræða um fyrstu æviárin á þetta ekki síður við um eldri börn, því þau þurfa einnig á stuðningi foreldra/forráðamanna sinna að halda í krefjandi aðstæðum. Á tímum tækniframfara hefur það reynst mörgum foreldrum/forráðamönnum erfið þraut að viðhafa þeirri orku sem þarf til að vera fullkomlega viðstatt á öllum stundum. Þá er gott að minna sig á að engin er fullkomin og dagsformið mismunandi. Það er staður og stund fyrir allt og litlu augnablikin sem skipta mestu máli; þegar þú hlustar á barnið þitt segja frá deginum, þegar þið deilið saman góðri og/eða erfiðri reynslu eða eigið samtöl um lífið og tilveruna. Nokkrar leiðir til að bæta tengslin og gera snjalltækin í fjölskylduvænni Svo það sé tekið fram, þá eru snjalltæki ekki slæm í sjálfu sér heldur er það óhófleg notkun snjalltækja sem getur haft í för með sér neikvæð áhrif. Lykilatriðið hér er jafnvægið. Hér eru nokkur ráð til að hjálpa foreldrum/forráðamönnum að takast á við fyrrnefndar áskoranirnar, sem og að byggja upp sterkari tengsl við börnin. 1. Staður og stund Þetta snýst allt um jafnvægið og er því staður og stund fyrir allt saman. Gott væri að taka fjölskyldufund og ákveða hvenær snjalltæki eru í boði og hvenær ekki, þar sem allir í fjölskyldunni leggja tækin til hliðar. Þetta gæti til dæmis verið frá og með kvöldmatnum þar til börnin fara að sofa, því sá tími getur verið dýrmætur í að byggja upp tengsl og skapa öruggt umhverfi fyrir börnin. 2. Veittu barninu þínu athygli Þegar þú ert með barninu þínu, reyndu eftir fremsta megni að einbeita þér að þeirri samverustund. Gott er að leggja símann frá sér á ákveðnum stað innan heimilisins, þar sem það getur reynst auðveldara að sleppa því að fara í símann en að slíta sig frá honum. Þegar barnið þitt óskar eftir athygli, reyndu að taka eftir og bregðast við. Það sýnir barninu að það skiptir máli og að þú ert til staðar fyrir það. 3. Láttu tæknina vinna með þér, ekki gegn þér. Tæknin er ekki neikvæð í sjálfu sér. Hún getur verið gagnleg í að styrkja samskipti foreldra og barna. Hægt er að spila leiki eða horfa á myndir og/eða myndbönd saman. Það sem skiptir máli er að tæknin sé notuð sem tæki til að efla tengsl, ekki sem leið til að trufla þau. 4. Taktu þér tíma fyrir sjálfan þig Ef þú hefur átt erfiðan dag, leyfðu þér að eiga erfiðan dag. Reyndu að gefa þér tíma til að slaka á, hvort sem þú gerir það með því að fara í göngutúr, fara á æfingu, taka hugleiðslu, fara í vinahitting eða að sitja með kaffibolla í rólegheitum. 5. Upplýstu barnið um áhrif snjalltækja Upplýstu barnið þitt hvers vegna það er mikilvægt að takmarka skjánotkun. Útskýrðu hvernig tæknin getur verið gagnleg ef hún er notuð rétt en einnig hvernig hún getur truflað samskipti og tengsl ef hún er notuð óhóflega mikið. Það breytir samhenginu og því auðveldara fyrir barnið að skilja forsendur foreldri/forráðamanns. 6. Settu barnið í fyrsta sæti Þegar þú kýst að leggja símann frá þér og einbeita þér að barninu ertu að sýna að það skipti þig máli. Þetta hjálpar barninu að finna fyrir öryggi og nánd, sem er grundvöllur allra góðra tengsla. Að lokum Tilkoma snjalltækja hefur haft víðtæk samfélagsleg áhrif og sú þróun hefur breytt samskiptum foreldra og barna. Þróun þessi hefur gert mörgum foreldrum erfitt að halda jafnvægi milli skjánotkunar og tengsla. Rannsóknir sýna að tæknitruflun getur dregið úr samskiptum og haft áhrif á þroska barns en að því sögðu er hægt að snúa þróuninni við. Þó að það sé áskorun að draga úr skjánotkun eftir amstur dagsins, er það mögulegt með einföldum skrefum: Skapa reglur um skjátíma, vera meðvituð um eigin notkun og nota tæknina með barninu þegar svo ber undir. Það getur engin búist við því að verða fullkomin í þessum efnum en það er ferðalagið þangað sem raunverulegu máli skiptir. Höfundur er sálfræðingur hjá Litlu Kvíðameðferðarstöðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Stefán Þorri Helgason Mest lesið 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ég hef lengi velt því fyrir mér hvernig það hafi verið að ala upp barn fyrir tíð skjátækja. Ég gerist ekki svo einfaldur að halda því fram að grasið hafi verið mikið grænna á þeim tíma því eflaust voru áskoranir foreldra/forráðamanna flóknar. Fjórða iðnbyltingin hófst í kringum 2011, þar sem að tæknin byrjaði að ryðja sér til rúms og með þeim framförum fóru hlutirnir að breytast ansi hratt. Tæknin náði yfir flest, ef ekki öll svið samfélagsins og voru áhrifin eftir því. Ein umræða er hefur komið upp við þá þróun er áhrif skjánotkunar á ungmenni. Sú umræða er af hinu góða en það virðist eins hin hliðin af þeirri umræðu hafi gleymst, skjánotkun foreldra/forráðamanna. Það er erfitt að ímynda sér lífið án þessara tækja í dag þar sem þau eru orðin svo stór partur af okkar daglega lífi. Með þessum tækjum fylgir þó ábyrgð og hafa rannsóknir sýnt að óhófleg skjánotkun foreldra/forráðamanna getur haft neikvæð áhrif á tengslamyndun foreldra/forráðamanna og barna. Mig langar því að fjalla lítillega um hvað rannsóknir á sviðinu hafa sýnt og greina frá gagnlegum aðferðum til að leysa fyrrnefndar áskoranir sem stuðla að bættum samskiptum innan fjölskyldna. Breytt samfélag, áskoranir og afleiðingar Líkt og ég tók fram er ég sannfærður um að aðstæður foreldra/forráðamanna fyrir tíð snjalltækja hafi ekki síður verið flóknar. Það hafa hins vegar orðið hraðar samfélagslegar breytingar með tilkomu snjalltækja þar sem samskipti og upplýsingaflæði hefur aukist til muna. Af þeim ástæðum er ekkert óeðlilegt að finna sig knúinn til að taka upp símann til að taka á móti símtölum, svara skilaboðum og/eða tölvupóstum eða til að fá hvíld frá raunveruleikanum. Það sem skiptir máli er staður og stund fyrir slíkar athafnir, því rangar tímasetningar geta orðið til þess að við missum af dýrmætum augnablikum með börnum okkar. Að auki hafa rannsóknir sýnt að þegar foreldrar/forráðamenn eru of uppteknir fyrir framan skjáinn getur það leitt til þess að þeir hafa minni næmi fyrir áreitum umhverfisins og bregðast því ekki jafn skjótt við þörfum barnsins þegar svo ber undir. Erlendar rannsóknir á þessu sviði hafa því komið með hugtakið „technoference“, sem getur hugsanlega verið þýtt sem tæknitruflun. Niðurstöður hafa leitt í ljós að ítrekuð truflun af völdum snjalltækja geti haft langtímaáhrif á þroska barns þar sem það þarf að leita annara leiða til að upplifa tengslin og/eða samskiptin örugg við fólkið sitt. Að auki eru þau börn sem upplifa fjarveru foreldra/forráðamanna vegna tæknitruflunar í aukinni hættu á að upplifa kvíða- og depurðar einkenni, erfiðleika með tengjast öðu fólki, stjórna eigin tilfinningum og hegðun. Snjalltæki, úlfur í sauðargæru? Það má sannarlega segja að snjalltæki geta verið bæði blessun og bölvun. Ávinningurinn felst í margvíslegum tækifærum, frekara aðgengi að upplýsingum og þægindum í daglegu lífi. Gallinn er hins vegar sá að, þessi tæki hafa einnig dregið okkur í burtu frá því sem mestu skiptir, tengslunum við fólkið okkar. Auðvitað eigum við öll okkar daga og á þeim nótum er mikilvægt að minna á að foreldrar/forráðamenn eru sannarlega ekki að beita neinn ofbeldi ef þeir nota símann sinn of mikið. Það sem mestu máli skiptir er að gera sér grein fyrir áhrifunum, því með slíka vitneskju er hægt að leita leiða til að aðlaga tækni þessa að þörfum allra án þess að það hafi neikvæð áhrif á samskiptin. Tengsl foreldra og barna Það má segja að fyrsta fyrirmynd í lífi barns er foreldri/ar og/eða forráðamaður/menn þess. Tengslamyndunin sem á sér stað á fyrstu æviárunum hefur áhrif á hvernig barn þróar sjálfsmynd sína. Á meðan barn finnur fyrir viðveru foreldri síns skapast tækifæri fyrir það til að taka fyrstu skrefin inn í hið óþekkta og hafa því slíkar aðstæður einnig áhrif á það hvernig seigla barnsins þróast samhliða. Þrátt fyrir að hér sé verið að ræða um fyrstu æviárin á þetta ekki síður við um eldri börn, því þau þurfa einnig á stuðningi foreldra/forráðamanna sinna að halda í krefjandi aðstæðum. Á tímum tækniframfara hefur það reynst mörgum foreldrum/forráðamönnum erfið þraut að viðhafa þeirri orku sem þarf til að vera fullkomlega viðstatt á öllum stundum. Þá er gott að minna sig á að engin er fullkomin og dagsformið mismunandi. Það er staður og stund fyrir allt og litlu augnablikin sem skipta mestu máli; þegar þú hlustar á barnið þitt segja frá deginum, þegar þið deilið saman góðri og/eða erfiðri reynslu eða eigið samtöl um lífið og tilveruna. Nokkrar leiðir til að bæta tengslin og gera snjalltækin í fjölskylduvænni Svo það sé tekið fram, þá eru snjalltæki ekki slæm í sjálfu sér heldur er það óhófleg notkun snjalltækja sem getur haft í för með sér neikvæð áhrif. Lykilatriðið hér er jafnvægið. Hér eru nokkur ráð til að hjálpa foreldrum/forráðamönnum að takast á við fyrrnefndar áskoranirnar, sem og að byggja upp sterkari tengsl við börnin. 1. Staður og stund Þetta snýst allt um jafnvægið og er því staður og stund fyrir allt saman. Gott væri að taka fjölskyldufund og ákveða hvenær snjalltæki eru í boði og hvenær ekki, þar sem allir í fjölskyldunni leggja tækin til hliðar. Þetta gæti til dæmis verið frá og með kvöldmatnum þar til börnin fara að sofa, því sá tími getur verið dýrmætur í að byggja upp tengsl og skapa öruggt umhverfi fyrir börnin. 2. Veittu barninu þínu athygli Þegar þú ert með barninu þínu, reyndu eftir fremsta megni að einbeita þér að þeirri samverustund. Gott er að leggja símann frá sér á ákveðnum stað innan heimilisins, þar sem það getur reynst auðveldara að sleppa því að fara í símann en að slíta sig frá honum. Þegar barnið þitt óskar eftir athygli, reyndu að taka eftir og bregðast við. Það sýnir barninu að það skiptir máli og að þú ert til staðar fyrir það. 3. Láttu tæknina vinna með þér, ekki gegn þér. Tæknin er ekki neikvæð í sjálfu sér. Hún getur verið gagnleg í að styrkja samskipti foreldra og barna. Hægt er að spila leiki eða horfa á myndir og/eða myndbönd saman. Það sem skiptir máli er að tæknin sé notuð sem tæki til að efla tengsl, ekki sem leið til að trufla þau. 4. Taktu þér tíma fyrir sjálfan þig Ef þú hefur átt erfiðan dag, leyfðu þér að eiga erfiðan dag. Reyndu að gefa þér tíma til að slaka á, hvort sem þú gerir það með því að fara í göngutúr, fara á æfingu, taka hugleiðslu, fara í vinahitting eða að sitja með kaffibolla í rólegheitum. 5. Upplýstu barnið um áhrif snjalltækja Upplýstu barnið þitt hvers vegna það er mikilvægt að takmarka skjánotkun. Útskýrðu hvernig tæknin getur verið gagnleg ef hún er notuð rétt en einnig hvernig hún getur truflað samskipti og tengsl ef hún er notuð óhóflega mikið. Það breytir samhenginu og því auðveldara fyrir barnið að skilja forsendur foreldri/forráðamanns. 6. Settu barnið í fyrsta sæti Þegar þú kýst að leggja símann frá þér og einbeita þér að barninu ertu að sýna að það skipti þig máli. Þetta hjálpar barninu að finna fyrir öryggi og nánd, sem er grundvöllur allra góðra tengsla. Að lokum Tilkoma snjalltækja hefur haft víðtæk samfélagsleg áhrif og sú þróun hefur breytt samskiptum foreldra og barna. Þróun þessi hefur gert mörgum foreldrum erfitt að halda jafnvægi milli skjánotkunar og tengsla. Rannsóknir sýna að tæknitruflun getur dregið úr samskiptum og haft áhrif á þroska barns en að því sögðu er hægt að snúa þróuninni við. Þó að það sé áskorun að draga úr skjánotkun eftir amstur dagsins, er það mögulegt með einföldum skrefum: Skapa reglur um skjátíma, vera meðvituð um eigin notkun og nota tæknina með barninu þegar svo ber undir. Það getur engin búist við því að verða fullkomin í þessum efnum en það er ferðalagið þangað sem raunverulegu máli skiptir. Höfundur er sálfræðingur hjá Litlu Kvíðameðferðarstöðinni.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun