„Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Jakob Bjarnar skrifar 25. febrúar 2025 15:33 Sigríður ríkissaksóknari staðfestir að hún sé enn með mál á sínu borði sem snertir „like“ Helga Magnúsar. Hann veit hins vegar ekki hvaðan á sig stendur veðrið. vísir/vilhelm/Arnar Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari er enn og aftur kominn undir nálarauga Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara eftir að henni barst ábending um „like“ sem Helgi Magnús setti á Facebook. Helgi Magnús skilur ekki hvaða frétt þetta er. Sigríður Friðjónsdóttir staðfestir þetta í skriflegri fyrirspurn fréttastofu Ríkisútvarpsins. Það sem um ræðir eru tvö „like-merki“ sem Helgi Magnús setti við færslu Stefáns Einars Stefánssonar fjölmiðlamanns um hryðjuverkasamtökin Hamas. Stefán Einar furðar sig á látæði Hamasliða þegar þeir skiluðu líkum þriggja gísla sem þeir námu á brott 7. október 2023. Svívirðileg meðferð Hamas á líkum gísla „Hér má sjá hryðjuverkamennina í Hamas, sem íslensk stjórnvöld styrkja með mánaðarlegum fjárframlögum. Að þessu sinni eru þeir að skila rotnandi líkum þriggja gísla sem þeir námu á brott þann 7. október 2023. Yngsti slíkur og í hópi hinna látnu er 9 mánaða drengur. Þetta eru mennirnir sem Ísraelar hafa farið á eftir en ekki getað náð til vegna þess að þeir stilla eigin fjölskyldum upp á milli sín og Gyðinganna. Þegar fólk horfist í augu við illskuna holdi klædda þá eru auknar líkur á því að það skilji að heimurinn er ekki bara bjartur og góður. Að stríð eiga sér stað, þar sem átök góðs og ills eiga sér stað,“ segir Stefán meðal annars. Helgi Magnús setti læk við þetta sem og athugasemd þar undir sem Kristján Johannessen fréttastjóri Morgunblaðsins skrifaði: „Þetta eru ekki menn, þetta eru einhvers konar dýr. Skepnur.“ Helgi Magnús var í ræktinni þegar Vísir náði í hann. „Eitthvað verður maður að gera,“ sagði Helgi Magnús en hann hefur frá því að hann kom aftur til starfa úr leyfi skömmu fyrir jól verið úti í kuldanum hjá Sigríði Friðjónsdóttur, sem fær honum engin verkefni. Furðuleg röksemdafærsla Helgi Magnús telur frétt RÚV vera misvísandi þar sem segir að ákvörðun Guðrúnar Hafsteinsdóttur þá dómsmálaráðherra hafi verið til að flækja málið. „Það er einkennileg túlkun. Ákvörðun Guðrúnar var að ljúka málinu. Það sem flækir málið er að Sigríður sættir sig ekki við það. Það er vandamálið.“ Síðan hefur Helgi verið að drepa tímann. Hann segir að „like“ sé auðvitað túlkun undirorpin, hann geti verið að „like-a“ það að einhver hafi verið að tjá sig. Ekki sé um undirskriftarlista að ræða. „Ég skil ekki hvaða frétt þetta er?“ segir Helgi Magnús. Honum þykja það engin tíðindi að Hamas-liðar séu sagðir skepnur og það sé afar vafasamt að grauta saman þeim og fólkinu á Gaza; en Hamas-liðar séu einmitt að vinna því fólki ógagn. „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina? Nei, varla.“ Samfélagsmiðlar Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tjáningarfrelsi Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Sigríður Friðjónsdóttir staðfestir þetta í skriflegri fyrirspurn fréttastofu Ríkisútvarpsins. Það sem um ræðir eru tvö „like-merki“ sem Helgi Magnús setti við færslu Stefáns Einars Stefánssonar fjölmiðlamanns um hryðjuverkasamtökin Hamas. Stefán Einar furðar sig á látæði Hamasliða þegar þeir skiluðu líkum þriggja gísla sem þeir námu á brott 7. október 2023. Svívirðileg meðferð Hamas á líkum gísla „Hér má sjá hryðjuverkamennina í Hamas, sem íslensk stjórnvöld styrkja með mánaðarlegum fjárframlögum. Að þessu sinni eru þeir að skila rotnandi líkum þriggja gísla sem þeir námu á brott þann 7. október 2023. Yngsti slíkur og í hópi hinna látnu er 9 mánaða drengur. Þetta eru mennirnir sem Ísraelar hafa farið á eftir en ekki getað náð til vegna þess að þeir stilla eigin fjölskyldum upp á milli sín og Gyðinganna. Þegar fólk horfist í augu við illskuna holdi klædda þá eru auknar líkur á því að það skilji að heimurinn er ekki bara bjartur og góður. Að stríð eiga sér stað, þar sem átök góðs og ills eiga sér stað,“ segir Stefán meðal annars. Helgi Magnús setti læk við þetta sem og athugasemd þar undir sem Kristján Johannessen fréttastjóri Morgunblaðsins skrifaði: „Þetta eru ekki menn, þetta eru einhvers konar dýr. Skepnur.“ Helgi Magnús var í ræktinni þegar Vísir náði í hann. „Eitthvað verður maður að gera,“ sagði Helgi Magnús en hann hefur frá því að hann kom aftur til starfa úr leyfi skömmu fyrir jól verið úti í kuldanum hjá Sigríði Friðjónsdóttur, sem fær honum engin verkefni. Furðuleg röksemdafærsla Helgi Magnús telur frétt RÚV vera misvísandi þar sem segir að ákvörðun Guðrúnar Hafsteinsdóttur þá dómsmálaráðherra hafi verið til að flækja málið. „Það er einkennileg túlkun. Ákvörðun Guðrúnar var að ljúka málinu. Það sem flækir málið er að Sigríður sættir sig ekki við það. Það er vandamálið.“ Síðan hefur Helgi verið að drepa tímann. Hann segir að „like“ sé auðvitað túlkun undirorpin, hann geti verið að „like-a“ það að einhver hafi verið að tjá sig. Ekki sé um undirskriftarlista að ræða. „Ég skil ekki hvaða frétt þetta er?“ segir Helgi Magnús. Honum þykja það engin tíðindi að Hamas-liðar séu sagðir skepnur og það sé afar vafasamt að grauta saman þeim og fólkinu á Gaza; en Hamas-liðar séu einmitt að vinna því fólki ógagn. „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina? Nei, varla.“
Samfélagsmiðlar Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tjáningarfrelsi Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira