Heilbrigðismál

Fréttamynd

Milljónir í hættu á að deyja sökum kulda

Milljónir Úkraínumanna eru í hættu á að deyja í vetur sökum kulda, segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin. Helmingur orkuinnviða landsins er skemmdur eða ónýtur og um 10 milljón manns án rafmagns. 

Erlent
Fréttamynd

Karlmiðaður útbúnaður setur konur í meiðslahættu

Rannsókn í Bretlandi sýnir að fótboltakonur eiga í meiri hættu á að meiðast en karlmenn vegna útbúnaðar til iðkunar íþróttarinnar. Skór, boltar og fleira sé allt hannað með karla í huga sem komi niður á heilsu knattspyrnukvenna. Fyrrum fótboltakona og doktorsnemi í íþróttafræði segir margt mega betur fara.

Fótbolti
Fréttamynd

Gekk sár­kvalin á milli lækna í sjö ár vegna breytingaskeiðs

Fimmtug kona sem reyndi að svipta sig lífi vegna heilsuleysis og stanslausra verkja segir nauðsynlegt að heilbrigðisstarfsmenn kynni sér einkenni breytingaskeiðs. Hún gekk á milli lækna í sjö ár og þurfti hálfpartinn að sannfæra sérfræðinga um að skrifa upp á hormónin sem breyttu lífi hennar.

Innlent
Fréttamynd

Eru allar tær eins?

Fótaaðgerðafræði er vinsælt nám hjá Keili á Keflavíkurflugvelli en nú eru þar 24 nemendur í því námi, 23 konur og 1 karl. Að fjarlægja líkþorn og vörtur er eitt af fjölmörgum verkefnum nemenda í verklegum tímum.

Innlent
Fréttamynd

Falin skattheimta í skjóli samningsleysis

Undanfarin ár hafa samningar Sjúkratrygginga Íslands og sérgreinalækna annars vegar og hins vegar sjúkraþjálfara ekki verið endurnýjaðir. Í fyrstu mátti ætla að kostnaðarliðir yrðu áfram uppfærðir samkvæmt verðlagsleiðréttingum, en svo hefur þó ekki verið raunin um langa hríð. Á meðan er þessum heilbrigðisstéttum greinilega ætlað að vinna eftir löngu úreltri gjaldskrá og mæta sínum aukna rekstrarkostnaði eftir öðrum leiðum. Það gerist helst með tvennum hætti.

Skoðun
Fréttamynd

Breytingar á lögum um geymslu fóstur­vísa í sam­ráðs­gátt

Frumvarp til breytinga á lögum um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Áformað er að breyta ákvæðum laganna með þeim hætti að ekki sé skylt að eyða fósturvísum við ákveðnar aðstæður aðila. Samkvæmt gildandi lögum er ekki heimilt að nota fósturvísa nema í samræmi við samþykktan tilgang geymslunnar.

Innlent
Fréttamynd

Styrkja en tryggja ekki fólk með sykursýki: „Gerið betur, í alvöru talað“

Færsla sem tryggingarfélagið Vörður birti á samfélagsmiðlum í gær fór öfugt ofan í marga sem þjást af sykursýki. Alþjóðlegur dagur sykursýki var í gær og Vörður minnti af því tilefni á Dropann, styrktarfélag barna sem greinst hafa með sykursýki. „Við látum okkur þetta málefni varða og styrkjum Dropann með stolti“, segir í færslu Varðar. Félagið tryggir hins vegar hvorki börn né fullorðna með sykursýki. 

Innlent
Fréttamynd

Ein­stak­lingum í upp­bótar­með­ferð fjölgað úr 276 í 438

Árið 2019 voru 276 einstaklingar í svokallaðri „uppbótarmeðferð“ vegna ópíatafíknar á Íslandi en árið 2021 voru þeir orðnir 438. Umræddir einstaklingar eru aðallega í þjónustu SÁÁ, Landspítala eða Sjúkrahússins á Akureyri en ávísanirnar koma aðallega frá sérfræðingum í geðlækningum.

Innlent
Fréttamynd

Uppræting ofbeldis – mikilvægasta lýðheilsumálið!

Samkvæmt rannsókninni Áfallasögu kvenna verða 40% kvenna fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Ofbeldi er landlægt hér sem og annarsstaðar. Enginn er undanskilinn: ofbeldi fylgir ekki stétt eða kyni, það spyr ekki um búsetu eða aldur. Afleiðingar áfalla og ofbeldis, sérstaklega í æsku, hafa komið betur og betur í ljós á undanförnum árum og hafa margir vísindamenn fjallað um málið.

Skoðun
Fréttamynd

Faðirinn alvarlega vanræktur á Sunnuhlíð og móðirin lést úr sorg

Dóttir manns sem lést í kjölfar alvarlegrar vanrækslu og mistaka á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi fyrir fimm árum lýsir kaldranalegu viðmóti forstjóra heimilisins. Ekki hafi verið tekið mark á fjölskyldumeðlimum sem upplifðu manninn sárkvalinn og oflyfjaðan. Hún segir móður sína aldrei hafa jafnað sig á meðferðinni á eiginmanni sínum og hafi í raun látist úr sorg. 

Innlent
Fréttamynd

Fékk sársaukafyllsta sjúkdóm í heimi eftir efnabruna

Lífið tók U-beygju hjá ungri konu fyrr á þessu ári þegar hún greindist með sjaldgæfan taugasjúkdóm sem kallaður hefur verið sársaukafyllsti sjúkdómur í heimi. Þrátt fyrir gríðarlega mikil veikindi og miklar breytingar í lífinu lætur hún ekki deigan síga. Framtíðarplönin eru fleiri en áður eða líf með sjúkdómi og líf án hans. Allt geti gerst.

Innlent
Fréttamynd

„Þurfum að fylgja vísindunum í notkun hugvíkkandi efna“

Formaður læknaráðs Landspítalans er ánægður yfir auknum áhuga á geðheilbrigðismálum sem lýsi sér m.a. í nýrri þingsályktunartillögu um sílósíbín sem finnst í ofskynjunarsveppum. Það sé hins vegar mikilvægt að bíða eftir frekari rannsóknum um efnið. Íslendingar hafi þegar fengið tilboð um að taka þátt í síðasta fasa stórrar rannsóknar á gagnsemi efnisins.  

Innlent
Fréttamynd

Áminning læknis skal standa

Heilbrigðisráðuneytið hefur úrskurðað að ákvörðun embættis landlæknis um að áminna lækni vegna tveggja mála sem tengjast vanrækslu í starfi skuli standa.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Rær í fimmtíu tíma til stuðnings Píeta

Einar Hansberg ætlar að vekja athygli á mikilvægu starfi Píeta-samtakanna á Íslandi með því að framkvæma æfingu sem inniheldur 56 kaloríur á Concept2-tæki, 10 upphífingar og 11 réttstöðulyftur á 15 mínútna fresti í alls 50 klukkutíma.  Vísir sýnir beint frá æfingunni.

Lífið
Fréttamynd

Fyrirtækjarisi á sviði heilbrigðisþjónustu settur í söluferli

Fyrirtækjasamstæðan Veritas, sem er í aðaleigu Hreggviðs Jónssonar og rekur fjölmörg umsvifamikil félög á sviði heilbrigðisþjónustu, verður brátt sett í formlegt söluferli sem kemur í kjölfar áhuga sem fjárfestingarsjóðir hafa sýnt fyrirtækinu síðustu mánuði. Forstjóri félagsins, sem veltir samtals nálægt 30 milljörðum króna, segir tímasetninguna núna til að láta reyna á sölu vera góða en innlent fjármálafyrirtæki hefur verið ráðið til að hafa umsjón með ferlinu. Verði af sölunni yrði um að ræða risaviðskipti á íslenskan mælikvarða.

Innherji
Fréttamynd

Kyn­mis­ræmi er ekki sjúk­dómur

Kynmisræmi er ekki sjúkdómur og fjarvistir frá vinnu vegna tengdra læknisaðgerða því ekki greiðsluskyldar af hálfu atvinnurekanda. Úr þessu álitaefni var skorið með dómi Landsréttar 4. nóvember 2022 í máli sem Samtök atvinnulífsins ráku fyrir hönd aðildarfyrirtækis.

Skoðun
Fréttamynd

4.048 Íslendingar hafa hafnað því alfarið að gefa líffæri

Frá því að breytt lög um líffæragjafir tóku gildi í byrjun árs 2019 hafa 4.048 einstaklingar alfarið hafnað líffæragjöf en 2.013 hafnað líffæragjöf að hluta. Lítill munur er á milli kynjanna hvað þetta varðar; 2.018 karlar hafa alfarið hafnað líffæragjöf en 1.940 konur.

Innlent