Rosalega margir veikir og toppinum ekki náð Lovísa Arnardóttir skrifar 21. desember 2023 13:45 Guðrún segir nýtt afbrigði Covid mjög smitandi en veikindin ekki meiri. Innlögnum hefur ekki fjölgað vegna þess en eru margar vegna annars konar öndunarfærasýkinga líka. Vísir/Arnar Mikill fjöldi fólks liggur í veikindum vegna ýmissa öndunarfærasýkinga. Nýtt afbrigði Covid er mjög smitandi en veldur ekki alvarlegri veikindum. Sóttvarnalæknir segir þátttöku í bólusetningum vegna Covid og inflúensu undir væntingum þetta haustið. Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir, segir greiningum á ýmsum veikindum hafa fjölgað mikið undanfarið. En það sé þó eðlilegt á þessum árstíma. „Það hefur verið bæði Covid, inflúensa sem er komin af stað og RS vírus og ýmsar aðrar öndunarfærarsýkingar og veirur, aðallega.“ Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur skilgreint nýtt afbrigði af Covid, JN.1, sem eitt af þeim sem eigi að fylgjast með. Það sé mjög smitandi en að bóluefnin sem til eru veiti vörn. Fjallað var um það á vef BBC í vikunni. „Afbrigðið er ekki skæðara. Það hefur ekki verið sýnt fram á meiri veikindi með þessu afbrigði eins hefur verið undanfarið þegar það koma ný afbrigði. Það hefur ekki haldist í hendur við aukin veikindi vegna afbrigðisins í sjálfu sér. En það er rétt að það hafa verið að koma ný afbrigði og nú er þetta afbrigði orðið algengt,“ segir Guðrún og að um sé að ræða undirafbrigði Omikron. „Þetta eru allt Omikron afbrigði. En Covid er mjög smitandi og það er að valda veikindum og ansi margir að vera mjög veikir af þessu.“ Hún segir einkennin svipuð og áður og að sem betur fer sé innlögnum ekki að fjölga. Það liggi þó margir inni af öðrum ástæðum. „Það eru alltaf einhverjir inni með Covid. Það hefur einnig aukist að fólk er inniliggjandi með inflúensu og RS-vírus. Sérstaklega ung börn.“ Toppinum ekki enn náð Hún segir viðbúið að ástandið verði áfram svona næstu vikur. Toppinum sé þó ekki náð. Hún hvetur fólk til að fara í bólusetningu við bæði inflúensu og Covid. Það sé enn hægt og sérstaklega mælt við því fyrir fólk eldra en 60 ára. „Þátttakan hefur því miður ekki verið mjög góð í haust en það var aukning í síðustu viku þegar heilsugæslan var með átak og hvatti fólk til að koma. Þetta hefur hvoru tveggja verið undir væntingum og við myndum vilja sjá að hún væri betri,“ segir Guðrún og bendir á að hægt sé að fara í bólusetningu það á heilsugæslustöðvum. Spurð hvort að Covid hafi haft áhrif á þetta segir hún það vel geta verið. Það sé jafnvel einhver þreyta í fólki á umræðu um bólusetningar og svo hafi kannski fyrirkomulagið áhrif. Það sé hægt að fara á heilsugæslustöðvar en það sé auðvitað ekki eins og var þegar á heimsfaraldri stóð. Hún segir samt mjög mikilvægt að þiggja bólusetninguna. „Þetta eru vel rannsökuð bóluefni og búið að nota þau fyrir milljarða fólks. Það hefur sýnt sig að þau virka og vernda gegn alvarlegum veikindum og andlátum,“ segir Guðrún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óska eftir upplýsingum um lungnabólgufaraldur meðal barna Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur óskað eftir upplýsingum frá Kína um ógreindar lungnabólgusýkingar sem virðast hrjá börn í norðurhluta landsins. 23. nóvember 2023 10:29 Búin að bíða lengi eftir bóluefni við RS fyrir yngstu börnin Sýkingar af völdum RS veiru er algengasta ástæða innlagnar ungra barna á spítala á Íslandi. Lyfjastofnun Evrópu hefur mælt með því að nýtt bóluefni gegn RS fái markaðsleyfi. Barnasmitsjúkdómalæknir segir það spennandi. 27. október 2023 07:02 Svona verður fyrirkomulag bólusetninga á höfuðborgarsvæðinu Boðið verður upp á bólusetningar við inflúensu og Covid-19 fyrir forgangshópa á heilsugæslustöðvum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins frá miðvikudeginum 18. október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilsugæslunni. 3. október 2023 10:23 Myndi mæla gegn bólusetningu ungra karla gegn Covid-19 Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum, segist líklega myndu mæla gegn því í dag að karlar 30 ára og yngri væru bólusettir gegn Covid-19. 17. október 2023 07:07 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir, segir greiningum á ýmsum veikindum hafa fjölgað mikið undanfarið. En það sé þó eðlilegt á þessum árstíma. „Það hefur verið bæði Covid, inflúensa sem er komin af stað og RS vírus og ýmsar aðrar öndunarfærarsýkingar og veirur, aðallega.“ Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur skilgreint nýtt afbrigði af Covid, JN.1, sem eitt af þeim sem eigi að fylgjast með. Það sé mjög smitandi en að bóluefnin sem til eru veiti vörn. Fjallað var um það á vef BBC í vikunni. „Afbrigðið er ekki skæðara. Það hefur ekki verið sýnt fram á meiri veikindi með þessu afbrigði eins hefur verið undanfarið þegar það koma ný afbrigði. Það hefur ekki haldist í hendur við aukin veikindi vegna afbrigðisins í sjálfu sér. En það er rétt að það hafa verið að koma ný afbrigði og nú er þetta afbrigði orðið algengt,“ segir Guðrún og að um sé að ræða undirafbrigði Omikron. „Þetta eru allt Omikron afbrigði. En Covid er mjög smitandi og það er að valda veikindum og ansi margir að vera mjög veikir af þessu.“ Hún segir einkennin svipuð og áður og að sem betur fer sé innlögnum ekki að fjölga. Það liggi þó margir inni af öðrum ástæðum. „Það eru alltaf einhverjir inni með Covid. Það hefur einnig aukist að fólk er inniliggjandi með inflúensu og RS-vírus. Sérstaklega ung börn.“ Toppinum ekki enn náð Hún segir viðbúið að ástandið verði áfram svona næstu vikur. Toppinum sé þó ekki náð. Hún hvetur fólk til að fara í bólusetningu við bæði inflúensu og Covid. Það sé enn hægt og sérstaklega mælt við því fyrir fólk eldra en 60 ára. „Þátttakan hefur því miður ekki verið mjög góð í haust en það var aukning í síðustu viku þegar heilsugæslan var með átak og hvatti fólk til að koma. Þetta hefur hvoru tveggja verið undir væntingum og við myndum vilja sjá að hún væri betri,“ segir Guðrún og bendir á að hægt sé að fara í bólusetningu það á heilsugæslustöðvum. Spurð hvort að Covid hafi haft áhrif á þetta segir hún það vel geta verið. Það sé jafnvel einhver þreyta í fólki á umræðu um bólusetningar og svo hafi kannski fyrirkomulagið áhrif. Það sé hægt að fara á heilsugæslustöðvar en það sé auðvitað ekki eins og var þegar á heimsfaraldri stóð. Hún segir samt mjög mikilvægt að þiggja bólusetninguna. „Þetta eru vel rannsökuð bóluefni og búið að nota þau fyrir milljarða fólks. Það hefur sýnt sig að þau virka og vernda gegn alvarlegum veikindum og andlátum,“ segir Guðrún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óska eftir upplýsingum um lungnabólgufaraldur meðal barna Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur óskað eftir upplýsingum frá Kína um ógreindar lungnabólgusýkingar sem virðast hrjá börn í norðurhluta landsins. 23. nóvember 2023 10:29 Búin að bíða lengi eftir bóluefni við RS fyrir yngstu börnin Sýkingar af völdum RS veiru er algengasta ástæða innlagnar ungra barna á spítala á Íslandi. Lyfjastofnun Evrópu hefur mælt með því að nýtt bóluefni gegn RS fái markaðsleyfi. Barnasmitsjúkdómalæknir segir það spennandi. 27. október 2023 07:02 Svona verður fyrirkomulag bólusetninga á höfuðborgarsvæðinu Boðið verður upp á bólusetningar við inflúensu og Covid-19 fyrir forgangshópa á heilsugæslustöðvum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins frá miðvikudeginum 18. október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilsugæslunni. 3. október 2023 10:23 Myndi mæla gegn bólusetningu ungra karla gegn Covid-19 Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum, segist líklega myndu mæla gegn því í dag að karlar 30 ára og yngri væru bólusettir gegn Covid-19. 17. október 2023 07:07 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Óska eftir upplýsingum um lungnabólgufaraldur meðal barna Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur óskað eftir upplýsingum frá Kína um ógreindar lungnabólgusýkingar sem virðast hrjá börn í norðurhluta landsins. 23. nóvember 2023 10:29
Búin að bíða lengi eftir bóluefni við RS fyrir yngstu börnin Sýkingar af völdum RS veiru er algengasta ástæða innlagnar ungra barna á spítala á Íslandi. Lyfjastofnun Evrópu hefur mælt með því að nýtt bóluefni gegn RS fái markaðsleyfi. Barnasmitsjúkdómalæknir segir það spennandi. 27. október 2023 07:02
Svona verður fyrirkomulag bólusetninga á höfuðborgarsvæðinu Boðið verður upp á bólusetningar við inflúensu og Covid-19 fyrir forgangshópa á heilsugæslustöðvum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins frá miðvikudeginum 18. október. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilsugæslunni. 3. október 2023 10:23
Myndi mæla gegn bólusetningu ungra karla gegn Covid-19 Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum, segist líklega myndu mæla gegn því í dag að karlar 30 ára og yngri væru bólusettir gegn Covid-19. 17. október 2023 07:07