Refsiábyrgð heilbrigðisstofnana orðin að lögum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. desember 2023 16:06 Frumvarp Willums Þórs Þórssonar um refsiábyrgð heilbrigðisstofnana er orðið að lögum. Vísir/Vilhelm Frumvarp Willums Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra um refsiábyrgð heilbrigðisstofnana og rannsóknir alvarlegra atvika hefur verið samþykkt á Alþingi. Markmið laganna er að auka öryggi sjúklinga og segir ráðherra þau marka tímamót. Greidd voru atkvæði um frumvarpið á þingi 16. desember, síðastliðinn laugardag. Fimmtíu og þrír greiddu atkvæði með frumvarpinu en tíu voru fjarverandi. Haft er eftir Willum í tilkynningu að breytingin marki tímamót. „Það hefur lengi verið kallað eftir [þessu] og að baki liggja sterk rök, skýr markmið og vönduð vinna. Þetta er réttlætismál sem snýr jafnframt að heilbrigðisstarfsfólki og sjúklingum og er án efa mikilvægt framfaraskref,“ er haft eftir Willum. Refsiábyrgð á hendur stofnunum frekar en einstaka starfsmönnum Meðal markmiða laganna er að auka öryggi sjúklinga, efla öryggismenningu innan heilbrigðiskerfisins og fækka alvarlegum atvikum. Þá eiga þau að bæta starfsumhverfi heilbrigðisstarfsmanna með því að skýra og auka réttaröryggi þeirra. Með lagasetningunni verður unnt að koma fram refsiábyrgð á hendur heilbrigðisstofnunum fremur en einstaka heilbrigðisstarfsmönnum ef margir samverkandi þættir eða rök atvika eru orsök alvarlegs atviks í heilbrigðisþjónustu. „Hingað til hafa rannsóknir alvarlegra atvika jafnan beinst að ábyrgð einstakra starfsmanna, þrátt fyrir að orsökina megi oftast rekja til kerfislægra þátta. Að sama skapi hefur refsiábyrgð einkum snúist um sök einstaklinga.“ Aðstæður ófullnægjandi Mál af þessu tagi sem vakti mikla athygli er mál hjúkrunarfræðings sem var ákærð fyrir að hafa orðið sjúklingi á geðdeild að bana árið 2021 með því að hafa neytt ofan í hann næringardrykk svo hann kafnaði. Fram kom við aðalmeðferð í málinu að aðstæður á geðdeild hafi verið ófullnægjandi þegar sjúklingurinn lést. Innri rannsókn spítalans hafi leitt í ljós að vaktin var undirmönnuð, mikið álag á starfsfólki, fyrirmæli skiluðu sér ekki og sjúklingurinn var ekki vistaður á heppilegum stað. Hjúkrunarfræðingurinn, Steina Árnadóttir, var sýknuð af ákæru fyrir manndráp í opinberu starfi og brot gegn lögum um heilbrigðismenn fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Alþingi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Sjá meira
Greidd voru atkvæði um frumvarpið á þingi 16. desember, síðastliðinn laugardag. Fimmtíu og þrír greiddu atkvæði með frumvarpinu en tíu voru fjarverandi. Haft er eftir Willum í tilkynningu að breytingin marki tímamót. „Það hefur lengi verið kallað eftir [þessu] og að baki liggja sterk rök, skýr markmið og vönduð vinna. Þetta er réttlætismál sem snýr jafnframt að heilbrigðisstarfsfólki og sjúklingum og er án efa mikilvægt framfaraskref,“ er haft eftir Willum. Refsiábyrgð á hendur stofnunum frekar en einstaka starfsmönnum Meðal markmiða laganna er að auka öryggi sjúklinga, efla öryggismenningu innan heilbrigðiskerfisins og fækka alvarlegum atvikum. Þá eiga þau að bæta starfsumhverfi heilbrigðisstarfsmanna með því að skýra og auka réttaröryggi þeirra. Með lagasetningunni verður unnt að koma fram refsiábyrgð á hendur heilbrigðisstofnunum fremur en einstaka heilbrigðisstarfsmönnum ef margir samverkandi þættir eða rök atvika eru orsök alvarlegs atviks í heilbrigðisþjónustu. „Hingað til hafa rannsóknir alvarlegra atvika jafnan beinst að ábyrgð einstakra starfsmanna, þrátt fyrir að orsökina megi oftast rekja til kerfislægra þátta. Að sama skapi hefur refsiábyrgð einkum snúist um sök einstaklinga.“ Aðstæður ófullnægjandi Mál af þessu tagi sem vakti mikla athygli er mál hjúkrunarfræðings sem var ákærð fyrir að hafa orðið sjúklingi á geðdeild að bana árið 2021 með því að hafa neytt ofan í hann næringardrykk svo hann kafnaði. Fram kom við aðalmeðferð í málinu að aðstæður á geðdeild hafi verið ófullnægjandi þegar sjúklingurinn lést. Innri rannsókn spítalans hafi leitt í ljós að vaktin var undirmönnuð, mikið álag á starfsfólki, fyrirmæli skiluðu sér ekki og sjúklingurinn var ekki vistaður á heppilegum stað. Hjúkrunarfræðingurinn, Steina Árnadóttir, var sýknuð af ákæru fyrir manndráp í opinberu starfi og brot gegn lögum um heilbrigðismenn fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Alþingi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Sjá meira