Þegar fólk verður fráflæðisvandi Marta Jóns Hjördísardóttir skrifar 19. desember 2023 08:00 Á liðnum vikum hafa ítrekað birst fréttir um álag á bráðamóttöku Landspítala og fólk beðið um að leita annað eigi það þess nokkurn kost. Samhliða birtast fréttir af því sem nefnt hefur verið fráflæðisvandi, skrifræðislegt orð yfir stöðu sem á sér mjög mannlega birtingarmynd. Fráflæðisvandinn þýðir að inni á Landspítala liggur fjöldi fólks sem ætti ekki að vera þar en á ekki í önnur hús að venda. Að stofninum til er þetta aldrað fólk sem er að nálgast leiðarlokin og á ef til vill aðeins nokkur ár eða jafnvel minna eftir af löngu æviskeiði. Við eðlilegar aðstæður byggju þessir einstaklingar á góðu og öruggu hjúkrunarheimili, ættu sér einkalíf og gætu tekið á móti afkomendum og öðrum gestum eftir hentisemi. Þess í stað dvelja þau langdvölum á spítala þar sem þau matast við rúmstokkinn og fá á sig þann stimpil að vera „fráflæðisvandi“. Vandamál Landspítala? Skortur á hjúkrunarrýmum hefur legið fyrir lengi og fer vaxandi, þörfin eykst á sama tíma og Íslendingum fjölgar og stórir árgangar eftirstríðsáranna eldast. Einhverra hluta vegna hefur hjúkrunarrýmisskorturinn orðið að sjálfstæðu vandamáli Landspítala og mætti jafnvel ætla að Landspítali beri ábyrgð á þeirri stöðu sem uppi er á spítalanum. Nú er svo komið að ígildi fjögurra legudeilda á Landspítala eru fullar af sjúklingum sem eru með gilt færni- og heilsufarsmat og bíða þess að komast á hjúkrunarheimili. Á sama tíma þurfa sjúklingar að dvelja langdvölum á bráðamóttöku þar sem ekki er pláss á legudeildum. Allt eru þetta manneskjur á viðkvæmum stað og ástandið eykur á óþægindi þeirra og óöryggi þegar þau þurfa á meðferð, umhyggju og öryggi að halda. Þá skiptir máli á öllum æviskeiðum að eiga heimili og er einnig gríðarlega mikilvægt fyrir aðstandendur að vita að ástvinur þeirra sé á öruggum stað. Þrátt fyrir miklar áskoranir hefur Landspítali náð að sinna hlutverki sínu og náð ótrúlegum árangri á ýmsum sviðum, til dæmis er búið að stytta biðlista og fjölga skurðaðgerðum. Staðan er samt sú að ekkert má út af bregða. Sjúkrahús með rúmanýtingu yfir 100% á flestum legudeildum hefur ekki svigrúm til að bregðast við bráðum aðstæðum í samfélaginu; hópslys, stórbruni eða náttúruvá gæti sett allt úr skorðum. Rúmanýting yfir 100% þýðir að fólk liggur á stöðum sem það ætti ekki að liggja á. Þetta getur verið í rýmum sem ekki eru ætluð sjúklingum svo sem kaffistofum, aðstandendaherbergjum eða göngum. Þjónusta er takmarkaðri þar sem mönnun miðast við fjölda rúma á deild, ekki fjölda rúma sem hægt er að koma fyrir á þeim fermetrum sem eru til umráða. Þessu fylgir ýmis konar áhætta. Við þessar aðstæður er ómögulegt að uppfylla lög um persónuvernd og nánast ómögulegt er að uppfylla reglur um brunavarnir eða tryggja öruggar flóttaleiðir. Fólk verður útsettara fyrir sýkingum og ýmsum öðrum fylgikvillum meðferðar eins og óráði eða byltum. Óásættanlegir valkostir Við sem störfum á Landspítala stöndum frammi fyrir óásættanlegum valkostum. Annar valkosturinn er neita fólki um heilbrigðisþjónustu og aðgerðir vegna skorts á leguplássum. Hinn er að útskrifa aldrað fólk sem á rétt á vist á hjúkrunarheimili í von um að ættingjar geti annast þau sem getur verið mjög íþyngjandi fyrir aldraða og aðstandendur þeirra. Báðir valkostir eru mjög vondir. Heilbrigðisstarfsfólk vill gera vel og veita góða þjónustu. Upplifunin er þó gjarnan sú að ekki náist að sinna sjúklingunum nægilega vel og því fylgir stöðug tilfinning um að vera að hlaupa frá illa unnu verki. Það brýtur í bága við gildi okkar að þurfa í sífellu að gera málamiðlanir og vita að við erum ekki að uppfylla skyldur okkar. Hvergi í heiminum er einfalt að manna heilbrigðisþjónustu og ef markmiðið er að geta gert það hér á landi verður að bjóða upp á góðar starfsaðstæður fyrir hæft fólk. Þessi óviðunandi staða bitnar á öllum og sérstaklega á sjúklingum og aðstandendum. Það verður að horfa á heilbrigðiskerfið sem eina heild og styrkja og bæta við úrræðum utan Landspítala, einungis þannig er hægt að halda áfram að byggja upp öflugt þjóðarsjúkrahús. Öll eiga skilið að fá þjónustu sem veitt er með öryggi, umhyggju og fagmennsku að leiðarljósi. Þjónustuþörfin hverfur nefnilega ekki þótt þjónustan sé ekki veitt. Fyrir hönd fagráðs Landspítala, Marta Jóns Hjördísardóttir, formaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Á liðnum vikum hafa ítrekað birst fréttir um álag á bráðamóttöku Landspítala og fólk beðið um að leita annað eigi það þess nokkurn kost. Samhliða birtast fréttir af því sem nefnt hefur verið fráflæðisvandi, skrifræðislegt orð yfir stöðu sem á sér mjög mannlega birtingarmynd. Fráflæðisvandinn þýðir að inni á Landspítala liggur fjöldi fólks sem ætti ekki að vera þar en á ekki í önnur hús að venda. Að stofninum til er þetta aldrað fólk sem er að nálgast leiðarlokin og á ef til vill aðeins nokkur ár eða jafnvel minna eftir af löngu æviskeiði. Við eðlilegar aðstæður byggju þessir einstaklingar á góðu og öruggu hjúkrunarheimili, ættu sér einkalíf og gætu tekið á móti afkomendum og öðrum gestum eftir hentisemi. Þess í stað dvelja þau langdvölum á spítala þar sem þau matast við rúmstokkinn og fá á sig þann stimpil að vera „fráflæðisvandi“. Vandamál Landspítala? Skortur á hjúkrunarrýmum hefur legið fyrir lengi og fer vaxandi, þörfin eykst á sama tíma og Íslendingum fjölgar og stórir árgangar eftirstríðsáranna eldast. Einhverra hluta vegna hefur hjúkrunarrýmisskorturinn orðið að sjálfstæðu vandamáli Landspítala og mætti jafnvel ætla að Landspítali beri ábyrgð á þeirri stöðu sem uppi er á spítalanum. Nú er svo komið að ígildi fjögurra legudeilda á Landspítala eru fullar af sjúklingum sem eru með gilt færni- og heilsufarsmat og bíða þess að komast á hjúkrunarheimili. Á sama tíma þurfa sjúklingar að dvelja langdvölum á bráðamóttöku þar sem ekki er pláss á legudeildum. Allt eru þetta manneskjur á viðkvæmum stað og ástandið eykur á óþægindi þeirra og óöryggi þegar þau þurfa á meðferð, umhyggju og öryggi að halda. Þá skiptir máli á öllum æviskeiðum að eiga heimili og er einnig gríðarlega mikilvægt fyrir aðstandendur að vita að ástvinur þeirra sé á öruggum stað. Þrátt fyrir miklar áskoranir hefur Landspítali náð að sinna hlutverki sínu og náð ótrúlegum árangri á ýmsum sviðum, til dæmis er búið að stytta biðlista og fjölga skurðaðgerðum. Staðan er samt sú að ekkert má út af bregða. Sjúkrahús með rúmanýtingu yfir 100% á flestum legudeildum hefur ekki svigrúm til að bregðast við bráðum aðstæðum í samfélaginu; hópslys, stórbruni eða náttúruvá gæti sett allt úr skorðum. Rúmanýting yfir 100% þýðir að fólk liggur á stöðum sem það ætti ekki að liggja á. Þetta getur verið í rýmum sem ekki eru ætluð sjúklingum svo sem kaffistofum, aðstandendaherbergjum eða göngum. Þjónusta er takmarkaðri þar sem mönnun miðast við fjölda rúma á deild, ekki fjölda rúma sem hægt er að koma fyrir á þeim fermetrum sem eru til umráða. Þessu fylgir ýmis konar áhætta. Við þessar aðstæður er ómögulegt að uppfylla lög um persónuvernd og nánast ómögulegt er að uppfylla reglur um brunavarnir eða tryggja öruggar flóttaleiðir. Fólk verður útsettara fyrir sýkingum og ýmsum öðrum fylgikvillum meðferðar eins og óráði eða byltum. Óásættanlegir valkostir Við sem störfum á Landspítala stöndum frammi fyrir óásættanlegum valkostum. Annar valkosturinn er neita fólki um heilbrigðisþjónustu og aðgerðir vegna skorts á leguplássum. Hinn er að útskrifa aldrað fólk sem á rétt á vist á hjúkrunarheimili í von um að ættingjar geti annast þau sem getur verið mjög íþyngjandi fyrir aldraða og aðstandendur þeirra. Báðir valkostir eru mjög vondir. Heilbrigðisstarfsfólk vill gera vel og veita góða þjónustu. Upplifunin er þó gjarnan sú að ekki náist að sinna sjúklingunum nægilega vel og því fylgir stöðug tilfinning um að vera að hlaupa frá illa unnu verki. Það brýtur í bága við gildi okkar að þurfa í sífellu að gera málamiðlanir og vita að við erum ekki að uppfylla skyldur okkar. Hvergi í heiminum er einfalt að manna heilbrigðisþjónustu og ef markmiðið er að geta gert það hér á landi verður að bjóða upp á góðar starfsaðstæður fyrir hæft fólk. Þessi óviðunandi staða bitnar á öllum og sérstaklega á sjúklingum og aðstandendum. Það verður að horfa á heilbrigðiskerfið sem eina heild og styrkja og bæta við úrræðum utan Landspítala, einungis þannig er hægt að halda áfram að byggja upp öflugt þjóðarsjúkrahús. Öll eiga skilið að fá þjónustu sem veitt er með öryggi, umhyggju og fagmennsku að leiðarljósi. Þjónustuþörfin hverfur nefnilega ekki þótt þjónustan sé ekki veitt. Fyrir hönd fagráðs Landspítala, Marta Jóns Hjördísardóttir, formaður.
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun