Um 130 skráðar komur vegna heimilisofbeldis á bráðamóttöku Lovísa Arnardóttir skrifar 26. desember 2023 18:58 Jóhanna Erla Guðjónsdóttir félagsráðgjafi hjá heimilisofbeldisteymi bráðamóttökunnar. Vísir/Ívar Fannar Þjónusta við þolendur heimilisofbeldis hefur verið stórbætt síðasta árið á Landspítalanum. Lögum hefur verið breytt sem auðveldar samskipti við lögreglu auk þess stöðugildum í sérstöku heimilisofbeldisteymi hefur verið fjölgað. Fyrir ári síðan var tekið upp nýtt verklag á bráðamóttökunni. Nú eru sérstaklega skráðar allar komur vegna heimilisofbeldis. Frá þeim tíma hafa verið skráðar 130 komur. „Þessar breytingar eru að þannig að það er ákveðið verklag sem fer í gang þegar þolandi mætir á bráðamóttökuna. Það er tekið betur utan um hann. Við fylgjum honum í hverju einasta skrefi. Frá því þeir koma og líka eftir að þeir fara út,“ segir Jóhanna Erla Guðjónsdóttir félagsráðgjafi sem vinnur ásamt tveimur öðrum félagsráðgjöfum í sérstöku heimilisofbeldisteymi á bráðamóttöku Landspítalans. Auk þeirra eru í teyminu sálfræðingur, læknir og hjúkrunarfræðingur. Auk þess að breyta verklagi við komu og bæta skráningu, var samstarf við lögreglu einnig auðveldað en í maí á þessu ári var samþykkt frumvarp á Alþingi um breytingar á lögum um heilbrigðisstarfsmenn. Hafa aldrei samband við lögreglu nema með samþykki Með lagabreytingunni voru skýrðar heimildir heilbrigðisstarfsfólks til að tilkynna lögreglu um heimilisofbeldi í samráði við þolanda sem leitar á heilbrigðisstofnun. Tilgreint er hvaða upplýsingum er heimilt að miðla til lögreglu þannig að henni sé kleift að gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja þolanda nauðsynlega vernd og stuðning. „Ég hef aldrei samband við lögregluna nema með samþykki sjúklinga. En breytingin er að við erum ekki að brjóta nein lög með því að gera það,“ segir Jóhanna Erla og að nánast allir sem hafi leitað til þeirra hafi viljað samstarf við lögreglu. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra setti nýlega 90 milljónir króna í að fjölga stöðugildum sérfræðinga í heilbrigðisþjónustu sem aðstoða þolendur kynbundins ofbeldis. Vísir/Vilhelm „Ég get talið á fingrum annarrar handar þau tilfelli þar sem samvinnu við lögreglu er ekki óskað. Það eru nánast allir sem hafa samþykkt það að við eigum samráð við lögregluna. Burtséð frá því hvort þau leggja fram kæru eða ekki. Það er ekki það sem þetta snýst um. Það snýst um að lögreglan sé upplýst um að viðkomandi hafi komið vegna heimilisofbeldis. Þá er þetta á skrá.“ Þróa verkefnið áfram „Það er komin ákveðin skráning þannig við getum haldið utan um tölurnar,“ segir hún og að í skráningunni sé haldið utan um aldur þolenda og gerenda, hvenær fólk kemur og hversu oft og hvert þau fara eftir að þau komi til þeirra. Þá segir hún bráðamóttökuna í góðu samstarfi við ýmsa aðila eins og Kvennaathvarfið, Bjarkarhlíð og ýmis sértæk úrræði fyrir minnihlutahópa eins og Konukot og Réttindagæslufulltrúa fatlaðra. Jóhanna segir verkefnið í áframhaldandi þróun. „Það sem við erum kannski að skoða eru minnihlutahóparnir, jaðarhóparnir. Heimilislausar konur í vímuefnavanda og málefni fatlaðra. Þetta eru allt jaðarhópar og minnihlutahópar sem eru útsettir fyrir ofbeldi. Þannig þetta getur verið snúið en við erum að reyna.“ Heimilisofbeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir „Lögreglan getur ekki veitt neina þjónustu ef hún veit ekki af ofbeldinu“ Ný lög um heilbrigðisstarfsmenn skýra heimildir þeirra til að tilkynna lögreglu um heimilisofbeldi í samráði við þolanda sem leitar á heilbrigðisstofnun. Sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu segir þetta lið í nýju verklagi sem verið er að innleiða hér á landi. 26. maí 2023 13:21 Stutt við þolendur heimilisofbeldis Heimilisofbeldi er óásættanlegt samfélagslegt mein. Fólk af öllum kynjum verður fyrir heimilisofbeldi og því miður eru tilfellin allt of mörg. Mikilvægt er að þolendur heimilisofbeldis fái jafnt og greitt aðgengi að viðeigandi heilbrigðisþjónustu og stuðning eins fljótt og auðið er. Þjónustu sem er skipulögð með hagsmuni þolenda að leiðarljósi. 29. mars 2023 07:30 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Fyrir ári síðan var tekið upp nýtt verklag á bráðamóttökunni. Nú eru sérstaklega skráðar allar komur vegna heimilisofbeldis. Frá þeim tíma hafa verið skráðar 130 komur. „Þessar breytingar eru að þannig að það er ákveðið verklag sem fer í gang þegar þolandi mætir á bráðamóttökuna. Það er tekið betur utan um hann. Við fylgjum honum í hverju einasta skrefi. Frá því þeir koma og líka eftir að þeir fara út,“ segir Jóhanna Erla Guðjónsdóttir félagsráðgjafi sem vinnur ásamt tveimur öðrum félagsráðgjöfum í sérstöku heimilisofbeldisteymi á bráðamóttöku Landspítalans. Auk þeirra eru í teyminu sálfræðingur, læknir og hjúkrunarfræðingur. Auk þess að breyta verklagi við komu og bæta skráningu, var samstarf við lögreglu einnig auðveldað en í maí á þessu ári var samþykkt frumvarp á Alþingi um breytingar á lögum um heilbrigðisstarfsmenn. Hafa aldrei samband við lögreglu nema með samþykki Með lagabreytingunni voru skýrðar heimildir heilbrigðisstarfsfólks til að tilkynna lögreglu um heimilisofbeldi í samráði við þolanda sem leitar á heilbrigðisstofnun. Tilgreint er hvaða upplýsingum er heimilt að miðla til lögreglu þannig að henni sé kleift að gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja þolanda nauðsynlega vernd og stuðning. „Ég hef aldrei samband við lögregluna nema með samþykki sjúklinga. En breytingin er að við erum ekki að brjóta nein lög með því að gera það,“ segir Jóhanna Erla og að nánast allir sem hafi leitað til þeirra hafi viljað samstarf við lögreglu. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra setti nýlega 90 milljónir króna í að fjölga stöðugildum sérfræðinga í heilbrigðisþjónustu sem aðstoða þolendur kynbundins ofbeldis. Vísir/Vilhelm „Ég get talið á fingrum annarrar handar þau tilfelli þar sem samvinnu við lögreglu er ekki óskað. Það eru nánast allir sem hafa samþykkt það að við eigum samráð við lögregluna. Burtséð frá því hvort þau leggja fram kæru eða ekki. Það er ekki það sem þetta snýst um. Það snýst um að lögreglan sé upplýst um að viðkomandi hafi komið vegna heimilisofbeldis. Þá er þetta á skrá.“ Þróa verkefnið áfram „Það er komin ákveðin skráning þannig við getum haldið utan um tölurnar,“ segir hún og að í skráningunni sé haldið utan um aldur þolenda og gerenda, hvenær fólk kemur og hversu oft og hvert þau fara eftir að þau komi til þeirra. Þá segir hún bráðamóttökuna í góðu samstarfi við ýmsa aðila eins og Kvennaathvarfið, Bjarkarhlíð og ýmis sértæk úrræði fyrir minnihlutahópa eins og Konukot og Réttindagæslufulltrúa fatlaðra. Jóhanna segir verkefnið í áframhaldandi þróun. „Það sem við erum kannski að skoða eru minnihlutahóparnir, jaðarhóparnir. Heimilislausar konur í vímuefnavanda og málefni fatlaðra. Þetta eru allt jaðarhópar og minnihlutahópar sem eru útsettir fyrir ofbeldi. Þannig þetta getur verið snúið en við erum að reyna.“
Heimilisofbeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir „Lögreglan getur ekki veitt neina þjónustu ef hún veit ekki af ofbeldinu“ Ný lög um heilbrigðisstarfsmenn skýra heimildir þeirra til að tilkynna lögreglu um heimilisofbeldi í samráði við þolanda sem leitar á heilbrigðisstofnun. Sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu segir þetta lið í nýju verklagi sem verið er að innleiða hér á landi. 26. maí 2023 13:21 Stutt við þolendur heimilisofbeldis Heimilisofbeldi er óásættanlegt samfélagslegt mein. Fólk af öllum kynjum verður fyrir heimilisofbeldi og því miður eru tilfellin allt of mörg. Mikilvægt er að þolendur heimilisofbeldis fái jafnt og greitt aðgengi að viðeigandi heilbrigðisþjónustu og stuðning eins fljótt og auðið er. Þjónustu sem er skipulögð með hagsmuni þolenda að leiðarljósi. 29. mars 2023 07:30 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
„Lögreglan getur ekki veitt neina þjónustu ef hún veit ekki af ofbeldinu“ Ný lög um heilbrigðisstarfsmenn skýra heimildir þeirra til að tilkynna lögreglu um heimilisofbeldi í samráði við þolanda sem leitar á heilbrigðisstofnun. Sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu segir þetta lið í nýju verklagi sem verið er að innleiða hér á landi. 26. maí 2023 13:21
Stutt við þolendur heimilisofbeldis Heimilisofbeldi er óásættanlegt samfélagslegt mein. Fólk af öllum kynjum verður fyrir heimilisofbeldi og því miður eru tilfellin allt of mörg. Mikilvægt er að þolendur heimilisofbeldis fái jafnt og greitt aðgengi að viðeigandi heilbrigðisþjónustu og stuðning eins fljótt og auðið er. Þjónustu sem er skipulögð með hagsmuni þolenda að leiðarljósi. 29. mars 2023 07:30