Heilbrigðismál

Fréttamynd

Gera þurfi betur í skimunum á krabbameini

Færa á hluta af skimunum sem Krabbameinsfélag Íslands hefur sinnt inn á heilsugæslustöðvarnar og ráðast í heildarendurskoðun á hvernig skima skuli fyrir krabbameini hér á landi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögur sem Skimunarráð sendi landlækni um róttækar breytingar.

Innlent
Fréttamynd

Fá 300 milljónir króna í styrk til að byggja upp lífs­ýna­safn

Rannsóknarhópur sem starfar undir forystu Sigurðar Yngva Kristinsson, prófessors í blóðskjúkdómum við læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðings við Landspítala, hefur hlotið 300 milljóna króna styrk til þess að byggja upp lífssýnasafn í tengslum við þjóðarátakið Blóðskimun til bjargar.

Innlent
Fréttamynd

MND sjúklingar berjast fyrir nýjustu lyfjum

Formaður MND félagsins gagrýnir harðlega að ný lyf sem reynst hafa sjúklingum vel fáist ekki samþykkt og séu því ófáanleg hér á landi. Barist er fyrir því að lyfin fáist á Íslandi. Maður sem getur hvorki borðað né drukkið og á erfitt með mál og hreyfingu vegna sjúkdómsins er meðal þeirra sem kallar eftir betri lyfjum og rannsóknum.

Innlent
Fréttamynd

Fundu gamalt myndefni af syninum

Þegar Lóa Pind var að undirbúa gerð heimildaþátta um sjálfsvíg kom í ljós að sonur hennar, 28 ára gamall kvikmyndanemi, hafði tekið upp myndefni af Ingólfi Bjarna Kristinssyni rúmu ári áður en hann svipti sig lífi.

Lífið
Fréttamynd

Fór í hjartastopp í 26 mínútur

Gunnar Karl Haraldsson hefur alla tíð tekið hlutskipti sínu af æðruleysi. Hann fæddist með taugasjúkdóm sem lagðist mjög þungt á hann og hefur ekki tölu á þeim aðgerðum sem hann fór í sem barn og unglingur.

Innlent
Fréttamynd

Tveir þriðju hlynntir klukkutíma seinkun

Frestur til að skila umsögnum um tillögur að breyttum staðartíma á Íslandi rennur út eftir rúma viku. Hingað til eru flestir á því að seinka skuli klukkunni. Sumir leggja til tilraunaverkefni á Vestfjörðum eða að flýta klukkunni.

Innlent
Fréttamynd

Meiri menn í Kringlunni

Ljósmyndasýningin Meiri menn opnar á morgun en hún byggir á persónulegum sögum átta karlmanna sem greinst hafa með ólíkar tegundir krabbameina.

Lífið
Fréttamynd

Óljós kostnaður á göngudeild

SÁÁ hyggst loka göngudeildarþjónustu á Akureyri og segir kostnaðinn við deildina tvær milljónir króna á mánuði. Samningaviðræður SÁÁ og SÍ eru í hnút.

Innlent
Fréttamynd

Nemendur og starfslið í berklapróf

Starfsmaður Klettaskóla greindist með berkla. Á morgun er áætlað að allir nemendur og starfslið skólans fari í berklapróf til að kanna hvort þeir hafi smitast.

Innlent