Maðurinn sem varð fyrir bótúlismaeitrun liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi Birgir Olgeirsson skrifar 21. janúar 2020 18:27 Karlmaður á fimmtugsaldri liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi vegna bótúlismaeitrunar sem getur valdið allsherjarlömun. Uppruna eitrunarinnar er ákaft leitað en talið ólíklegt að orsökina megi rekja til matvæla sem eru í dreifingu. Maðurinn greindist með eitrunina á Norðurlandi í vikunni. Einkennin komu fram sex dögum fyrr. „Þetta byrjar yfirleitt sem truflanir í andliti. Kyngingar- og talerfiðleikar. Stundum sjóntruflanir og jafnvel heyrnartruflanir líka. Síðan færist lömunin út um líkamann og getur endað í allsherjarlömun,“ segir Þórólfur Guðnason um einkenni sem sýktir einstaklingar finna fyrir. Bótúlismi er eitrun af völdum bakteríunnar clostridium botulinum. Nái hún að vaxa í matvælum veldur hún fyrrgreindum veikindum. Sem er þó sjaldgæft. Frá 1949 hafa tíu tilfelli komið upp hér á landi, þar af eitt dauðsfall. Getur tekið langan tíma að ná sér Sóttvarnalæknir segir batahorfur nokkuð góðar komist þeir sem eru sýktir í öndunarvél. „En þetta getur tekið langan tíma að ganga yfir, nokkrar vikur jafnvel. Það er oft erfiður tími á meðan viðkomandi er í öndunarvél. En að því loknu ættu batahorfur að vera nokkuð góðar.“ Maðurinn sem veiktist er nú á sjúkrahúsi. „Hann þarf að vera þar á meðan þessar lamanir eru að ganga yfir. Hvað það tekur mikinn tíma er erfitt að segja. En það þarf mikla lækna- og hjúkrunaraðstoð á meðan þessu stendur.“ Upprunans leitað Uppruna eitrunarinnar er leitað en Þórólfur telur ólíklegt að uppruna eitrunarinnar megi finna í matvælum sem eru í dreifingu. „Það væru þá komin fram fleiri tilfelli. Þannig að þetta er eitthvað sem er staðbundið myndi ég halda.“ Líklegra sé að upprunann megi rekja til heimalagaðra matvæla. „Þetta eru yfirleitt matvæla sem fólk er sjálft að sjóða niður. Ávexti, grænmeti, kjöt eða fisk. Það kannski tekst ekki nógu vel til. Ef bakterían kemst í slíkar aðstæður getur hún byrjað að framleiða þetta eitur.“ Ólíklegt að bakterían leynist í vel framleiddum þorramat Bótúlismi getur leynst í niðursoðnum, gröfnum, gerjuðum og súrsuðum matvælum. Þórólfur segir þó hægt að treysta slíkum matvælum frá traustum framleiðendum nú á þorranum. „Við treystum því að sá þorramatur sem við erum að fara að borða sé framleiddur við góðar aðstæður. En vissulega ef það er ekki í lagi getur bakterían leynst í þorramat og súrsuðum mat. Það tel ég hins vegar ólíklegt miðað við þá framleiðsluhætti sem hér tíðkast.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Greindist með bótúlismaeitrun á Íslandi Bótúlismi var greindur í fullorðnum einstaklingi hér á landi þann 18. janúar síðastliðinn. 21. janúar 2020 12:44 „Eitt virkasta eiturefni sem til er“ Íslendingur á fimmtugsaldri liggur mjög veikur á sjúkrahúsi af völdum bótúlismaeitrunar. 21. janúar 2020 13:31 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi vegna bótúlismaeitrunar sem getur valdið allsherjarlömun. Uppruna eitrunarinnar er ákaft leitað en talið ólíklegt að orsökina megi rekja til matvæla sem eru í dreifingu. Maðurinn greindist með eitrunina á Norðurlandi í vikunni. Einkennin komu fram sex dögum fyrr. „Þetta byrjar yfirleitt sem truflanir í andliti. Kyngingar- og talerfiðleikar. Stundum sjóntruflanir og jafnvel heyrnartruflanir líka. Síðan færist lömunin út um líkamann og getur endað í allsherjarlömun,“ segir Þórólfur Guðnason um einkenni sem sýktir einstaklingar finna fyrir. Bótúlismi er eitrun af völdum bakteríunnar clostridium botulinum. Nái hún að vaxa í matvælum veldur hún fyrrgreindum veikindum. Sem er þó sjaldgæft. Frá 1949 hafa tíu tilfelli komið upp hér á landi, þar af eitt dauðsfall. Getur tekið langan tíma að ná sér Sóttvarnalæknir segir batahorfur nokkuð góðar komist þeir sem eru sýktir í öndunarvél. „En þetta getur tekið langan tíma að ganga yfir, nokkrar vikur jafnvel. Það er oft erfiður tími á meðan viðkomandi er í öndunarvél. En að því loknu ættu batahorfur að vera nokkuð góðar.“ Maðurinn sem veiktist er nú á sjúkrahúsi. „Hann þarf að vera þar á meðan þessar lamanir eru að ganga yfir. Hvað það tekur mikinn tíma er erfitt að segja. En það þarf mikla lækna- og hjúkrunaraðstoð á meðan þessu stendur.“ Upprunans leitað Uppruna eitrunarinnar er leitað en Þórólfur telur ólíklegt að uppruna eitrunarinnar megi finna í matvælum sem eru í dreifingu. „Það væru þá komin fram fleiri tilfelli. Þannig að þetta er eitthvað sem er staðbundið myndi ég halda.“ Líklegra sé að upprunann megi rekja til heimalagaðra matvæla. „Þetta eru yfirleitt matvæla sem fólk er sjálft að sjóða niður. Ávexti, grænmeti, kjöt eða fisk. Það kannski tekst ekki nógu vel til. Ef bakterían kemst í slíkar aðstæður getur hún byrjað að framleiða þetta eitur.“ Ólíklegt að bakterían leynist í vel framleiddum þorramat Bótúlismi getur leynst í niðursoðnum, gröfnum, gerjuðum og súrsuðum matvælum. Þórólfur segir þó hægt að treysta slíkum matvælum frá traustum framleiðendum nú á þorranum. „Við treystum því að sá þorramatur sem við erum að fara að borða sé framleiddur við góðar aðstæður. En vissulega ef það er ekki í lagi getur bakterían leynst í þorramat og súrsuðum mat. Það tel ég hins vegar ólíklegt miðað við þá framleiðsluhætti sem hér tíðkast.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Greindist með bótúlismaeitrun á Íslandi Bótúlismi var greindur í fullorðnum einstaklingi hér á landi þann 18. janúar síðastliðinn. 21. janúar 2020 12:44 „Eitt virkasta eiturefni sem til er“ Íslendingur á fimmtugsaldri liggur mjög veikur á sjúkrahúsi af völdum bótúlismaeitrunar. 21. janúar 2020 13:31 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Sjá meira
Greindist með bótúlismaeitrun á Íslandi Bótúlismi var greindur í fullorðnum einstaklingi hér á landi þann 18. janúar síðastliðinn. 21. janúar 2020 12:44
„Eitt virkasta eiturefni sem til er“ Íslendingur á fimmtugsaldri liggur mjög veikur á sjúkrahúsi af völdum bótúlismaeitrunar. 21. janúar 2020 13:31