Wuhan-veiran: Hægt verður að greina sýni hér á landi eftir nokkra daga Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. janúar 2020 14:29 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/baldur Ekkert Wuhan-kórónaveirusmit hefur verið staðfest á Íslandi enn sem komið er. Sóttvarnalæknir mælir með að ferðamenn sleppi „ónauðsynlegum ferðalögum“ til svæða þar sem faraldur veirunnar er í gangi. Þá er gert ráð fyrir því að eftir nokkra daga verði hægt að greina sýni hér á landi, að því er fram kemur í stöðuskýrslu almannavarna vegna kórónaveirunnar. Ríkislögreglustjóri lýsti yfir óvissustigi almannavarna vegna veirunnar þann 27. janúar 2020 í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis. Í stöðuskýrslu almannvarna segir að sóttvarnalæknir geri ráð fyrir að veiran berist til Íslands og því mikilvægt að grípa til ráðstafanna til að hefta útbreiðslu hennar sem mest hér á landi. „Engar aðgerðir munu hins vegar tryggja að veiran berist ekki hingað til lands,“ segir í skýrslunni. Almenningur og ferðamenn á Íslandi sem telja sig hafa sýkst af veirunni eru hvattir til að hringja í síma 1700, eða +354 5444113 fyrir erlend númer, varðandi nánari upplýsingar. Þeir eru sérstaklega beðnir um að mæta ekki á bráðamóttöku eða heilsugæslustöðvar nema að fengnum ráðleggingum í síma. Þá verða aðeins tekin sýni úr einstaklingum sem eru með einkenni veikinda. Ekki eru tekin sýni frá einkennalausum einstaklingum. Gert er ráð fyrir því að eftir nokkra daga verði hægt að greina sýni hér á landi. Þá gera viðbragsáætlanir ráð fyrir að ef upp komi sýking hér á landi verði einstaklingur í einangrun í tíu daga eftir að hann er hitalaus. Sýking af völdum veirunnar hefur verið staðfest hjá 4587 einstaklingum, langflest í Kína, og um 106 hafa látist. Þá hafa einnig fengist upplýsingar um alvarleg veikindi hjá fjölda einstaklinga. Fyrirhugaður er fundur almannavarna á morgun með starfsfólki Keflavíkurflugvallar. Upplýsingum verður komið áfram til annarra flugvalla. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20 Loka á lestar- og ferjusamgöngur milli Hong Kong og meginlandsins Stjörnvöld í Hong Kong hafa ákveðið að grípa til aðgerða til að reyna að hefta útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. 28. janúar 2020 10:20 Íslendingarnir á Alicante ekki með Wuhan-veiru Greint var frá því í gær að grunur væri um að fólkið hefði smitast af Wuhan-kórónaveiru. 28. janúar 2020 09:36 Mest lesið Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
Ekkert Wuhan-kórónaveirusmit hefur verið staðfest á Íslandi enn sem komið er. Sóttvarnalæknir mælir með að ferðamenn sleppi „ónauðsynlegum ferðalögum“ til svæða þar sem faraldur veirunnar er í gangi. Þá er gert ráð fyrir því að eftir nokkra daga verði hægt að greina sýni hér á landi, að því er fram kemur í stöðuskýrslu almannavarna vegna kórónaveirunnar. Ríkislögreglustjóri lýsti yfir óvissustigi almannavarna vegna veirunnar þann 27. janúar 2020 í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis. Í stöðuskýrslu almannvarna segir að sóttvarnalæknir geri ráð fyrir að veiran berist til Íslands og því mikilvægt að grípa til ráðstafanna til að hefta útbreiðslu hennar sem mest hér á landi. „Engar aðgerðir munu hins vegar tryggja að veiran berist ekki hingað til lands,“ segir í skýrslunni. Almenningur og ferðamenn á Íslandi sem telja sig hafa sýkst af veirunni eru hvattir til að hringja í síma 1700, eða +354 5444113 fyrir erlend númer, varðandi nánari upplýsingar. Þeir eru sérstaklega beðnir um að mæta ekki á bráðamóttöku eða heilsugæslustöðvar nema að fengnum ráðleggingum í síma. Þá verða aðeins tekin sýni úr einstaklingum sem eru með einkenni veikinda. Ekki eru tekin sýni frá einkennalausum einstaklingum. Gert er ráð fyrir því að eftir nokkra daga verði hægt að greina sýni hér á landi. Þá gera viðbragsáætlanir ráð fyrir að ef upp komi sýking hér á landi verði einstaklingur í einangrun í tíu daga eftir að hann er hitalaus. Sýking af völdum veirunnar hefur verið staðfest hjá 4587 einstaklingum, langflest í Kína, og um 106 hafa látist. Þá hafa einnig fengist upplýsingar um alvarleg veikindi hjá fjölda einstaklinga. Fyrirhugaður er fundur almannavarna á morgun með starfsfólki Keflavíkurflugvallar. Upplýsingum verður komið áfram til annarra flugvalla.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20 Loka á lestar- og ferjusamgöngur milli Hong Kong og meginlandsins Stjörnvöld í Hong Kong hafa ákveðið að grípa til aðgerða til að reyna að hefta útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. 28. janúar 2020 10:20 Íslendingarnir á Alicante ekki með Wuhan-veiru Greint var frá því í gær að grunur væri um að fólkið hefði smitast af Wuhan-kórónaveiru. 28. janúar 2020 09:36 Mest lesið Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
Yfir 100 látin vegna Wuhan-veirunnar og 4.500 smituð Alls eru að minnsta kosti 106 látin vegna Wuhan-kórónaveirunnar og um 4.500 manns smitaðir í Kína. 28. janúar 2020 06:20
Loka á lestar- og ferjusamgöngur milli Hong Kong og meginlandsins Stjörnvöld í Hong Kong hafa ákveðið að grípa til aðgerða til að reyna að hefta útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. 28. janúar 2020 10:20
Íslendingarnir á Alicante ekki með Wuhan-veiru Greint var frá því í gær að grunur væri um að fólkið hefði smitast af Wuhan-kórónaveiru. 28. janúar 2020 09:36