Heilbrigðiskerfi fyrir alla Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 22. janúar 2020 08:00 Það skiptir okkur öll máli að heilbrigðiskerfið virki og þjónustan sé til reiðu þegar við þurfum á henni að halda. því ekki undarlegt að umræða um heilbrigðismál verði oft tilfinningaþrungin. Mikil umræða hefur farið fram um heilbrigðisþjónustu í landinu undanfarnar vikur og mikið af þeirri umræðu snúist um Bráðamóttökuna á Landspítalanum í Fossvogi og vanda Landspítalans í heild. Undanfarin misseri hafa framlög ríkisins til heilbrigðisþjónustu á langflestum stigum verið aukin stórlega. Slíku var enda heitið í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og við það hefur verið staðið. Það var líka nokkuð samdóma álit þeirra sem buðu fram í síðustu Alþingiskosningum að þörf væri á auknum framlögum til kerfisins. Menn vissu að við höfðum dregist aftur úr nágrannalöndunum þegar miðað var við framlög til heilbrigðismála sem hlutfall af landsframleiðslu. Við þessu hefur ríkisstjórnin brugðist með markvissum hætti. Hafin er bygging nýs Landspítala við Hringbraut eftir að margra ára þref um staðsetningu hafði tafið fyrir. Nýtt Sjúkrahótel með glæsilegri aðstöðu er risið og hefur verið tekið í notkun. Framlög til rekstrar Landspítalans frá 2017 (önnur en til bygginga og launaleiðréttinga) hafa vaxið um tólf prósent á þessum þremur árum, leiðrétt fyrir verðlagsbreytingar. Framlög til heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa aukist um tæp 25 prósent. Þá má ekki gleyma þeirri áherslu sem lögð hefur verið á að lækka kostnaðarþátttöku, einkum viðkvæmustu hópanna. Þá skiptir ekki minnstu máli að nú er unnið eftir Heilbrigðisstefnu sem Alþingi samþykkti samhljóða s.l. vor. Stefnan gildir til 2030, og áhersla m.a. lögð á rétta þjónustu á réttum stað, gegnsæi í þjónustukaupum, menntun heilbrigðisstétta og aðgengi að þjónustu. Áframhaldandi uppbygging heilbrigðisþjónustu á Íslandi er sameiginlegt verkefni alls samfélagsins. Öflug heilbrigðisþjónusta og aðgengi að henni á jafnræðisgrunni eru grundvallarmannréttindi. Núverandi ríkisstjórn hefur stigið mikilvæg skref í þá átt en auðvitað eru, og verða alltaf, eftir verkefni sem þarf að leysa. Við þurfum að halda áfram að hlú að því almannaþjónustukerfi sem heilbrigðiskerfið okkar er. Allir eiga rétt á heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Það erum við að tryggja.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Ólafur Þór Gunnarsson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Sjá meira
Það skiptir okkur öll máli að heilbrigðiskerfið virki og þjónustan sé til reiðu þegar við þurfum á henni að halda. því ekki undarlegt að umræða um heilbrigðismál verði oft tilfinningaþrungin. Mikil umræða hefur farið fram um heilbrigðisþjónustu í landinu undanfarnar vikur og mikið af þeirri umræðu snúist um Bráðamóttökuna á Landspítalanum í Fossvogi og vanda Landspítalans í heild. Undanfarin misseri hafa framlög ríkisins til heilbrigðisþjónustu á langflestum stigum verið aukin stórlega. Slíku var enda heitið í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og við það hefur verið staðið. Það var líka nokkuð samdóma álit þeirra sem buðu fram í síðustu Alþingiskosningum að þörf væri á auknum framlögum til kerfisins. Menn vissu að við höfðum dregist aftur úr nágrannalöndunum þegar miðað var við framlög til heilbrigðismála sem hlutfall af landsframleiðslu. Við þessu hefur ríkisstjórnin brugðist með markvissum hætti. Hafin er bygging nýs Landspítala við Hringbraut eftir að margra ára þref um staðsetningu hafði tafið fyrir. Nýtt Sjúkrahótel með glæsilegri aðstöðu er risið og hefur verið tekið í notkun. Framlög til rekstrar Landspítalans frá 2017 (önnur en til bygginga og launaleiðréttinga) hafa vaxið um tólf prósent á þessum þremur árum, leiðrétt fyrir verðlagsbreytingar. Framlög til heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa aukist um tæp 25 prósent. Þá má ekki gleyma þeirri áherslu sem lögð hefur verið á að lækka kostnaðarþátttöku, einkum viðkvæmustu hópanna. Þá skiptir ekki minnstu máli að nú er unnið eftir Heilbrigðisstefnu sem Alþingi samþykkti samhljóða s.l. vor. Stefnan gildir til 2030, og áhersla m.a. lögð á rétta þjónustu á réttum stað, gegnsæi í þjónustukaupum, menntun heilbrigðisstétta og aðgengi að þjónustu. Áframhaldandi uppbygging heilbrigðisþjónustu á Íslandi er sameiginlegt verkefni alls samfélagsins. Öflug heilbrigðisþjónusta og aðgengi að henni á jafnræðisgrunni eru grundvallarmannréttindi. Núverandi ríkisstjórn hefur stigið mikilvæg skref í þá átt en auðvitað eru, og verða alltaf, eftir verkefni sem þarf að leysa. Við þurfum að halda áfram að hlú að því almannaþjónustukerfi sem heilbrigðiskerfið okkar er. Allir eiga rétt á heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Það erum við að tryggja.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun