Lífið

Sigga Kling greindist með krabbamein rétt fyrir áramót

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sigga Kling er ein sú vinsælasta á landinu í sínu fagi.
Sigga Kling er ein sú vinsælasta á landinu í sínu fagi. vísir/vilhelm

Spákonan Sigga Kling greindist með sortuæxli rétt fyrir áramót og var í innlögn á Landspítala yfir hátíðirnar.

Sigríður þurfti að fara í aðgerð þar sem svartur blettur af fæti hennar var fjarlægður en mbl.is greinir frá.

„Ég fékk sortuæxli og það greinist krabba­mein í því. Ég var með svartan blett á fætinum, við hliðina á hælnum. Ég spáði ekki mikið í þessum bletti en svo var ég farin að finna til í fætinum. Ég var svona að velta þessu fyrir mér þegar ég frétti af vinkonu minni. Vinkona mín fór með henni til Póllands og heyrði alla sólarsöguna. Í framhaldinu ákvað ég að láta tékka á þessu.

Þetta var um miðjan desem­ber en þá kemur í ljós að þetta er illkynja. Læknirinn var kannski ekki alveg nógu skýr við mig því ég hélt að ég gæti bara látið skera þetta burt um páskana. Það næsta sem ger­ist er að læknirinn vill skera mig upp fyrir áramótin,“ segir Sigga Kling í samtali við Smartland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×